Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 50

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 50
50 Litli-Bergþór Um trússið, konur og kónga á fjalli Orðið trúss er haft um farangur þann sem fjallmenn taka með sér í fjallferðir, svo sem mat, hlífðarföt og viðlegubúnað. Áður fyrr var trússið bundið upp á trússhesta og var hver fjallmaður með sinn trússhest. En nú hafa vélknúin farartæki tekið við flutningshlutverkinu. Trússhestar eru þó enn notaðir í hestaferðum þegar riðið er um óbyggðir. Trúss fjallmanna flutt á farartækjum frá 1952. Samkvæmt Guðna Lýðssyni frá Gýgjarhóli, sem var fjallkóngur Tungnamanna frá 1964 til 1974 var byrjað að flytja trúss fjallmanna á bíl eftir fjárskiptin árið 1952, þegar bændur fengu sér aftur fé eftir mæðiveikiniðurskurðinn. (14), (20). Fyrstur til að flytja trússið í 1. leit á vörubíl var Tómas Tómasson í Helludal og sá hann um það í nokkur ár. Samkvæmt ýmsum munnlegum heimildum voru þónokkrir fengnir til þess að fara með trússið næstu ár, Bjössi (Björn Ingimundarson) á Reykjavöllum fór á vörubíl einhver ár, eitt haustið fór Bjössi í Úthlíð með trússið á heyvagni aftan í rússajeppa. Grímur á Reykjum fór á traktor með heyvagn, e.t.v. fór Jón Þorláksson í Borgarholti og eflaust fleiri. Síðastur til að flytja trúss eingöngu, (áður en byrjað var með mötuneyti fyrir fjallmenn), var Jón Guðlaugsson sterki á vörubíl. (20) Mötuneyti fyrir fjallmenn frá 1969. Árið 1969 tóku þau Smári Guðmundsson og Ída Stanleysdóttir við trússinu og voru þau til 1983. Þau urðu fyrst til að sjá bæði um flutning á trússi og um mötuneyti fyrir fjallmenn í fjallferðum. Ída var ekki með í fyrstu ferðinni, (enda með ungbarn þá) og ekki í þeirri síðustu, svo Smári fékk aðra ráðskonu með sér í þau skipti. En samkvæmt Ídu var þetta mikið áhugamál Smára og var það hann sem átti frumkvæði að því að tala við Þorstein á Vatnsleysu og fá leyfi til að prófa. Eftir það var ekki aftur snúið og hefur þessi háttur verið hafður á mötuneyti fjallmanna síðan. Margrét Oddsdóttir og Páll Óskarsson í Brekkuskógi voru með trúss og mötuneyti í þrjú ár, 1984-1986. Bjarnfríður vinkona Möggu fór með henni eitt árið. Palli og Magga þurftu þessi ár að sjá um trússið í öllum þrem leitum og fóru því samtals í 9 skipti. Eftir það fóru í eitt haust, 1987, þær Setta (Sesselja Pétursdóttir) og Anna Kristinsdóttir, kona Ingimars Einarssonar, sem ráðskonur. Loftur Jónasson var þá trúss í fyrsta sinn. Eyja (Þórey Jónasdóttir) á Geysi og Rúna (Guðrún Guðmundsdóttir) í Hlíðartúni fóru 1988- 1994. Loftur var á trússbílnum þau ár. Guðný Rósa Magnúsdóttir og G. Camilla Ólafsdóttir tóku við mötuneytinu 1995 og eru enn að (haustið 2021). Bílstjórar á trússbílnum voru Loftur til ársins 2004, þar til hann varð fjallkóngur árið 2005. Fjárlaust var þá í tvö ár vegna riðuniðurskurðar í Tungunum (árin 2005 og 2006) en það þurfti samt að leita afréttinn þar sem alltaf geta slæðst aðkomukindur þangað. Fjárleysisárin fóru þær Guðný Rósa og Camilla einar á tveim trússjeppum með kerrur og næstu árin eftir það einnig. Og þó að Loftur væri kóngur var hann einnig aðstoðarmaður þeirra með trússið . Árið 2012, þegar ráðskonur og smalar veðurtepptust á Hveravöllum í óveðri og hinir smalarnir í Gíslaskála, var Runólfur Einarsson trúss eitt haust. Síðan 2013 og til dagsins í dag (2021) hefur „naglinn“ Egill Guðjónsson verið trúss hjá þeim Guðnýju Rósu og Camillu. Trússhestar. Ekki leiðinlegt að vera á fjalli með þessum. Matráðskonurnar góðu Camilla og Guðný Rósa ásamt Lofti fjallkóngi voruð heiðruð með tertu á fjallmannakvöldi við Faxa árið 2015 í tilefni þess að þær voru búnar að næra fjallmenn í 20 ár og Loftur búinn að vera fjallkóngur í 10 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.