Hugur - 01.01.2019, Page 158

Hugur - 01.01.2019, Page 158
158 Donata Schoeller og Sigríður Þorgeirsdóttir og afbera breytingar sem gerast, til að taka eftir merkingarbærum vísbendingum sem fara út yfir innsýnir sem eru lesnar hver gegnum aðra, sem hafa að geyma fleiri orð en við getum sagt, aðstæður sem fara út yfir það sem þarf að segja og á köflum víðfeðman bakgrunn hæfni og þekkingar, þar á meðal iðkanir og færni, lærdómssögu – sem stundum nær langt aftur í aldir. Að lesa innsýnir inn í innsýn- ir krefst því líkama sem einstæðrar merkingarþrungnar staðsetningar sem getur af sér framsetningar til þess að ljá merkingu sem er aðgengileg frá mismunandi líkamlegum staðsetningum. Takmarkanir á hinni fallegu og gagnlegu sjónrænu myndlíkingu Barad um bylgjuvíxlun verða engu að síður einmitt ljósar hér. Barad nýtir sér hugtak eðl- isfræðingsins Niels Bohr um búnað sem er samofinn fyrirbærunum sem hann gerir skiljanleg og mælanleg með því að taka inn sífellt fleiri þætti, einnig líkama manna sem hluta búnaðarins (Barad 2007, 143). Þetta hefur róttækar aðferða- fræðilegar afleiðingar í för með sér sem Barad hugar ekki nægilega vel að og við ætlum að skýra betur. Að mennskir líkamar séu hluti af búnaðinum merkir að horfast í augu við og taka inn í myndina ákveðna nákvæmni sem býr í reynslu og tilfinningu. Á grunni rannsókna sinna á því hvernig tilfinningar eru að verki í bakgrunni þeirrar afstöðu sem maður tekur fullyrðir Ratcliffe að „líkaminn sem finnur til er umgjörð sem mótar reynslu af heimi. Líkaminn getur leikið reynslu- hlutverk án þess að vera viðfang reynslu“ (Ratcliffe 2008, 107). Í LGH verður iðkandinn sér meðvitaður um hvernig reynslumynstrin og upp- bygging reynslunnar, sem virka hvert á annað, eru rammi sem á hljóðan hátt sem við veitum ekki eftirtekt upplýsir nálganir okkar á viðföngin. Polanyi mótaði hugtakið „undirskilin vídd“ (e. tacit dimension) þekkingar (Polanyi 1966). Í LGH lærist að taka eftir og fá aðgang að reynslu og tilfinningum sem virka á mótandi hátt í bakgrunni vitsmunalegra ferla á meðan við setjum þau fram og tengjum þau. Því meira sem við þorum að taka hið líkamlega samhengi með í þessari tilraun okkar, því meira umbreytandi mun það verða. „Ígrundandi umhyggja“ og „umbreytandi skilningur“ LGH þarf á að halda ígrundandi formum „nándar“ við viðfangsefni sem í sjálfu sér verða ekki skilin sem „viðföng“ ígrundunar, heldur fremur sem form lifandi þátttöku (Arendt 2006; Gillisen 2008; Klinke, Jónsdóttir og Þorsteinsson 2014; Jóhannesdóttir og Þorgeirsdóttir 2015). Ekki er unnt að lýsa merkingunum sem hér um ræðir óháð hinni lýsandi, hugsandi eða rannsakandi persónu. Af þessum sökum bætir LGH við hefðbundnar hugmyndir sem leggja áherslu á einhliða fjarlægð í heimspekilegri ígrundun sem hæfni til þess að hafa eitthvað í sjón- máli, til að færa það fram fyrir mann, taka mann sjálfan út úr myndinni og vera aftengdur. Með því að vinna náið með tilfinningu fyrir merkingu viðfangsefna er á þversagnakenndan hátt sköpuð ígrundandi fjarlægð við marglaga vitsmunalega ferla sem við tökum að öllu jöfnu ekki eftir. Hér virkjast gagnrýni á grundvallarstigi líkamleika okkar. Með því að ígrunda Hugur 2019-Overrides.indd 158 21-Oct-19 10:47:11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.