Hugur - 01.01.2019, Síða 126
126 Antonio Casado da Rocha
tekur hann undir slíka aðgreiningu í dagbókunum þegar hann segir: „Það er
ómögulegt fyrir sömu manneskjuna að sjá hlutina frá sjónarhóli ljóðskáldsins og
frá sjónarhóli vísindamannsins“ (18. febrúar 1852).
Dagbók Thoreaus er afar áhugaverð fyrir rannsóknir á því sem síðar var kallað
vandinn við aðgreiningu „menninganna tveggja“, svo notuð sé kunnuglegt orða-
lag frá C.P. Snow.6 Mín tilgáta, sem ég get naumast meira en gefið hugboð um,
er að Thoreau hafi streist á móti þessari aðgreiningu og að sú viðleitni birtist
í skrifum hans um það hvernig landslag er skynjað og metið. Á tímum þegar
raunhyggjan var í uppsveiflu, og með henni hugmyndin um fullkomna hlutlægni,
þróaði Thoreau „afstöðubundna hluthyggju“ þar sem landslag er hvorki einskorð-
að við náttúruna né menninguna, býr hvorki í hlutlægum veruleika né í huga
skynjandans, heldur er landslag tengsl sem má finna á milli skynjandans og þess
sem er skynjað, ferli sem hefur áhrif á hann:
Ég held að vísindamaðurinn geri þessi mistök, og einnig fólk almennt:
þegar maður beinir óskiptri athygli sinni að fyrirbæri sem vekur áhuga
manns skuli maður líta á það sem eitthvað sem er óháð manni sjálfum en
ekki eins og það tengist manni. Staðreyndin sem skiptir máli er hvernig
það hefur áhrif á mig. Hann heldur að ég eigi ekkert með að sjá neitt
annað en einungis það sem hann hefur skilgreint sem regnboga, en mér
er sama hvort sannleikssýn mín er vökuhugsun eða minning um draum,
hvort ég sé hann í björtu eða í myrkri. Það er sýnin sem slík, einungis
sannleikurinn, sem mig varðar um. Heimspekingur sem lætur sér lynda
að regnbogar, o.fl., séu útskýrðir í burtu, hefur aldrei séð þá. Með tilliti
til hluta eins og þessara, virðist mér að það séu ekki hlutirnir sjálfir (sem
vísindamennirnir fást við) sem mig varðar um; það sem skiptir mig máli
er einhvers staðar á milli mín og þeirra (5. nóvember, 1857).
Með því að skilja landslag á þennan hátt lítur Thoreau ekki á það sem fastmótað-
an hlut heldur sem samspil hlutarins og hins skynjandi huga í gegnum þá lifandi
möguleika sem hluturinn lætur í té (affordances), með svipuðum hætti og í ljóði
Rikardos Arregi. Hugmyndin um að skynjun á umhverfinu tengist affordances
hefur verið útfærð í vistfræðilegri sálfræði tuttugustu aldar og henni má beita á
heimspeki landslags, eða að minnsta kosti reyndum við það í greininni okkar. Og
sú sýn sem af þessu leiðir hefur tvenns konar mikilvægi. Í fyrra lagi hampar hún
fjölbreytileika mannlegrar reynslu á sama tíma og hún, sem er hið síðara, leitast
við að vera þekkingarfræðilega trúverðug og láta vísindunum eftir það sem er með
6 Vísindamaðurinn og rithöfundurinn Charles Percy Snow hélt erindi árið 1959 við Cambridge-
háskóla á Englandi sem bar titilinn „The Two Cultures and the Scientific Revolution“. Í þessu
erindi lýsti Snow því hvernig hinn vestræni menningarheimur væri að klofna í tvær andstæðar
menningar – eða tvo andstæða menningarheima: heim raunvísinda, annars vegar, og heim hug-
vísinda og lista, hins vegar. Snow hafði áhyggjur af þessum klofningi sem hann taldi að stuðlaði
að vantrausti og skilningsleysi, hefði slæm áhrif á viðleitni okkar til að beita vísindum og tækni
til að bæta mannlífið. Snow var afkastamikill rithöfundur og ein af bókum hans hefur komið út
í íslenskri þýðingu, Valdstjórn og vísindi (íslensk þýðing eftir Baldur Símonarson með inngangi
eftir Jónas Haralz, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1970). (Þýð.)
Hugur 2019-Overrides.indd 126 21-Oct-19 10:47:09