Hugur - 01.01.2019, Síða 173

Hugur - 01.01.2019, Síða 173
 Líkamleg gagnrýnin hugsun í heimspeki Luce Irigaray 173 bundnu sjálfsveru. Um leið afbyggir hún rótgrónar hugmyndir um hið kvenlega sem hafa fest sig í sessi í vestrænni heimspeki og sálgreiningu. Afbyggingunni svipar til hugmyndar Derrida um afbyggingu24 að því leyti að merkingin er í stöð- ugri framvindu fyrir tilstilli mismunar sem sýnir sig í táknkerfinu.25 Samkvæmt mismunarhugsun Derrida skilur orðið eftir sig spor og bendir á það sem ekki er; merkingin býr því ekki aðeins í tákninu, heldur einnig í öllu því sem það er ekki, þ.e. öllu því sem er utan táknsins. Þá hlýðir mismunurinn ekki (eingöngu) lögmáli rökfræðinnar; heldur miðar hann að því að gefa merkingunni meira rými og losa um svokallaða miðjaða (rök)hugsun.26 Með sama hætti er afbyggingin hjá Irigaray ekki (eingöngu) bundin við orðræðuna og hið rökhugsaða; mismunurinn í táknkerfinu á sér dýpri rætur, þ.e. hann varðar ekki aðeins samsemdir í eilífum leik tákna sem verða að röklegri sannleiksmiðju, heldur nær hann til líkamleika og skyns sem fer á undan skilningi (e. perception) og hugtakabundinni þekkingu. Irigaray tekur þannig afbygginguna að mínu mati skrefi lengra en Derrida og það gerir hún með því að taka líkama, upplifun og reynslu með í reikninginn. Hin tilfinningalegu áhrif sem myndast milli tveggja, í spili sporsins, táknsins, felur í sér foryrðanlegar og óröklegar víddir sem rúma hvorki kerfishugsun né „annaðhvort-eða“ hugsun. Hún rúmar ófyrirsjáanlega dýnamík, sundurgreiningu, togstreitu og ósamhverf sjónarmið reynslu. Með líkamlegri gagnrýninni hugsun leitast Irigaray við að opna stöðluð rökkerfi um kynjamismun, þaulhugsað sam- hengi tvíhugsunar og yfirbreiðslu. Irigaray storkar hinu karlmiðaða á grundvelli reynslu og grefur upp hið bælda kvenlæga í ríkjandi hugmyndafræði vestrænn- ar menningar. Afhjúpunin felst í að skoða blinda bletti, hið dulda og bælda í heimspekilegum textum og hugtökum, eða allt sem hefur skotist undan og slegið sér á frest. Það sem knýr afbygginguna áfram er krafa um staðsett sjónarhorn kvenleikans í táknkerfinu, raunverulegt sjónarhorn (ekki algilt, tilbúið), en leiðin liggur í gegnum líkamann. Mismunarhugsun Irigaray grundvallast á raunveru- legum tengslum tveggja sem gerir veruleikanum kleift að birtast á ný í óþekktri framvindu. Í skynjuninni geta kynin mæst á nýjan leik í mismuninum, í undrinu, í kærleikanum og þróast í átt að menningu samveruleika sem grundvallast á, eins og Irigaray orðar það í The Way of Love, „[…] samtali mismunar, samtali vitundar um líf hér og nú í eiginlegri og tilfinningalegri merkingu […]“27, sem gerir okkur kleift að finna fyrir hinu aðstæðubundna samhengi hlutanna. Afbyggingu Irigaray á hlutlægni má einnig skilja í ljósi hugmynda um ný- efnis hyggju (e. new materialism) með hliðsjón af hugmyndum Karen Barad28 sem 24 Derrida 1985. 25 Afbyggingin hjá Derrida, sem er einn helsti upphafsmaður afbyggingar, er grundvölluð á hugtaki hans um mismun (fr. différance) en hugtakið hefur verið þýtt á íslensku sem skilafrestur sem þýðir að greinarmunur og frestun á sér stað í tíma og rúmi (Vísindavefurinn: Hver var Jacques Derrida og hvert var framlag hans til heimspekinnar?). Mismunarhugsun Derrida kveður á um að allt verði til af mismun sem þýðir að táknin eru aldrei fyllilega gegnsæ og skilja eftir sig spor, ummerki. Afbyggingin veldur þannig tilfærslu tiltekinna rökmiðja og hugmynda sem hafa fest sig í sessi. Mismunurinn vísar í flæði tímans, framleiðslu mismunar og uppsprettu ólíkra túlkana. 26 Derrida 1985: 1–5. 27 Irigaray 2002: vii–xx 28 Barad 2007. Hugur 2019-Overrides.indd 173 21-Oct-19 10:47:12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.