Hugur - 01.01.2019, Page 186

Hugur - 01.01.2019, Page 186
186 Hugur | Ritdómar gerum ráð fyrir að það sé leitt af kyngerv- ishugmynd, þá skiljist ekki hinn einstaki raunveruleiki svona ofbeldis í öllum sín- um margbreytileika. Einni ástæðu fyrir þessari takmörkun kenningar Butler er lýst á knappan og hnitmiðaðan hátt með því hvernig Ásta varpar ljósi á forsendur og forsögu butlersku kenningarinnar í heimspeki Kants og í heimspeki Hegels. Hugtök eins og kyn eru regluvæðandi hugsjónir vegna þess að það er maðurinn sem skapar heiminn með þekkingu sinni. Og hugtök sem draga okkur í dilka eru jafnframt samfélagsgerð eða mannasetn- ingar eins og heimspeki Hegels lýsir svo ríkulega. En Ástu er sem frumspekingi umhugað um að halda í raunveruna og smætta ekki allt niður á samfélagið og tungumálið. Þessi gagnrýni er svo sannarlega rétt- mæt og má eiginlega bara segja Butler til varnar að frelsunarásetningur hennar, viðleitni hennar til að losa fólk og hópa við að vera dregnir í dilka, sé svo sterk- ur að hún gefi ekki nægilegan gaum að efnislegum skorðum líkamleikans. Frelsunarásetningur Ástu er engu veikari vegna þess að veitingakenningin er ná- kvæmara verkfæri en kenning Butler til að hrekja aflóga hugmyndir um hvernig fólk og hópar eru dregnir í dilka. Ekki einasta sýnir hún fram á hvernig það þurfi ekki einu sinni grunneiginleika til þess að einhver sé dreginn í tiltekinn dilk félagsgerðar, heldur sýnir Ásta einnig, með fulltingi Anne Fausto-Sterling, fram á hvernig margt af því sem við teljum náttúrulegt við líffræðilegt kyn er í raun félagslegt. Hún hafnar því enn fremur eins og áður sagði að binda hugtakið kvenkyn við líffræði þess að ganga með og ala barn. Það þurfi m.ö.o. ekki „kven- kyn“ sem auðkenningu til þess að ganga með og ala barn. Það er alveg rétt nú á tímum fjölþættingar kynjanna. Það er hins vegar eitt sem fær mig til að staldra við hér og grennslast frekar um. Ásta gagnrýnir Butler réttilega fyrir þá túlkun sína á kenningu Beauvoir að líffræðilegt kyn sé gefin eða þögul undirstaða sem kyngervi sé leitt af. Ekki einasta er þetta rangtúlkun á fyrirbærafræðilegri grein- ingu Beauvoir á kynjamismun, heldur útilokar Butler drjúga þætti efnisleika líffræði kyns út úr kenningu sinni með einhliða áherslu sinni á hvernig hið nátt- úrulega sé sögulega og menningarlega mótað. Kenning hennar býður þess vegna ekki upp á rými fyrir þann raunveruleika kynsins sem flýgur undir radar menn- ingarlegra og mállegra skilgreininga. Ásta ætlar sér hins vegar gagngert að virða skorðurnar sem náttúran setur okk- ur og gera ráð fyrir þessum raunveruleika undir radarnum og sættir sig ekki við að kynið sé þaggað að því leyti sem ekki er hægt að skýra það sem félagsmótun eða sem kyngervissviðsetningu. Hin fyrirbærafræðilega greining Beau- voir er hér á öðrum slóðum en kenning Butler. Kynið að því leyti sem það er náttúrulegt er ekki bara þögul, óvirk undirstaða heldur lifandi virkni. Sterkar félagsmótunarkenningar um kyn og kyngervi eru enn fastar í aðgreiningu hins óvirka og virka að því leyti sem þær gera ráð fyrir að það sem verður ekki sagt sé bara þögul undirstaða. Ásta vill einmitt hefja sig upp yfir þessa tvígrein- ingu og hún lítur svo á að aðgreining kyns og kyngervis sé hvorki fullkomin né lífsnauðsynleg. Maður losnar ekki við raunveruleika með því að segja að það sem auðkenningin nær ekki til sé bara óvirkt. Ásta gerir sér grein fyrir því enda eru það orðin og dilkarnir sem hún á í gagnrýnu sambandi við en ekki við raun- veruleikann sjálfan í öllum sínum marg- breytileika og óreiðu. Hér hefði Beauvoir, sem einnig er óbundin af hinni félagsvís- indalegu aðgreiningu kyns og kyngervis, verið góður leiðarvísir til að hugsa sig út úr þessari þögn um hið náttúrulega og virkni þess. Fyrir Beauvoir er það sem við köllum kyn eða kyngervi ekki bara auð- kenning sem er okkur veitt og ekki bara Hugur 2019-Overrides.indd 186 21-Oct-19 10:47:13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.