Hugur - 01.01.2019, Page 165

Hugur - 01.01.2019, Page 165
Hugur | 30. ár, 2019 | s. 165–182 Steinunn Hreinsdóttir Líkamleg gagnrýnin hugsun í heimspeki Luce Irigaray Luce Irigaray er einna þekktust fyrir heimspeki sína um kynjamismun (e. sexuate difference)1 en hann er grundvallarhugsun í heimspeki hennar. Að mínu mati hef- ur umfjöllun hennar um kynjamismun ekki verið skilin sem skyldi og umræðan oft snúist um það hvort Irigaray falli í (líffræðilega) eðlishyggju eða ekki. Margir fræðimenn hafa leitast við að hrekja kenninguna um eðlishyggju en þrátt fyrir það hefur þessi umræða skotið upp kollinum með reglulegu millibili og hafa fræði- menn útfært hana á mismunandi hátt með því að skeyta framan við hana ýmsum lýsingarorðum: líffræðileg, verufræðileg/frumspekileg, strategísk, raunsæisleg, pólitísk eða dýnamísk eðlishyggja.2 Hér á eftir er ætlunin að taka umræðuna inn á nýjar brautir, hverfa frá umræðunni um eðlishyggju, sem að mínu mati hefur verið of fyrirferðarmikil og má í raun rekja hana til hefðbundinnar analýtískrar tvenndarhyggju um eðlishyggju og félagsmótun. Markmiðið er að fara handan 1 Í seinni verkum, eða upp úr aldamótum, talar Irigaray um „sexuate difference“ í stað „sexual difference“ og sýnir það að mínu mati hvernig Irigaray hefur þróað hugtakið áfram í þeim skiln- ingi að hún leggur áherslu á hið staðsetta (e. situated) sjónarhorn sem er bundið kyni og ólíkum upplifunum hverju sinni. Það er í takt við það að hún snýr sér í megindráttum frá analýtískri gagnrýninni hugsun um konuna sem hið undirskipaða kyn í heimspeki og sálgreiningu, að líkam- legri gagnrýninni hugsun, að innri náttúru mannsins og að hvarfi hans til sjálfs sín (e. the return to oneself) – sem ég mun fjalla nánar um í greininni. 2 Mikið hefur verið skrifað um femíníska eðlishyggju og ekki síst í kjölfar fyrstu verka Irigaray þar sem hún var ásökuð um líffræðilega eðlishyggju og frumspekilega nauðhyggju á grundvelli verufræði (Moi, 1988; Armour, 1999). Sú umræða náði hámarki um 1980 en upp úr því töldu margir að umræðan um eðlishyggju væri loks yfirstaðin (Alison Stone, 2003). Samt sem áður hefur hún verið endurvakin og tekið á sig nýjar myndir og túlkanir. Fræðimenn hafa til að mynda leitast við að verja raunsæislega eðlishyggju (Alison Stone, 2006) og dýnamíska eðlishyggju (Virpi Lethinin, 2015). Einnig hafa fræðimenn útfært eðlishyggjuna í póltísku samhengi, sem tæki gagnrýninnar hugsunar sem og í samhengi við félagslegan konstrúktívisma ( Judith Butler) og loks í fyrirbærafræðilegum og tilvistarlegum skilningi (Maurice Merleau-Ponty) – allt í þeim tilgangi að hreyfa við kynjatvíhyggju vestrænnar menningar. Þá vogar Racel Jones sér (eins og hún orðar það sjálf ) að taka aftur upp umræðuna um verufræðilega eðlishyggju í því skyni að sýna fram á hvernig hugtak Irigaray um „sexuate difference“ miðar að því að losa konuna undan stöðu „hins“ (Racel Jones, 2011). Umfjöllun um strategíska eðlishyggju Irigaray var áberandi um 1990, en hún varðar eftirhermuaðferð Irigaray, sem ég mun fjalla um í greininni, aðferð sem að mínu mati ber vott um afbyggingu grundvallaða á líkamlegri gagnrýninni hugsun, sem fer gegn eðlishyggju. Hugur 2019-Overrides.indd 165 21-Oct-19 10:47:11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.