Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 21
Litli-Bergþór 21 Hér að framan hefur Jónatan Hermannsson gert grein fyrir ferð og afdrifum Reynistaðarbræðra á Kili sem lifað hafa með þjóðinni síðan hinir voveiflegu atburðir gerðust þar árið 1780 og áttu mestan þátt í því að ferðir um Kjöl lögðust næstum því af í langan tíma. Þótt ég hafi ekki þekkingu á ættfræðigrunni Tungnamanna og nágranna þeirra þá hugsa ég að segja megi með nokkru öryggi að ég sé einna skyldust þeim bræðrum á þessu svæði. Ég er komin af eina bróðurnum sem náði fullorðinsaldri, Benedikt Vídalín, og sagan af Reynistaðarbræðrum hefur alla tíð verið mjög lifandi í minni fjölskyldu. Þess má geta að dóttir og dótturdóttir Benedikts hétu báðar Björg og fékk móðir mín það nafn. Þá má nefna að til stóð að næstelsti bróðir minn fengi nafn Einars en hætt var við það stuttu fyrir skírnina. Því langar mig að fylgja aðeins eftir grein Jónatans og segja frá áhrifum sem dauði þeirra Bjarna og Einars hafði á fjölskyldu þeirra og ættmenni. Fjölskyldan á Reynistað í Skagafirði eða Stað á Reynisnesi eins og staðurinn hét áður fyrr var ekki venjuleg bændafölskylda á þess tíma mælikvarða. Þau Halldór Vídalín og Ragnheiður Einarsdóttir voru komin af miklum landeigendum, embættismönnum og fjármagnseigendum. Í bók Guðlaugs Guðmundssonar um Reynistaðar- bræður kemur fram að Ragnheiður hafi verið mikill skörungur, gáfuð og framkvæmdasöm. Þá hafi hún ekki haft minni forystu um búsýslu en eiginmaður hennar. Þess má geta að Ragnheiður tók að sér að verða klausturhaldari á Reynistað eftir andlát eiginmannsins og er hún eina konan sem vitað er til að hafi haft umboð fyrir klaustri á Íslandi. Bjarni Halldórsson frá Uppsölum var afkomandi Reynistaðarhjónanna. Hann lýsir þeim svo: „Reynistaðarhjón voru miklir búhöldar. Ragnheiður var talin einn mesti kvenskörungur þeirra tíma, búsýslukona mikil og stjórnsöm, öðrum fremri í kvenlegum menntum, greind og fjárhyggjukona svo að á orði var haft. Halldór mun hafa verið hófsamur bóndi, fyrirmannlegur, með allvel tamið skap ættar sinnar, þó að út af kunni að hafa brugðið.“ Þau Halldór Vídalín og Ragnheiður eignuðust alls níu börn, þar af dóu tvö á fyrsta ári. Auk þess átti Halldór áður soninn Odd með Málfríði Sighvatsdóttur. Margt manna er komið af þessum Reynistaðarhjónum. Þessi voru börn þeirra hjóna, sbr. Íslendingabók,: Hólmfríður (1760 – 1819); Björg (1763 – 1826); Bjarni (1765 – 1780); Einar (1770 – 1780); Páll (f. 1770); Benedikt Vídalín (1774 – 1821); Anna (1777 – 1808); Sigríður (1778 – 1843) og Elín (f. 1783). Heimildum ber ekki saman þegar fjallað er um ástæður þess að Einar, þá á ellefta ári, var látinn fara í þessa afdrifaríku ferð. Í bókinni um Reynistaðarbræður eftir Guðlaug Guðmundsson er sagt að Ragnheiður hafi verið ákveðin í því að Einar færi í ferðina en Halldór hefði sagt að ekki veitti af fullhörðnuðum manni í slíka ferð á þessum árstíma þegar allra veðra von væri. Er sagt að Einar bæði móður sína þess innilega að hann þyrfti ekki að fara en hún vildi ekki annað heyra. Það sem drengurinn gerði þá var lengi síðar í minnum haft. Hann skipti gullum sínum með öðrum börnum þarna í klaustrinu. Áttu hjónin eftir að iðrast sárlega þessarar ákvörðunar, því hann kom aldrei aftur, enda virðist hann, þótt ungur væri, hafa fundið til feigðar. Fjölskyldan og vinir biðu þess að synirnir og fylgdarmenn þeirra kæmu af fjöllum með nýjan fjárstofn en þegar leið á haustið án þess að nokkuð fréttist og veturinn bankaði á dyrnar varð ljóst að eitthvað hefði gerst sem olli að minnsta kosti töfum á heimferð. Hjónin sendu menn til að kanna ferðir leiðangursmanna og þegar fram liðu stundir varð ljós að þeir hefðu farist á fjöllum. Virðast þeir hafa komist allt norður í Kjalhraun og tjaldað þar tveim tjöldum, annað yfir farangur sinn, en þar beið þeirra dauðinn, þ.e. allra leiðangursmanna nema ráðsmannsins Jóns Austmanns en hann hefur líklega komist lengra norður því mannshönd í bláum vettlingi fannst við Blöndu með fangamarki hans á þumli og síðar fannst bein sem ályktað var að hafi verið úr höfuðkúpu manns. Miðað við það hvar höndin fannst gæti staðist að þar hafi verið um bein Jóns Austmanns að ræða þótt seint verði hægt að ganga úr skugga um það. Í ferð suður Kjöl hið næsta vor fundu norðanmenn tjaldhrauk og að minnsta kosti þrjú lík þar undir. Þeir sneru við og létu vita af líkfundinum á Reynistað, smíðaðar voru fjórar kistur sem farið var með suður Kjöl viku síðar. Þegar að tjaldinu var komið brá svo kynlega við að ekki voru eftir nema tvö lík þar. Voru það lík tveggja fylgdarmanna bræðranna og voru þau flutt norður. Reynistaðarbræður sáust hvergi og það Hafa afdrif Reynistaðarbræðra enn áhrif á líf fólks? ►
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.