Litli Bergþór - 01.06.2022, Page 52
52 Litli-Bergþór
Bjarni á Bóli var fyrirliði í eftirsafni (9 menn) og
Ingimar á Efri-Reykjum fyrirliði í eftirleit (4 menn).
Því miður hafa ekki fundist nema örfáir fjallskilaseðlar
frá árunum fyrir 1965, svo nokkuð vantar inn í yfirlitið
yfir kónga og fyrirliða frá fyrri hluta aldarinnar. En
margir sátu lengi í embættum.
Yfirlit yfir fjallkónga í fyrsta safni (1. leit) á
Biskupstungnaafrétti frá 1916:
Samkvæmt samantekt Guðrúnar S. Magnúsdóttur
og öðrum heimildum (19) hafa þessir m.a. verið
fjallkóngar í fyrstu leit frá árinu 1916:
Einar Jónsson Litla-Fljóti var fjallkóngur í Gránunes
1916, 1917 (19) (bjó á L-Fljóti 1899-1919)
Eyþór Guðlaugsson Fellskoti fjallkóngur í Gránunes
1928, 1929 (bjó í Fellskoti 1928-1930)
Einar Jörundur Helgason Holtakotum 1930-1963
(skv. Göngur og réttir II bls 196).
Guðni Lýðsson Gýgjarhóli 1964-1974
Sveinn Skúlason í Bræðratungu 1975-1985
Guðmundur Sigurðsson Vatnsleysu 1986-1996
Kjartan Sveinsson Bræðratungu 1997-2004
Loftur Jónasson Myrkholti 2005-2014
Guðrún S. Magnúsdóttir Bræðratungu 2015-
Fyrirliðar í Eftirsafni (2. leit) fyrir 1991:
Bjarni Guðmundsson á Bóli (bjó á Bóli 1901-1952),
var lengi fyrirliði, m.a. 1928 (1) og þar til Þórður tók
við 1944(20).
Þórður Kárason Litla-Fljóti 1944-1964 („Kóngurinn
á Kili“) (3)
Guðjón Gunnarsson Tjörn 1965-1990 (skv.
fjallskilaseðlum)(19)
Fyrirliðar í Eftirleit (3.leit) fyrir
1991:
Oft fóru sömu menn í leitir árum
saman. Átti það ekki síst við um
eftirleitarmenn. Samkvæmt Jóni
Karlssyni í Gýgjarhólskoti (sem var
fæddur árið 1929, dáinn 2016), fóru
sömu fjórir mennirnir áratugum
saman í eftirleit innan Hvítár og
skiptust þeir á að vera fyrirliðar. Frá
1958 voru það:
Steinar Tómasson Helludal fyrirliði
til 1962,
Ingvar Ingvarsson Hvítárbakka
1963-1979, (árið 1963 var hans 21.
eftirleitarferð, svo hann hefur farið
allavega frá 1942) (13), (19).
Jón Karlsson Gýgjarhólskoti, fyrirliði
1980 til 1991 og fór svo áfram, eftir
breytingar á leitum, sem fyrirliði eftirsafns innan
Hvítár til 1999. (Fór síðast 2004 sem trúss og Ranka
kona hans sem eldabuska).
Fjórði maður var lengst af Gísli Einarsson í
Kjarnholtum og sá hann um eldamennsku, en var með
hestana á kerru og var einnig í leitum. Síðar fór Eyja,
(Þórey Jónasdóttir) á Geysi með honum og hjálpaði
til við eldamennsku og leitir (17). Í um áratug fóru
fimm menn í eftirleit, annars fjórir. Loftur Jónasson
á Kjóastöðum fór í eftirleit frá 17 ára aldri 1970 til
2016. Aðrir fóru sjaldnar.
Eftir að leitum var breytt árið 1991 hafa þessir verið
fyrirliðar í eftirsafni og eftirleit:
Fyrirliðar í eftirleit innan Hvítár frá 1991:
Jón Karlsson 1991-1999
Loftur Jónasson 2000 - 2016
María Þórunn Jónsdóttir 2017-
Fyrirliðar í eftirsafni á framafrétt frá 1991:
Magnús Jónasson Kjóastöðum 1991-2001 og 2003
Arnór Karlsson Arnarholti 2002 (Arnór flutti í
Reykholt 2003)
Hjalti Ragnarsson Ásakoti 2004-
Blaðamaður Vísis hitti Þórð Kárason á Litla-Fljóti (f.
1889 d. 1968) í eftirsafni á Kili haustið 1964. Þórður
þá 75 ára fyrirliði, „Konungurinn á Kili“, búinn að fara
á fjall í 60 ár frá 14 ára aldri, nær alltaf inn á Kjöl og
verið fyrirliði í eftirsafni í 20 ár. Í greininni segist hann
hafa „legið fyrir dauðanum um vorið“, en „fjallaloftið
læknar öll mein“ og nú ætlaði hann að verða allra
karla elstur! Lýsir hann síðan fjallferðum bæði fyrr og
síðar og ýmsum svaðilförum og gleðistundum í faðmi
Tungnaréttir 2012, Ægir Freyr á Miðhúsum t.v. og Bláfell í baksýn.