Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 15

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 15
Litli-Bergþór 15 Í síðasta tölublaði Litla Bergþórs var sagt frá Sumar- liða Grímssyni (1883-1931). Ég kann eina smásögu af hagmælsku Sumarliða, sem gaman er að halda til haga því líklega er hún ekki þekkt víða. Söguna sagði mér Karl Jónsson tengdafaðir minn, sem bjó í Gýgjarhólskoti. Sumarliði var um tíma vinnumaður á Torfastöðum hjá séra Eiríki Stefánssyni. Meðal starfa hans þar var að fylgja séra Eiríki yfir Tungufljótið þegar hann messaði í Bræðratungu, því presti var illa við að fara einn yfir Enn af Sumarliða Grímssyni Fljótið, sérstaklega þegar skuggsýnt var. Einhverju sinni í skammdeginu er boðað til messu í Bræðratungu og fylgdi Sumarliði presti austur yfir Fljótið, en fór svo aftur heim að Torfastöðum til starfa sinna og áætluðu þeir þann tíma sem þeir skyldu hittast aftur við vaðið. Eitthvað varð Sumarliði seinn fyrir og degi tekið að halla þegar hann kemur að Fljótinu. Séra Eiríkur var þá búinn að bíða stundarkorn og orðinn óþolinmóður, enda ætlaði hann að messa seinna sama dag á Torfastöðum. Þegar þeir hittast kastar prestur fram þessum hendingum: Sumarliði Sumarliði síst á skilið hrós. Dagur tekur dvína dauft fer sól að skína... Þá grípur Sumarliði fram í: Í myrkvastofu mætur prestur messar þá við ljós. Ég heyrði Karl syngja þessa vísu og þá undir laginu Gamli Nói. Inga Kristjánsdóttir. Ungmennafélag Biskupstungna þakkar öllum þeim sem styrkja útgáfu blaðsins með styrktarlínu eða auglýsingu og óskar þeim sem og lesendum öllum GLEÐILEGS SUMARS! Sr. Eiríkur eins og hann leit út á efri árum. Sumarliði Grímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.