Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 188
188 Hugur | Ritdómar
in skinni. Í umfjöllun sinni byggir Ásta að
nokkru leyti á kenningum heimspekinga
á borð við John Searle um félagsgerðir og
félagsmótun, en slíkar kenningar eru til
marks um þá hefð bandarískrar heim-
speki sem hefur slitið tengsl við prag-
matísku hefðina með því að einskorða
merkingu við hugtök og yrðingar.6 Það
er sterkur pragmatískur þáttur í veitinga-
kenningu Ástu, því hún býður einmitt
upp á svo mikla næmni fyrir því hvernig
hugtök, auðkenningar og merkingar,
marka fólk og geta meitt það. Með því
að viðhalda áráttu til að skipta fólki í
einungis tvö aðskiljanleg kyn hefur t.d.
verið iðkað að „leiðrétta“ kyn fólks sem
fæðist utan þessarar tvískiptingar með
skurðaðgerðum. Upplifun og reynsla af
því hvernig dilkadrættir þrengja að og
þvinga okkur leiðir til viðnáms og and-
ófs gegn þeim. Dæmi um þetta eru ekki
einasta vaxandi höfnun intersex-fólks
(sem er 1,7% fólks) á „kynleiðréttingarað-
gerðum“. Einnig má nefna íþróttaafrek
fatlaðra sem hafa afmáð ýmsa smánar-
bletti sem hafa verið tengdir fötlun, fyrir-
sætustörf fólks með Downs-heilkenni
sem hafa rýmkað útlitsstaðla eða beiðni
Sigurðar Hlyns Snæbjörnssonar, bónda á
Öndólfsstöðum í Reykjadal, um að fá að
breyta fornafni sínu í Þjóðskrá í Sigríður
eftir ömmu hans heitinni. Ásta, sem sjálf
sleppir föðurnafninu í höfundarnafni
bókarinnar, vonar að þegar fram í sækir
getum við losnað við félagsgerðarauð-
kenningar eins og kyn, kynþátt, fötlun og
hvaðeina. Meðan við notumst við þessar
auðkenningar eru þær engu að síður í
senn háðar félagslegum skilyrðingum og
mætti okkar til að umbreyta merkingu
þeirra og verjast dilkadráttum.
Sigríður Þorgeirsdóttir
1 Eins og Eyja Margrét Brynjarsdóttir hefur
þýtt „passing“.
2 Sjá https://www.althingi.is/altext/149/s/1866.
html
3 Sjá t.d. Jonna Bornemark og Nicholas Smith
(ritstj.), Phenomenology of Pregnancy, Söder-
törn Philosophical Studies 18, Stockholm:
Elanders, 2016.
4 Sjá Sara Heinämaa, „What Is a Woman?
Butler and Beauvoir on the Foundations of
the Sexual Difference“, Hypatia 12: 1 (1997),
26.
5 „Fagurferði“ er þýðing Guðbjargar R. Jó-
hannesdóttur á „aesthetic“ en hugtakið ein-
skorðast ekki við listræna skynjun, heldur
vísar til skynjunar almennt.
6 Sjá Mark Johnson, The Meaning of the Body.
Aesthetics of Human Understanding. Chicago:
The University of Chicago Press, 2007, x.
Megum við allra náðarsamlegast biðja um einn
frjálshyggjulausan dag í viku?
Stefán Snævarr: Bókasafnið. Skrudda,
Reykjavík, 2017. 466 bls.
Í hugmyndasögunni eru nokkrir hugsuð-
ir sem nálgast heimspekiiðkun á annan
hátt en aðrir, bæði hvað form og aðferð
varðar.
Heimspeki hefur í áranna rás að mestu
verið iðkuð innan akademíunnar og
smám saman hefur myndast regluverk
um fræðilega framsetningu heimspeki-
legrar hugsunar. Út frá slíku regluverki
eru ritgerðir dæmdar og ákvarðanir um
akademískar nafnbætur teknar. Sem
dæmi yrði óreiðukennt og flókið verk
eins og Fyrirbærafræði skynjunarinnar
eftir Merleau-Ponty aldrei tekið gilt sem
framlag til doktorsnafnbótar, einfald-
lega vegna þess að framsetning verks-
ins lýtur ekki reglum hins viðurkennda
akademíska kerfis. Önnur slík dæmi eru
heimspekilegir þankar sem færðir hafa
verið í búning fagurbókmenntanna. Þar
Hugur 2019-Overrides.indd 188 21-Oct-19 10:47:13