Hugur - 01.01.2019, Síða 134

Hugur - 01.01.2019, Síða 134
134 Elmar Geir Unnsteinsson ingar annarra, því hverjum og einum er frjálst að mynda sér sínar eigin skoðanir án þess að vera kúgaður til annars. Ef ég tek rök þín til greina en sannfærist samt ekki um að þau séu gild, hef ég sennilega ekki þar með tekið þátt í kerfisbundinni undirokun á þér eða samfélagshópi þínum. Það virðist vera mikilvægur greinar- munur á því að hafa rétt til að tjá höfnun – rétt til að höfnunin sé tekin alvarlega og bókstaflega – og á einhverjum ímynduðum rétti til auðsveipni og eftirlátssemi annarra. Mögulega má verja fyrri hugmyndina sem raunverulegan rétt en seinni tillagan er að öllum líkindum galin. Ishani Maitra (2009: 317) færir rök fyrir því að venjuhyggja um þöggun lendi líklega í vandræðum ef hún veltur á greinarmuninum á ímælum og tilmælum. Það hefur lengi verið altalað að greinarmunurinn sé helst til óskýr.4 Ég er sam- mála henni og er ástæðan fyrir því eftirfarandi. Eins og við höfum séð þá verða ímæli að fela í sér tilteknar afleiðingar fyrir áheyrandann, þ.e. að merking og efli séu meðtekin. Tilmæli virðast að sama skapi fela í sér meðtöku en við hana bæt- ast önnur „mikilsverð áhrif“, svo sem sannfæring, kátína eða hræðsla (sbr. Austin 1975: 101). En við nánari umhugsun verður deginum ljósara að meðtaka ímæla getur vel verið fólgin í því að viðmælandi fái viðvörun, fyrirskipun eða upplýsingar um eitthvað. Í hvaða skilningi eru þá afleiðingar tilmæla „mikilsverðar“ en ímæla ekki? Það getur vissulega talist til mikilsverðra hugrænna áhrifa að hafa meðtekið viðvörun þess efnis að endirinn nálgist, alveg eins og það að óttast eitthvað eða sannfærast um eitthvað. Greinarmunurinn virðist því vera handahófskenndur og þær kenningar sem virðast geta yfirstigið þennan vanda gera það jafnan með því að skipta venjuhyggjunni út fyrir ætlunarhyggju (t.d. Bach og Harnish 1979). Ég útskýrði greinarmuninn á ímælum og tilmælum áðan með tilvísun í málvenju og hefur sú hugmynd löngum verið vinsæl (Black 1963: 224, Searle 1983: 178–179, Cohen 1973). En það er nokkuð ljóst við nánari athugun að skýringin gengur ekki upp. Sú meðvitaða hugsun að hafa fengið viðvörun þess efnis að endirinn nálgist og sú meðvitaða hugsun að hafa verið sannfærður um það sama af einhverjum eru ekki aðgreindar hvor frá annarri með því að eingöngu sú síðari feli í sér „ómál- tengdar“ eða „tilfallandi“ afleiðingar talaðs máls, líkt og Hornsby og Langton (1998: 24) komust að orði. Þessi greinarmunur grípur í tómt. Markmið mitt í þessari grein er þó ekki að sýna fram á að venjuhyggja um málgjörðir eigi sér engar málsbætur eða geti ekki gert nokkra grein fyrir þöggun, heldur, sem er meira um vert, að setja fram annan valmöguleika í hennar stað. Þannig flyst rökbyrðin yfir á venjusinnann. Margir heimspekingar myndu halda því fram að grundvallarvandann við kenningu Langton og Hornsby um þöggun megi rekja til hinnar austinísku venjuhyggju.5 En þótt sýnt þyki að kenning 4 Austin sagði sjálfur að þessi greinarmunur „virðist líklegastur til að valda usla“ (1975: 109). Kenn- ing Langton og Hornsby hefur lengi þurft að þola margs konar gagnrýni sem oft má rekja til þess hversu óskýr greinarmunur Austins á ímælum og tilmælum er (Bird 2002, Wieland 2007, Jacobson 1995). 5 Sjá sérstaklega Wieland (2007) og Mikkola (2011) sem veita nákvæmari útlistun á þessu atriði. En einnig Maitra og McGowan (2010) sem varpa fram ýmsum efasemdum um niðurstöður Wielands. Almennari rök gegn venjuhyggju má finna í verkum eftir Strawson (1964), Schiffer (1972), Bach og Harnish (1979), Harris (2016), Elmar Unnsteinsson (2017a). Hugur 2019-Overrides.indd 134 21-Oct-19 10:47:09
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.