Litli Bergþór - 01.06.2022, Side 10
10 Litli-Bergþór
Ég heiti Ingimar Ari Jensson og ólst upp í Laugarási
til 15 ára aldurs. Sonur Matthildar Róbertsdóttur,
hjúkrunarfræðings og Jens Péturs Jóhannssonar
rafvirkja.
Eftir Reykholtsskóla var ferðinni heitið í borg óttans
til að nema við Kvennaskólann. Þar komst ég í kynni
við krakka sem höfðu verið skiptinemar erlendis og
þar kviknaði ferða- og útlandaþráin fyrst. Ég kom
heim í sveitina eina helgina með bækling sem útlistaði
hversu spennandi og skemmtilegt það væri að eyða
einu ári í útlöndum sem skiptinemi. Ég minntist á það
frekar feimnislega við foreldrana og hugsaði ekkert
um það frekar. Þeim gamla leiddist eitthvað þennan
dag, sá fram á heilt ár af date nights með gömlu og
tók því umsóknareyðublaðið, skellti því í ritvélina og
fyllti hana út með tveimur vísifingrum!
Þegar kom að því að velja lönd var kerfið einfalt,
Spánn var númer eitt og næstu fjögur voru lönd
í suður- og mið-Ameríku þar sem spænska var
móðurmálið. Svo fór að umsóknin var samþykkt og
Venezuela varð mitt heimaland í tæpt ár. Heilt ár af
salsa, sól, síðu hári og sósíalískri byltingu (rétt eftir
áramótin 1998/99 tók Hugo Chavez við sem forseti
eftir spennandi kosningar). Ég mæli eindregið með
því við alla krakka að fara sem skiptinemar í eitt ár.
Þið sjáið ekki eftir því!
Þegar heim var komið hélt lífið áfram í borg óttans,
útskrifaðist sem stúdent árið 2001 (einu ári seinna en
upphaflega var stefnt að, vegna skiptinemaársins). Eftir
það var ákveðið að fara í byggingaverkfræði í HÍ, að
ég hélt út af tilviljun einni þar sem ég var alls ekki viss
hvað ég vildi læra. Þetta var „rangur misskilningur‟,
þar sem Sísa, ensku- og íslenskukennari, benti
mér á nokkrum árum seinna að ég hefði skrifað
einmitt verkfræðingur þegar hún bað 10. bekkinn í
Reykholtsskóla að skrifa niður það sem við vildum
verða þegar við yrðum stór.
Ingimar Ari Jensson
Útskrift úr BSc. námi í verkfræði fór fram vorið
2004, við tóku tvö ár á Austurlandinu fagra og
síðsumars 2006 var aftur haldið í víking. Nú til
vesturstrandar Bandaríkja Norður - Ameríku, nánar
tiltekið til Seattle borgar, til að klára meistaragráðu
í burðarþolsverkfræði. Heimavöllur Microsoft,
Starbucks, Boeing og Grunge tók vel á móti ykkar
manni og í rúmlega eitt ár nam hann eins og vindurinn
(og um vindinn, reyndar) ásamt því að ferðaðist um
Bandaríkin þver og endilöng. Að búa í Bandaríkjunum
sem nemi er frábært!
Seinni part ársins 2007, þegar ég var búinn að skila
lokaverkefni, kom ég heim. Ég rétt náði að gæða mér
á einu dýrindis gull risotto og kaupa mér íbúð áður
en Ísland var blessað. Áður en ég kom heim hafði ég
fengið vinnu hjá fyrirtæki sem í dag heitir Verkís en
hét þá VST verkfræðistofa. Það átti eftir að reynast
mikið happaskref fyrir mig, og vonandi þau líka.
Árið 2015 kom upp verkefni í Noregi sem mér
bauðst að vera partur af. Verkefnið var að hanna
stækkun við álver á vesturströnd Noregs, nánar tiltekið
í Karmøy, og vorum við nokkrir frá Verkís sem vorum
leigðir inn til að vinna að því. Vinnufyrirkomulag
var þannig að unnið var í 3 vikur í Noregi og í eina
viku heima á Íslandi. Þetta fyrirkomulag var við lýði í
u.þ.b. eitt og hálft ár. Þegar leið að lokum verkefnisins
ákvað ég í samráði við minn betri helming að prófa að
flytja varanlega til Noregs. Verkís var með skrifstofu í
Oslo og hafði ég spurst fyrir um vinnu þar. Gekk það
nokkuð greiðlega fyrir sig.
Minn betri helmingur heitir Lucia Herrera og kemur
frá Kólumbíu en bjó í Bandaríkjunum á þessum tíma.
Við kynntumst niðri í miðbæ Reykjavíkur í einni af
minni menningarferðum þangað. Þetta var árið 2011.
Þegar kom að því ákveða framtíð sambandsins þurfti
að ákveða hvar ætti að búa. Þar sem ég var ekki til
í Trump og hennar suðræna húð var ekki til í lægð
á lægð ofan, varð Noregur fyrir valinu. Til þess að
VIÐ gætum flutt til Noregs þurfti konan að sækja um
landvistarleyfi í gegnum mig, þ.e. ég þurfti að ábyrgjast
Ingimar Ari með foreldrunum Matthildi og Jens Pétri.
Feðgarnir saman jólin 1997, f.v. Róbert Einar, Jóhann Pétur, Jens Pétur
og Ingimar Ari.