Hugur - 01.01.2019, Síða 175
Líkamleg gagnrýnin hugsun í heimspeki Luce Irigaray 175
samræmist ekki reynslunni. Eftirhermuferlið er mikilvægt og felst í að endurtaka
viðteknar hugmyndir á óhefðbundinn hátt og sýna fram á hið spaugilega og fá-
ránlega í orðræðunni. Endurtekningin umbreytir hinu yrta og verður upptaktur
að nýrri merkingu og afbygging á sér stað. Að baki liggur sú staðreynd að það
er ekki svo auðvelt að skipta út merkingu hugtaka og við strokum þau heldur
ekki svo glatt út. Eftirhermuaðferð Irigaray er hins vegar vel til þess fallin að
draga úr merkingu niðurnjörvaðra hugtaka, opna hugtök í því skyni að rífa niður
aldagamlar hugmyndir um andstæður kynjanna og skapa svigrúm fyrir sköpun
sjálfsveruleika á eigin forsendum. Judith Butler hefur gagnrýnt eftirhermu-
aðferð Irigaray fyrir að vera „aftur á bak“ (e. reverse) orðræða32 í þeim skilningi
að Irigaray endurtaki og viðhaldi orðræðu kúgarans. Irigaray útskýrir hins vegar
að með því að gera ráð fyrir hinu kvenlega undirokaða í feðraveldinu sé hægt að
herma ýmislegt upp á það, þ.e. smám saman afbyggja stöðluð sjónarhorn um hið
undirokaða og sýna fram á að þau séu tilbúningur.33
Eftirhermunin sem kynstöðuleg tjáning (e. expression) er að mínu mati hreyf-
ing frá rökmiðjuhugsun til líkamlegrar gagnrýnnar tjáningar. Hún er eftiröpun
á stöðluðum hugmyndum og goðsögnum í því skyni að umbreyta merkingar-
mynstrum í tungumálinu og samlaga líkamleikann orðræðunni. Hinn skáldlegi
stíll er til þess gerður að hleypa nýju lífi í myndhverfingar og fletta ofan af hug-
myndinni um hlutleysi tungumálsins. Lesandinn dregst með í hið opna samtals-
form og fær að ígrunda á eigin forsendum. Irigaray hvetur okkur til þess að túlka
á ferskan hátt, „hlusta öðruvísi“34, beina athyglinni inn á við og máta textann við
reynsluna, en Irigaray telur að handan orðræðunnar sé að finna kynreynslubund-
ið sjálf, tengt djúpri vitund um líkamleika sem rót þekkingar. Eftirhermuaðferð
hennar er umfram allt afhjúpandi aðferð sem opnar fyrir sköpun sjálfsveruleika
og umbreytingu, aðferð sem rýfur þögnina og ljóstrar upp hinu bælda, íbúandi og
undirskilda.
Heimspeki um hið undirskilda
Til að glöggva okkur betur á þeirri gagnrýnu hugsun sem býr í líkamanum og
hugmyndum Irigaray um kynjamismun er gagnlegt að sækja í heimspeki Eugenes
T. Gendlin um hið undirskilda (e. the implicit),35 það sem liggur að baki því sem
sagt er. Samkvæmt Gendlin er skynjuð merking, þ.e. tilfinning fyrir merkingu í
öllu sem við gerum og segjum, eins konar bakgrunnur vitsmunalegrar þekkingar.
Hér á Gendlin við óorðaðar margslungnar hugsanir sem erfitt er að koma orðum
að og eru óyrtar forsendur aðstæðna. Í hverri málgjörð dylst eitthvað sem orðin
ná ekki utan um. Það liggur alltaf eitthvað að baki orðunum, ýmislegt sem gefur
stöðugt eitthvað til kynna, lætur að einhverju liggja, sem gefur tilefni til nýrrar
merkingar og sköpunar. Merkingin er þannig tvöföld í eðli sínu og verður til
32 Butler 1990: 19.
33 Irigaray 1985b: 76.
34 Irigaray 1985b: 111.
35 Gendlin 2017.
Hugur 2019-Overrides.indd 175 21-Oct-19 10:47:12