Hugur - 01.01.2019, Side 187

Hugur - 01.01.2019, Side 187
 Að draga fólk í dilka 187 reynsla af því að hafa verið veitt þessi auðkenning og fleiri til. Þótt það séu ýmsir stílar sameiginlegir kyni, kyngervi eða öðrum fólksgerðarskilgreiningum er reynsla af þeim engu að síður ævinlega einstaklingsbundin. Veittar auðkenn- ingar þrengja mismikið að okkur, því við upplifum þær ólíkt. Vegna þess að Beauvoir var ekki bundin aðgreiningu kyns og kyngervis í anda félagsvísinda- legra mótunarkenninga sá hún heldur ekki hyldýpisgjá milli kyns og kyngervis. Í hennar fyrirbærafræðilega hugarheimi er þetta tvennt samofið. Þó svo að auð- kenningar móti reynslu, þá er reynsla einnig inntak fyrir upplifun af auðkenn- ingu. Sumir „ganga“ eða „smjúga“1 (e. pass) auðveldlegar sem tiltekið kyn jafn- framt því sem við birtum sama kynferði með ólíkum hætti. Eitt eru hugtökin sem draga okkur í dilka, hitt er reynslan. Þessi áhersla á nauðsyn þess að taka upplifun og reynslu einstaklings af kynverund alvarlega birtist sterklega í nýsamþykkt- um lögum um kynrænt sjálfræði.2 Í lög- unum er kveðið á um rétt einstaklinga til að breyta kynskráningu í samræmi við eigin upplifun og án þess að þurfa að sæta þar um skilyrðum. Þessi upplifun er það sem Linda Alcoff, sem Ásta vitnar í, kall- ar í anda fyrirbærafræði „lifaða sjálfsveru“ (e. lived subjectivity) okkar. Vissulega eru lifaðar sjálfsverur og auðkenningar flétt- aðar saman, en það má samt ekki líta svo á að kyn sé þögul óvirkni og kyngervið virkni. Ásta er sér meðvituð um þetta, því hún skrifar að lifuð sjálfsvera geti verið reynsla sem opinber auðkenning nær ekki utan um (Categories We Live By, 82). Heimspekilegar rannsóknir á meðgöngu, á hinni barnshafandi sjálfsveru, hafa hrist upp í svona hefðbundinni aðgreiningu á sjálfinu.3 Aristóteles leit svo á að kona léði getnaði hið óvirka efni og væri hýsill fyrir fóstrið og það eimir eftir af þessari aðgreiningu í t.d. viðhorfi Butler til kynsins í heimspeki Beauvoir samkvæmt túlkun Ástu. Hin barnshafandi sjálfsvera rústar þessari aðgreiningu, eins og sjá má í skrifum Beauvoir um meðgöngu í Hinu kyninu. Þegar við erum barnshaf- andi, þá er önnur virkni með eigin ætl- un sem virkar á okkar virkni og öfugt. Fæðing er eitt besta dæmið um hvernig aðgreining á virkni sem sjálfráða athöfn og óvirkni sem ósjálfráða athöfn riðlast. Því í fæðingunni erum við ofurseld hinu (barninu sem vill út) en um leið verðum við að rembast við af eigin kröftum til að koma því út. Ég nefni þetta dæmi til þess að bæta kjöti við á beinin sem Ásta lætur okkur hafa með viðurkenningu sinni á raunveruleika hins náttúrulega. Við þurf- um að hennar mati kenningu sem skýrir félagsmótun kyns og tekur jafnframt mið af því hvernig náttúran (gegnum líkamann) er einnig skilyrðandi þáttur í mótun (Categories We Live By, 72). Hún sýnir hvað félagslegar hugtakakvíar eru og að hvaða leyti hið náttúrulega í okkur er félagslegt, en henni tekst ekki nægilega vel að gera grein fyrir þessu náttúrulega að því leyti sem hið félags- lega hefur enn ekki náð taki á því. Hér hefði Beauvoir hjálpað, það er að nýta fyrirbærafræðilegar forsendur greininga hennar á kynjamismun sem Ásta metur að verðleikum til að bæta upp vanmat Butler á líkamanum. Samkvæmt þeim er líkaminn ekki bara tengdur umhverfi/ samfélagi gegnum ytri skilyrðingar og orsakir heldur einnig gegnum innri tengsl tjáningar. Líkaminn er ævinlega samofinn því sem hann mætir, hvort sem það eru hlutir eða aðrar sjálfsverur eins og Beauvoir ræddi með vísun til heim- speki Merleau-Pontys um líkama og líkamleika.4 Það þarf heldur ekki alltaf að sækja vatnið yfir lækinn, því bandarísk heimspeki á ríka og merka heimspeki um reynslu, upplifun og fagurferðilega skynj- un í pragmatisma. Í kenningum Johns Dewey er gerð grein fyrir fagurferði5 skynjunar og reynslu sem getu mannsins til að ljá hugtökum merkingu og til að upplifa merkingu sem hugtök hafa á eig- Hugur 2019-Overrides.indd 187 21-Oct-19 10:47:13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.