Hugur - 01.01.2019, Qupperneq 118
118 Hannah Arendt
verk. Við erum heilluð af hverju nýju þjóðerni á sama hátt og kona af þokkalegri
stærð fyllist dálæti á hverjum nýjum kjól sem virðist geta veitt henni mittið sem
hún þráir. En henni fellur nýi kjóllinn í geð einungis svo lengi sem hún trúir á
kraftaverkamátt hans, og hún mun henda honum um leið og hún uppgötvar að
hann breytir ekki vexti hennar – nú, eða stöðu hennar, ef því er að skipta.
Undrast má að gagnsleysi dulargerva okkar hafi ekki enn dregið úr okkur mátt-
inn. Sé það satt að menn læri sjaldan af sögunni, er það jafnframt satt að þeir geta
lært af persónulegri reynslu sem, líkt og í okkar tilfelli, er síendurtekin. En áður
en þú kastar fyrsta steininum, skaltu muna að það að vera gyðingur gefur enga
lagalega stöðu í þessum heimi. Ef við færum að segja sannleikann um það að við
séum ekkert nema gyðingar, þýddi það að við ættum á hættu að hljóta sömu örlög
og manneskjur sem, vegna þess að þær njóta ekki verndar tiltekinna laga eða sátt-
mála, eru ekkert nema manneskjur. Ég get varla ímyndað mér hættulegra viðhorf,
þar sem við búum í alvörunni í heimi þar sem manneskjur hafa sem slíkar hætt að
vera til í dágóðan tíma, vegna þess að samfélagið hefur uppgötvað að mismunun
er hið mikla félagslega vopn sem má nota til að drepa menn án blóðsúthellinga;
vegna þess að vegabréf og fæðingarvottorð, og stundum jafnvel skattgreiðsluseðlar,
eru ekki lengur opinber skjöl heldur tæki til félagslegrar aðgreiningar. Vissulega
treystum við flest algjörlega á samfélagsleg viðmið; við missum trú á okkur sjálf
ef við hljótum ekki viðurkenningu samfélagsins; við erum – og höfum alltaf verið
– reiðubúin til að gera hvað sem er til þess að vera viðurkennd af samfélaginu. En
að sama skapi hafa þau fáeinu á meðal okkar sem hafa reynt að komast af, án þess
að aðlagast og samlagast með því að grípa til bragða og bulls af þessu tagi, greitt
mun hærra verð fyrir en þau hafa haft ráð á: þau hættu á að missa þau fáu tækifæri
sem meira að segja útlögum eru veitt í þessum öfugsnúna heimi.
Afstaða þeirra fáu sem fylgdu Bernard Lazare, og kalla mætti „meðvitaða utan-
garðsmenn“, er jafnóútskýranleg í ljósi nýliðinna atburða og viðhorf herra Cohns
okkar, sem reyndi með öllum ráðum að öðlast frama. Báðir eru þeir synir nítjándu
aldarinnar en þá þekktust hvorki lagalegir né pólitískir utangarðsmenn þótt fé-
lagslegir utangarðsmenn og gagnstæða þeirra, félagslegir broddborgarar, væru vel
þekktir. Nútímasaga gyðinga, sem hófst með gyðingum hirðanna og lifir með
milljónamæringum og góðgerðarmönnum, sneiðir oft framhjá þessum þræði í
sögu gyðinga – hefðarinnar sem inniheldur Heine, Rahel Varnhagen, Sholom
Aleichem, ásamt Bernard Lazare, Franz Kafka og jafnvel Charlie Chaplin. Þetta
er hefð þess minnihluta gyðinga sem vilja ekki vera broddborgarar, kjósa heldur
stöðu „meðvitaðra utangarðsmanna“. Allir eiginleikar sem gyðingar geta stært sig
af – „hjarta gyðingsins,“ mannúð, skopskyn, óhlutdrægar gáfur – eru eiginleikar
þess sem er utangarðs. Allir gyðinglegir gallar – ónærgætni, pólitísk heimska,
minnimáttarkennd og peningagræðgi – eru eiginleikar broddborgarans. Ætíð
hafa verið til þeir gyðingar sem ekki hefur fundist það þess virði að skipta mann-
úð sinni og náttúrulegri innsýn í veruleikann út fyrir þröngsýni hallarandans eða
hinn eðlislæga óraunveruleika fjármálaviðskipta.
Sagan hefur þröngvað hlutverki útlagans jafnt upp á utangarðsmenn sem
broddborgara. Þeir síðarnefndu hafa ekki enn fallist á hin miklu sannindi Balzacs,
Hugur 2019-Overrides.indd 118 21-Oct-19 10:47:08