Litli Bergþór - 01.06.2022, Síða 45
Litli-Bergþór 45
Smalamennskur á Biskupstungnaafrétti hafa í meginatriðum verið svipaðar frá ári til árs
síðan farið var að gera fjallskil þangað í lok 19. aldar. Vikuferð á hestum, tilgangurinn að
sjálfsögðu sá að smala sauðfé til byggða úr sumarhögum. En einnig tilhlökkunarefni bænda
og annarra sem til ferðar veljast, að sjá sauðféð skila sér vænt af fjalli og eyða vikutíma í öræfakyrrðinni, fjarri
bústriti og heimilisbardúsi, á góðum hestum í góðra vina hópi. Taka tappa úr glasi, gleðjast, syngja og segja
sögur í áfangastað, af svaðilförum og eltingaleik við sauðþráar kindur , eftir vel heppnaðan leitardag. Eina „frí“
bænda í þá daga.
Vissulega hafa fjallferðir tekið breytingum í gegnum tíðina, sérstaklega hvað varðar allan aðbúnað fjallmanna.
Verður það rakið hér á eftir ásamt smá söguskýringum varðandi afréttinn.
Til að varðveita heimildir hef ég einnig tekið saman yfirlit yfir það hverjir hafa verið fjallkóngar á
Biskupstungnaafrétti síðustu öld (eftir því sem heimildir leyfa), hvenær byrjað var að flytja trúss á bíl og vera
með mötuneyti fyrir fjallmenn. Vona ég að einhverjir hafi gaman af þessari samantekt og séu nokkurs vísari á
eftir.
Um fjallferðir Tungnamanna
frá byrjun tuttugustu aldar
Í Litla-Bergþóri hafa birts margar greinar um
afréttinn gegnum tíðina og eru þær helstu taldar upp í
heimildalista neðst í greininni.
Fjallferðir fyrir 1937
Einar J. Helgason í Holtakotum gerði, árið 1946, góða
grein fyrir smalamennskum á Biskupstungnaafrétti á
fyrri hluta síðustu aldar, í ritinu Göngur og réttir, 2.
bindi bls 195-250, sem Bragi Sigurjónsson tók saman.
(1)
Birtast hér nokkur atriði úr þessari frásögn og annað
endursagt. Um tilhögun fjallferða eftir 1936 er einnig
vitnað í Sunnlenskar byggðir 1. bindi 1980 (2) og
fjölda viðmælenda (20).
Einar segir m.a.: að „allt fram um 1880 notuðu
Biskupstungnamenn afréttinn norðan Hvítár aðeins
fyrir hross og etv að einhverju leyti fyrir naut“...
„Sauðfé var ekki rekið inn yfir Hvítá
til sumardvalar fyrr en eftir 1880.
Af því leiddi að fram til 1880 var
það eingöngu fé Húnvetninga sem
gekk á þessum afrétti öllum suður
að Hvítá, auk þess Hreppafjár sem
slæddist vestur yfir Jökulkvíslina. Þá
voru líka Húnvetningar einir um að
smala afréttinn, allt suður að Hvítá,
og Hreppamenn komu til móts við
þá í Gránunesi og drógu þar úr sínar
kindur.
En eignarhald Biskupstungna-
hrepps á afréttinum var skjalfest:
„fjórar kirkjur í Biskupstungna-
hreppi, þ.e. Haukadalskirkja, Torfa-
staðakirkja, Skálholtskirkja og
Bræðratungukirkja áttu þennan afrétt,
en með leyfi Kirkjustjórnarráðsins
frá 23. Sept. 1850 (kaupbréfið dags.
25. apríl 1851), seldu kirkjurnar
Biskupstungnahreppi afréttinn fyrir 80 rd. Er
afsalsbréfið útgefið 26. apríl 1857.“
Tungnamenn vildu því fara að nýta þessa eign sína.
Húnvetningar urðu eðlilega í fyrstu ósáttir við það
þegar Tungnamenn byrjuðu að reka fé sitt á afréttinn.
En eftir að sættir tókust „var tekin upp samvinna um
smölun afréttarins, eftir því sem hagkvæmast var fyrir
báða aðila“. Meðan fráfærur voru enn stundaðar voru
það aðallega fráfærulömb sem rekin voru á afréttinn.
Í Sunnlenskum byggðum I er haft eftir Ögmundi
Á Biskupstungnaafrétti. Séð til til Hvítárvatns og Langjökuls af Tjarnheiði.
►