Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 123
Thoreau og landslagsvísindi 123
Himinninn býr ekki yfir neinni fegurð, aðeins augað sem sér hann. Góð
heilsa, glaðlyndi, friðsæld, þetta eru hinir miklu landslagsmálarar.3
Í þessum rómantísku hugleiðingum lítur hann á fegurðina sem eitthvað hug-
lægt og sem uppsprettu siðferðilegs innblásturs, en á sama tíma afbyggir hann
tilfinninguna fyrir þessari upphöfnu mynd með því að láta hana velta á heilsu
og hlutlægum kringumstæðum þess sem skynjar. Fegurðin er ekki í himninum
heldur í getu sem er hluti af mannlegu eðli. Hún er ákall um að byggja jörðina
með manneskjulegum hætti; með öðrum orðum, að viðhalda þeim félagslegu
skilyrðum sem gera lífið og umbætur á því mögulegar, það sem Thoreau leggur að
jöfnu við góða heilsu og velfarnað.
Mér finnst þessi áminning Thoreaus eiga sérstaklega vel við nú á tímum þegar
ég les hana samhliða ljóði eftir Rikardo Arregi, sem upphaflega var skrifað á
basknesku. Ángel Erro þýddi ljóðið yfir á spænsku árið 2014 til að gefa það út.
Ljóðið hefst með því að lýsa fegurð landslags í vetrarbúningi: Dimmir skógar
með bláum fjöllum, alskýjaður himinn í bakgrunni, blautir akrar, rauðleit hús,
„fallegur hægur reykurinn, / falleg lauflaus trén“. En í öðru erindinu segir hann
okkur hvers vegna:
Fallegt vegna þess að út um gluggann
á rútunni virði ég þau fyrir mér.
Ég ímynda mér að ég sé á meðal þeirra:
vel mér þetta hús,
þessa einmana skriðu,
vel mér þennan læk, þennan veg,
hinn stíginn sem liggur að skóginum,
stutt ferð, dreg andann,
verð einn með náttúrunni
og öllum þessum hlutum.
Allir þessir hlutir birtast skáldinu sem fagrir vegna þess að þeir eru handan
rúðunnar. Rútan sem fer með skáldið frá einum bæ til annars hefur gefið því
„þessa hvíld, / þetta stundargaman hugans, / þennan pessoaíska leik“. En það er
ekki hægt að nema staðar þarna og ferðalangurinn heldur áfram. Það er engin til-
viljun að hann skuli vísa til Pessoa sem segir í Bók eirðarleysisins: „sólarlag er vits-
munalegt fyrirbæri“. Ljóðlistin á margt sameiginlegt með augnaráðinu, með leið
okkar til að mennta það, með þeim væntingum og möguleikum sem við leggjum
til og finnum í þeirri athöfn að horfa. Ljóð Rikardos Arregi leikur sér einmitt með
þennan hátt okkar á að setja „hjartað í augun“ (Bihotz begietan, titillinn hjá Liz-
ardi) og notar ímyndunaraflið til að skapa landslagið sem okkar eigin væntingum
er varpað á. Viðfangsefnið um locus amoenus er honum heldur ekki framandi og
það birtist í verki Arregis, að minnsta kosti frá tíma Hari hauskorrak. Það er nóg
3 Sjá dagbækur Thoreaus: https://www.walden.org/wp-content/uploads/2016/02/Journal-
12-Chapter-8.pdf, bls. 367–368. (Þýð.)
Hugur 2019-Overrides.indd 123 21-Oct-19 10:47:08