Hugur - 01.01.2019, Page 125

Hugur - 01.01.2019, Page 125
 Thoreau og landslagsvísindi 125 leggur til menningarbundna greiningu á hugtökum um rými, stað og landslag, við nýjar hugmyndir í vísindum. Þannig fundum við hugsmíðinni um landslag kjölfestu í vistfræðilegum kenningum um skynjun, einkum í hugtakinu um af- fordance. Þetta hugtak varðar þau mögulegu tengsl sem umhverfið leggur til og byggja frekar á ferlum en einstaka hlutum, og sem gera okkur fært að skilja sam- band líkamans við skynjun á því rými sem umlykur hann. Okkar markmið er að finna yfirgripsmeiri skilgreiningu sem nær bæði yfir heilsu og landslag, sem hægt væri að nota í menningartengdum fræðum en einnig í arkitektúr, landafræði og öðrum greinum vísinda sem fjalla um þátttöku í rými. Menatti og ég skiljum landslag sem gagnvirkni á milli menningarlegra og nátt- úrulegra ferla, og heilsu sem gagnvirka hæfni þar sem taka verður félagslegar kringumstæður með í reikninginn. Ef við beinum athyglinni að félagslegum skil- yrðum heilsu, þá velta þau að verulegu leyti á öðrum sviðum en þeim sem varða heilbrigði: þáttum í umhverfinu, menntastefnu, skipulagsmálum, o.s.frv. En til að forðast öngstræti umhverfisnauðhyggju verður einnig að taka verklega getu fólks með í reikninginn og tengja landslagsmótun, sem miðar að bættri lýðheilsu, við huglægni þeirra gerenda/þolenda sem eiga að njóta góðs af henni. Þannig skilið má líta á landslag sem sameiginleg gæði sem varða heilsu en ekki einungis fagur- fræðilega ánægju, og þar með verður það réttlætismál: ekki bara sem minjar sem beri að varðveita fyrir komandi kynslóðir, heldur einnig sem almenningur sem núlifandi fólk hefur rétt til að njóta sér til heilsubótar. Að búa í landslagi Sé litið á landslag sem menningarlegt og náttúrulegt í senn, hvað geta vísindin þá sagt um það? Í Stanford-alfræðiorðabókinni um heimspeki má finna spurningu sem Thoreau fjallaði um í löngu máli: Gæti vísindaleg lýsing á heiminum náð utan um fjölbreytileika mannlegrar reynslu?5 Staðreyndin er sú að í dagbókunum segir Thoreau að maður sem helgar sig vísindunum „uppgötvar engan heim þar sem mannshugurinn með öllum sínum hæfileikum getur átt heima“ (5. september 1851). Fram á miðja nítjándu öld voru vísindi í Bandaríkjunum hluti af almennri og sameiginlegri menningu og þar var engin miðstöð fyrir þá sem helguðu sig vísindum eða miðlæg stofnun sem staðfesti hæfni þeirra sem síðan unnu sem vísindamenn, oft fyrir utan háskólana. Thoreau var menntaður í Harvard og hann vann með vísindamönnum við háskóla eins og Louis Agassiz, en orðið scientist komst ekki í almenna notkun fyrr en eftir dauða Thoreaus árið 1862. Frá því um 1850 höfðu „menn vísindanna“ samt sem áður farið að líta á sig sem sérstakan hóp sem hafði hlotið menntun í háskólum, og á þessum tíma virtist Thoreau að þeir greindu menningu vísindanna frá menningu hinna húmanísku fræða. Reyndar 5 Sjá sérstaka grein eftir Rick Anthony Furtak um Henry David Thoreau í Stanford Encyclopedia of Philosophy, einkum kaflann „Ethics of perception“. Sótt af: https://plato.stanford.edu/archives/ spr2019/entries/thoreau (Þýð.) Hugur 2019-Overrides.indd 125 21-Oct-19 10:47:09
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.