Hugur - 01.01.2019, Síða 170
170 Steinunn Hreinsdóttir
(fr. Speculum de l ’autre femme, e. Speculum of the Other Woman), frá 1974, endur-
túlkar Irigaray hellislíkingu Platons11, frummyndina um hið góða og sanna, sem
er að hennar mati goðsögn um uppruna lífs okkar og tilveru og jafnframt tákn um
karllæga skapara þar sem kvenleikinn er útilokaður sem og hinn móðurlegi upp-
runi. Hún telur að klofningur eigi sér stað milli skynheims og líkamleika annars
vegar (hellirinn) og sannleika hugtaka hins vegar (ljós andans utan hellisins),
sem grundvallist á tvíhyggju líkama og sálar, efnis og anda.12 Irigaray kvengerir
hellinn í því skyni að endurlífga skynheim og líkamleika; hún túlkar hellinn og
hellisopið sem myndhverfingu fyrir móðurlíf og færir rök fyrir því að líkamanum
og hinu kvenlæga, móðurlega hefur verið hafnað í heimspekilegri hefð þar sem
hinn efnislegi og jarðneski líkami er óæðri hinum andlega og sanna veruleika.
Í túlkun sinni dregur hún fram hið jaðarsetta og bælda í því skyni að afbyggja
tvíhyggjuna um konu og karl, efni og anda. Hellirinn skírskotar til uppruna okkar
í kvenlíkama, í móðurlífi eða til veruleikans sem við búum í áður en við fæðumst
inn í heim þekkingar og sannleika. Túlkunin er dæmi um hvernig Irigaray opnar
heimspekitexta í krafti reynsluhugsunar, sem útheimtir líkamlega og tilfinninga-
lega hugsun og kynstöðu. Með því að sækja í reynsluna, rýna í skuggann, myrkrið
og órökvísina, rannsakar hún myndhverfingar í ljósi þess sem er undirskilið og
bendir á hvernig hið vitsmunalega hefur frá örófi alda bælt líkama og tilfinningar.
Þá gagnrýnir hún í Skuggsjá hinnar konunnar sálgreiningu Freuds og Lacans fyrir
karlmiðlægni, eða reðurrökmiðjuhugsun (e. phallogo centrism), þ.e. hugmynd um
fallosinn sem drottnunartákn í tungumálinu og sem viðmið alls. Hugtakið kemur
upphaflega frá Derrida og svipar til hugmyndar Irigaray um hagfræði hins sama,
þ.e. einkynjaða orðræðu. Líkami konunnar er samkvæmt Freud afgreiddur sem
skortur og vöntun, sem leiðir af sér reðuröfund og móðursýki, en skorturinn vísar
í kyn konunnar sem ófullkomið.
Irigaray beitir óspart myndhverfingum í þeim tilgangi að opna tungumálið og
koma kvenleikanum að. Til að mynda fer hún til móts við nokkra áhrifamikla
heimspekinga í opinni samræðu um tvíhyggju kynjanna. Í Ástkonu hafsins (fr. Am-
ante marine, e. Marine Lover), frá 1991, rís úthafsgyðjan upp úr djúpi hafsins sem
ástkona Nietzsches. Hafið er óaðskiljanlegur hluti af hinni fornu fjórskiptingu
frumefna í jörð, vatn, loft og eld. Hafið táknar hið fljótandi kvenlega, hið lifandi
hold sem þráir að fá hlutdeild í orðræðunni. Úthafsgyðjan getur ekki verið án hins,
án gagnvirkra tengsla við hið óræða – ekki frekar en eitt frumefni getur verið án
hinna. Þá minnir Irigaray okkur á að uppruni mannsins er í vatni, í líkama móð-
ur. Hún ítrekar jafnframt að þegar við bælum kvenleikann og líkamleikann þá
verður orðræðan að brotinni skel, full af storknuðu hrauni, eins og hún orðar það
í Marine Lover13, sem rúmar ekki hreyfinguna, hin dýnamísku tengsl við hinn.
Þá þykist hún vita að hún geti auðveldlega tælt Nietzsche, því hún þekkir skrif
hans um smánara líkamans; Zaraþústra mælir í Svo mælti Zaraþústra: „Líkami
11 Irigaray 1985a: 243.
12 Irigaray 1985a: 339.
13 Irigaray 1991: 54.
Hugur 2019-Overrides.indd 170 21-Oct-19 10:47:12