Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 194
Hugur 31/2020 – kallað eftir efni
Hugur, tímarit um heimspeki lýsir eftir efni í 31. árgang, 2020. Þema Hugar 2020
verður „Hinsegin heimspeki“.
Síðustu misseri hafa hinsegin fræði haft mikil áhrif á hugvísindi á Íslandi og
mikill áhugi verið á greiningu þeim anda. Hvað er hins vegar hinsegin heimspeki?
Hvernig birtast hin ýmsu heimspekilegu vandamál út frá hinsegin hugmyndum?
Til dæmis frumspekilegar hugmyndir um samsemd og annarleika eða stjórnspeki-
legar hugmyndir um sáttmálakenningar? Skilgreiningar á hinsegin (e. queer) komu
upp á seinni hluta 20. aldar með þeirri baráttu hinsegin fólks að endurskilgreina
hugtök sem notuð höfðu verið á niðrandi hátt. Á sama tíma var mikilvægt stef í
þessari baráttu að afbyggja niðurnjörvaða flokkanir, til dæmis hvað varðar kynvit-
und.
Eftirfarandi spurningar geta nýst sem hugmyndaspretta fyrir þemað en listinn
er ekki tæmandi:
• Hvaða hugtök koma fram með hinsegin heimspeki og hvernig tengjast þau? Til
dæmis hugtök á borð við kynvitund, kyn, kyngervi, þrá, hið gagnkynhneigða
forræði, hinsegin tíma?
• Hvernig er hægt að skoða hugmyndir um hinsegin sem hluta af hugmynda-
sögunni? Hvernig er hægt að endurskilgreina heimspekisöguna í anda hinsegin
heimspeki?
• Hvaða þýðingu hefur það að skjöna (e. queer) hugtök og hugtakaramma? Að
valda usla á sviði hugmyndanna?
• Hvernig hafa jaðarsettir hópar nýtt sér hinsegin aktívisma, t.d. við að endurskil-
greina niðrandi heiti á borð við kryppling (e. crip) í fötlunaraktívisma?
• Hvernig tvinnast hin ólíku félagsmótunarkerfi saman sem eru til gagnrýnnar
skoðunar innan hinsegin fræða? Kerfi á borð við hið gagnkynhneigða forræði,
heimsvaldsstefnu, kapítalisma og feðraveldi
Efni 31. árgangs afmarkast ekki við þemað. Greinar og þýðingar um margvísleg
heimspekileg efni eru velkomnar. Allar frumsamdar greinar sem birtast í Hug, hvort
sem þær eru utan eða innan þema, fara í gegnum nafnlausa ritrýni og ákvarðanir
um birtingu eru teknar á grundvelli hennar. Viðmiðunarlengd greina er 8000 orð
að hámarki. Höfundar eru hvattir til að kynna sér leiðbeiningar um frágang sem
finna má á Heimspekivefnum (mappa undir fyrirsögninni FÁH/Hugur).
Hugur birtir einnig ritdóma um nýlega útkomnar bækur um heimspeki á ís-
lensku. Hámarksorðafjöldi bókadóma er 2000 orð, en viðmiðunarlengd er 1500 orð.
Þá birtir Hugur einnig þýðingar á erlendum verkum, svo sem greinum og bókar-
köflum. Þau sem hafa hug á að þýða efni fyrir Hug eru beðin um að hafa samband
fyrirfram við ritstjóra.
Skilafrestur efnis fyrir Hug 2020 er 15. janúar 2020. Efni skal senda til ritstjóra,
Nönnu Hlínar Halldórsdóttur, nannahlin@gmail.com. Þangað má einnig senda
fyrirspurnir um hvaðeina sem snýr að Hug 2020.
Hugur 2019-Overrides.indd 194 21-Oct-19 10:47:13