Hugur - 01.01.2019, Side 132

Hugur - 01.01.2019, Side 132
132 Elmar Geir Unnsteinsson mannshug (e. fragmented mind) gefi okkur ástæðu til að aðhyllast ætlunarhyggju um þöggun frekar en venjuhyggju. Þöggun og Austin Samkvæmt kenningu Austins eru málgjörðir venjutegundir; athafnir sem fram- kvæmdar eru í samræmi við tilgreindar hefðir eða „venjubundin ferli“. Hann tók brúðkaup sem dæmi. Sá sem segir „Já“ undir skýrt tilgreindum og venjubundnum kringumstæðum, þar sem hugur fylgir máli og mælandinn sjálfur er sá sem skal giftast, getur þar með gert það að verkum að hann giftist. Snemma á ferli sínum nefndi Austin slíkar málgjörðir „verkhæfingar“ (e. performatives) til aðgreiningar frá „staðhæfingum“ (e. constatives). Við nánari athugun varð honum ljóst að sá greinarmunur stenst engan veginn; allar staðhæfingar eru líka verkhæfingar, því þær eru athafnir sem „gera það að verkum“ að eitthvað sé staðhæft. Því fer betur að hugsa um merkingarbæra málnotkun sem svo að hana megi greina niður í einstakar „málgjörðir“. En dæmin sem Austin tók, til dæmis af brúðkaupi, halda mikilvægu sínu óskertu. Hann vildi sýna, öðru fremur, að tungumál mætti nota í ýmsum tilgangi. Málið er ekki notað eingöngu til að tjá staðhæfingar sem geta verið sannar eða ósannar, þ.e.a.s., setningar hafa ýmsan annan tilgang en að lýsa heiminum. En kenningar heimspekinga höfðu um langa hríð gefið „lýsingavill- unni“ (e. descriptive fallacy), sem leggur lýsingar til grundvallar, byr undir báða vængi. Samkvæmt Austin getur málgjörð verið „óheppileg“ (e. unhappy) án þess þó að vera ósönn. Tilraun einhvers til að gifta sig með því að segja „Já“ getur verið óheppileg, til dæmis af því að röng manneskja sagði orðið, á röngum tíma, af óheilindum og þar fram eftir götunum. Austin greindi hverja málgjörð „í heild sinni“ niður í þrjár tegundir athafna. Á íslensku mætti nefna þessa þrískiptingu málgjörðarinnar ummæli, ímæli og tilmæli.2 Ummæli eru það sem Austin kallaði „locution“ og felast þau í því að segja eitthvað á einhverju tungumáli og meina eitthvað með því sem er sagt. Ímæli nefndi Austin „illocution“ og felast þau í því að málgjörðin hafi ekki að- eins merkingu heldur einnig „efli“ (e. force). Ummælin gætu t.a.m. verið eitthvert hlutlaust inntak á borð við að það sé rigning en eflið þarf að koma til sögunnar svo mælandinn segi eitthvað yfirhöfuð. Efli getur verið forspá, loforð, viðvörun, staðhæfing, og svo mætti lengi telja. Með því að segja, eða í því að segja, „Það er rigning“, setur mælandinn fram staðhæfingu, frekar en t.a.m. loforð eða forspá, og þess vegna er hægt að tala um í-mæli. Í þriðja og síðasta lagi eru svokölluð tilmæli sem Austin nefndi „perlocution“. Vert er að benda á að tilmælapartur málgjörða er ekki, samkvæmt Austin, athöfn sem framkvæmd er í samræmi við venjubundið ferli. Venjuhyggjan nær því ekki utan um tilmæli í ströngum skilningi og útskýrir það hvers vegna orðið „málgjörð“ er stundum einfaldlega haft yfir ímælagjörðir, þ.e.a.s. málgjörðir sem hafa a.m.k. ummælapart og ímælapart. Tilmæli eru skil- greind þannig að þau hafi mikilsverð hugræn áhrif á áheyrandann, t.d. að hann 2 Ég þakka Gunnari Harðarsyni fyrir að stinga upp á þessum þýðingum. Hugur 2019-Overrides.indd 132 21-Oct-19 10:47:09
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.