Hugur - 01.01.2019, Síða 175

Hugur - 01.01.2019, Síða 175
 Líkamleg gagnrýnin hugsun í heimspeki Luce Irigaray 175 samræmist ekki reynslunni. Eftirhermuferlið er mikilvægt og felst í að endurtaka viðteknar hugmyndir á óhefðbundinn hátt og sýna fram á hið spaugilega og fá- ránlega í orðræðunni. Endurtekningin umbreytir hinu yrta og verður upptaktur að nýrri merkingu og afbygging á sér stað. Að baki liggur sú staðreynd að það er ekki svo auðvelt að skipta út merkingu hugtaka og við strokum þau heldur ekki svo glatt út. Eftirhermuaðferð Irigaray er hins vegar vel til þess fallin að draga úr merkingu niðurnjörvaðra hugtaka, opna hugtök í því skyni að rífa niður aldagamlar hugmyndir um andstæður kynjanna og skapa svigrúm fyrir sköpun sjálfsveruleika á eigin forsendum. Judith Butler hefur gagnrýnt eftirhermu- aðferð Irigaray fyrir að vera „aftur á bak“ (e. reverse) orðræða32 í þeim skilningi að Irigaray endurtaki og viðhaldi orðræðu kúgarans. Irigaray útskýrir hins vegar að með því að gera ráð fyrir hinu kvenlega undirokaða í feðraveldinu sé hægt að herma ýmislegt upp á það, þ.e. smám saman afbyggja stöðluð sjónarhorn um hið undirokaða og sýna fram á að þau séu tilbúningur.33 Eftirhermunin sem kynstöðuleg tjáning (e. expression) er að mínu mati hreyf- ing frá rökmiðjuhugsun til líkamlegrar gagnrýnnar tjáningar. Hún er eftiröpun á stöðluðum hugmyndum og goðsögnum í því skyni að umbreyta merkingar- mynstrum í tungumálinu og samlaga líkamleikann orðræðunni. Hinn skáldlegi stíll er til þess gerður að hleypa nýju lífi í myndhverfingar og fletta ofan af hug- myndinni um hlutleysi tungumálsins. Lesandinn dregst með í hið opna samtals- form og fær að ígrunda á eigin forsendum. Irigaray hvetur okkur til þess að túlka á ferskan hátt, „hlusta öðruvísi“34, beina athyglinni inn á við og máta textann við reynsluna, en Irigaray telur að handan orðræðunnar sé að finna kynreynslubund- ið sjálf, tengt djúpri vitund um líkamleika sem rót þekkingar. Eftirhermuaðferð hennar er umfram allt afhjúpandi aðferð sem opnar fyrir sköpun sjálfsveruleika og umbreytingu, aðferð sem rýfur þögnina og ljóstrar upp hinu bælda, íbúandi og undirskilda. Heimspeki um hið undirskilda Til að glöggva okkur betur á þeirri gagnrýnu hugsun sem býr í líkamanum og hugmyndum Irigaray um kynjamismun er gagnlegt að sækja í heimspeki Eugenes T. Gendlin um hið undirskilda (e. the implicit),35 það sem liggur að baki því sem sagt er. Samkvæmt Gendlin er skynjuð merking, þ.e. tilfinning fyrir merkingu í öllu sem við gerum og segjum, eins konar bakgrunnur vitsmunalegrar þekkingar. Hér á Gendlin við óorðaðar margslungnar hugsanir sem erfitt er að koma orðum að og eru óyrtar forsendur aðstæðna. Í hverri málgjörð dylst eitthvað sem orðin ná ekki utan um. Það liggur alltaf eitthvað að baki orðunum, ýmislegt sem gefur stöðugt eitthvað til kynna, lætur að einhverju liggja, sem gefur tilefni til nýrrar merkingar og sköpunar. Merkingin er þannig tvöföld í eðli sínu og verður til 32 Butler 1990: 19. 33 Irigaray 1985b: 76. 34 Irigaray 1985b: 111. 35 Gendlin 2017. Hugur 2019-Overrides.indd 175 21-Oct-19 10:47:12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.