Hugur - 01.01.2019, Qupperneq 118

Hugur - 01.01.2019, Qupperneq 118
118 Hannah Arendt verk. Við erum heilluð af hverju nýju þjóðerni á sama hátt og kona af þokkalegri stærð fyllist dálæti á hverjum nýjum kjól sem virðist geta veitt henni mittið sem hún þráir. En henni fellur nýi kjóllinn í geð einungis svo lengi sem hún trúir á kraftaverkamátt hans, og hún mun henda honum um leið og hún uppgötvar að hann breytir ekki vexti hennar – nú, eða stöðu hennar, ef því er að skipta. Undrast má að gagnsleysi dulargerva okkar hafi ekki enn dregið úr okkur mátt- inn. Sé það satt að menn læri sjaldan af sögunni, er það jafnframt satt að þeir geta lært af persónulegri reynslu sem, líkt og í okkar tilfelli, er síendurtekin. En áður en þú kastar fyrsta steininum, skaltu muna að það að vera gyðingur gefur enga lagalega stöðu í þessum heimi. Ef við færum að segja sannleikann um það að við séum ekkert nema gyðingar, þýddi það að við ættum á hættu að hljóta sömu örlög og manneskjur sem, vegna þess að þær njóta ekki verndar tiltekinna laga eða sátt- mála, eru ekkert nema manneskjur. Ég get varla ímyndað mér hættulegra viðhorf, þar sem við búum í alvörunni í heimi þar sem manneskjur hafa sem slíkar hætt að vera til í dágóðan tíma, vegna þess að samfélagið hefur uppgötvað að mismunun er hið mikla félagslega vopn sem má nota til að drepa menn án blóðsúthellinga; vegna þess að vegabréf og fæðingarvottorð, og stundum jafnvel skattgreiðsluseðlar, eru ekki lengur opinber skjöl heldur tæki til félagslegrar aðgreiningar. Vissulega treystum við flest algjörlega á samfélagsleg viðmið; við missum trú á okkur sjálf ef við hljótum ekki viðurkenningu samfélagsins; við erum – og höfum alltaf verið – reiðubúin til að gera hvað sem er til þess að vera viðurkennd af samfélaginu. En að sama skapi hafa þau fáeinu á meðal okkar sem hafa reynt að komast af, án þess að aðlagast og samlagast með því að grípa til bragða og bulls af þessu tagi, greitt mun hærra verð fyrir en þau hafa haft ráð á: þau hættu á að missa þau fáu tækifæri sem meira að segja útlögum eru veitt í þessum öfugsnúna heimi. Afstaða þeirra fáu sem fylgdu Bernard Lazare, og kalla mætti „meðvitaða utan- garðsmenn“, er jafnóútskýranleg í ljósi nýliðinna atburða og viðhorf herra Cohns okkar, sem reyndi með öllum ráðum að öðlast frama. Báðir eru þeir synir nítjándu aldarinnar en þá þekktust hvorki lagalegir né pólitískir utangarðsmenn þótt fé- lagslegir utangarðsmenn og gagnstæða þeirra, félagslegir broddborgarar, væru vel þekktir. Nútímasaga gyðinga, sem hófst með gyðingum hirðanna og lifir með milljónamæringum og góðgerðarmönnum, sneiðir oft framhjá þessum þræði í sögu gyðinga – hefðarinnar sem inniheldur Heine, Rahel Varnhagen, Sholom Aleichem, ásamt Bernard Lazare, Franz Kafka og jafnvel Charlie Chaplin. Þetta er hefð þess minnihluta gyðinga sem vilja ekki vera broddborgarar, kjósa heldur stöðu „meðvitaðra utangarðsmanna“. Allir eiginleikar sem gyðingar geta stært sig af – „hjarta gyðingsins,“ mannúð, skopskyn, óhlutdrægar gáfur – eru eiginleikar þess sem er utangarðs. Allir gyðinglegir gallar – ónærgætni, pólitísk heimska, minnimáttarkennd og peningagræðgi – eru eiginleikar broddborgarans. Ætíð hafa verið til þeir gyðingar sem ekki hefur fundist það þess virði að skipta mann- úð sinni og náttúrulegri innsýn í veruleikann út fyrir þröngsýni hallarandans eða hinn eðlislæga óraunveruleika fjármálaviðskipta. Sagan hefur þröngvað hlutverki útlagans jafnt upp á utangarðsmenn sem broddborgara. Þeir síðarnefndu hafa ekki enn fallist á hin miklu sannindi Balzacs, Hugur 2019-Overrides.indd 118 21-Oct-19 10:47:08
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.