Hugur - 01.01.2019, Qupperneq 183
Ásta. Categories We Live By. The Construct-
ion of Sex, Gender, Race, and Other Social
Categories. Oxford University Press, 2018,
160 bls.
Útkoma bókar Ástu, Categories We Live
By, sem hún sjálf hefur íslenskað sem
Dilkadrætti, er viðburður í alþjóðlegu
fræðasamhengi bókarinnar. Ásta er pró-
fessor í heimspeki við San Francisco
State-háskóla þar sem hún hefur kennt
og rannsakað í næstum hálfan annan ára-
tug, en þar áður var hún í doktorsnámi
við Harvard-háskóla og síðar við MIT,
þar sem hún skrifaði doktorsritgerð und-
ir handleiðslu Sally Haslanger sem er
einn helsti heimspekingur sinnar kyn-
slóðar í Bandaríkjunum. Ásta hefur þrátt
fyrir annasaman feril sinnt íslenskri
heimspeki vel og lagt mikið af mörkum
til þess að tengja íslenska femíníska
heimspeki við umheiminn. Við femínist-
arnir í heimspeki hérlendis höfum í sam-
starfi við Ástu haldið tvö alþjóðleg þing
um femíníska heimspeki, Has Feminism
Changed Philosophy? (2012) og Feminist
Utopias: Transforming the Present of
Philosophy (2017). Það er ekki síst fyrir
tilstilli þess góða álits og trausts sem Ásta
nýtur alþjóðlega sem okkur hefur tekist
að fá marga nafntogaða heimspekinga á
sviðinu til að koma hingað, sem hefur
síðan gert að verkum að þetta hafa orðið
fjölsótt og alþjóðlega eftirtektarverð þing
sem hafa komið femínískri heimspeki á
Íslandi á kortið. Enda erum við allar
þeirrar skoðunar að Ísland eigi að vera
góð staðsetning fyrir femíníska heim-
speki vegna þess að kynjajafnrétti er ríkur
þáttur í sjálfsmynd okkar. Heimspekilega
snýst femínísk heimspeki um svo miklu
meira en bara jafnrétti í pólitískum skiln-
ingi eins og bók Ástu sýnir, sem og
greinasafn um femíníska heimspeki sem
hún ritstýrir og verður gefið út af Oxford
University Press á þessu ári. Bókin Dilka-
drættir snýst um mennskuna sjálfa, um
hvernig við drögum okkur sjálf og aðra í
dilka hópa og fólksgerða, og hvað það
hefur í för með sér í góðu sem slæmu, í
heftandi tilliti, í forréttindatilliti eða í efl-
andi skilningi. Í þeim tilgangi setur Ásta
fram eigin kenningu sem hún kallar
veitingakenningu sem er um frumspeki
félagslegra flokka fólks.
Veitingakenningin
Veitingakenning Ástu fjallar um hvernig
sumir eiginleikar eru veittir (e. conferred)
eða þeim er varpað á tiltekna hópa. Veitt-
ir eiginleikar hvíla á grunneiginleikum (e.
base properties) sem virka oft sem sam-
nefnarar fyrir hópa undir merkjum kyns,
kynþáttar, kynhneigðar, trúarskoðunar,
fötlunar, o.s.frv. Veitingakenningin lýsir
því hvernig eiginleikar gefa fólki eða
hópum tiltekna samfélagslega stöðu eða
merkingu fyrir stofnanalega eða samfé-
lagslega veitingu (út frá skynjun fólks eða
viðteknum hugmyndum um viðkomandi
fólk eða hópa).
Ritdómar
Að draga fólk í dilka
Hugur 2019-Overrides.indd 183 21-Oct-19 10:47:12