Litli Bergþór - 01.06.2022, Side 50
50 Litli-Bergþór
Um trússið, konur og kónga á fjalli
Orðið trúss er haft um farangur þann sem fjallmenn
taka með sér í fjallferðir, svo sem mat, hlífðarföt
og viðlegubúnað. Áður fyrr var trússið bundið
upp á trússhesta og var hver fjallmaður með sinn
trússhest. En nú hafa vélknúin farartæki tekið við
flutningshlutverkinu. Trússhestar eru þó enn notaðir í
hestaferðum þegar riðið er um óbyggðir.
Trúss fjallmanna flutt á farartækjum frá 1952.
Samkvæmt Guðna Lýðssyni frá Gýgjarhóli, sem var
fjallkóngur Tungnamanna frá 1964 til 1974 var byrjað
að flytja trúss fjallmanna á bíl eftir fjárskiptin
árið 1952, þegar bændur fengu sér aftur fé eftir
mæðiveikiniðurskurðinn. (14), (20).
Fyrstur til að flytja trússið í 1. leit á vörubíl var
Tómas Tómasson í Helludal og sá hann um það í
nokkur ár. Samkvæmt ýmsum munnlegum heimildum
voru þónokkrir fengnir til þess að fara með trússið næstu
ár, Bjössi (Björn Ingimundarson) á Reykjavöllum fór
á vörubíl einhver ár, eitt haustið fór Bjössi í Úthlíð
með trússið á heyvagni aftan í rússajeppa. Grímur
á Reykjum fór á traktor með heyvagn, e.t.v. fór Jón
Þorláksson í Borgarholti og eflaust fleiri. Síðastur
til að flytja trúss eingöngu, (áður en byrjað var með
mötuneyti fyrir fjallmenn), var Jón Guðlaugsson
sterki á vörubíl. (20)
Mötuneyti fyrir fjallmenn frá 1969.
Árið 1969 tóku þau Smári Guðmundsson og Ída
Stanleysdóttir við trússinu og voru þau til 1983. Þau
urðu fyrst til að sjá bæði um flutning á trússi og
um mötuneyti fyrir fjallmenn í fjallferðum. Ída var
ekki með í fyrstu ferðinni, (enda með ungbarn þá) og
ekki í þeirri síðustu, svo Smári fékk aðra ráðskonu
með sér í þau skipti. En samkvæmt Ídu var þetta mikið
áhugamál Smára og var það hann sem átti frumkvæði
að því að tala við Þorstein á Vatnsleysu og fá leyfi til
að prófa. Eftir það var ekki aftur snúið og hefur þessi
háttur verið hafður á mötuneyti fjallmanna síðan.
Margrét Oddsdóttir og Páll Óskarsson í
Brekkuskógi voru með trúss og mötuneyti í þrjú ár,
1984-1986. Bjarnfríður vinkona Möggu fór með henni
eitt árið. Palli og Magga þurftu þessi ár að sjá um
trússið í öllum þrem leitum og fóru því samtals í 9
skipti.
Eftir það fóru í eitt haust, 1987, þær Setta (Sesselja
Pétursdóttir) og Anna Kristinsdóttir, kona Ingimars
Einarssonar, sem ráðskonur. Loftur Jónasson var þá
trúss í fyrsta sinn.
Eyja (Þórey Jónasdóttir) á Geysi og Rúna
(Guðrún Guðmundsdóttir) í Hlíðartúni fóru 1988-
1994. Loftur var á trússbílnum þau ár.
Guðný Rósa Magnúsdóttir og G. Camilla
Ólafsdóttir tóku við mötuneytinu 1995 og eru enn að
(haustið 2021). Bílstjórar á trússbílnum voru Loftur til
ársins 2004, þar til hann varð fjallkóngur árið 2005.
Fjárlaust var þá í tvö ár vegna riðuniðurskurðar í
Tungunum (árin 2005 og 2006) en það þurfti samt að
leita afréttinn þar sem alltaf geta slæðst aðkomukindur
þangað. Fjárleysisárin fóru þær Guðný Rósa og
Camilla einar á tveim trússjeppum með kerrur og næstu
árin eftir það einnig. Og þó að Loftur væri kóngur var
hann einnig aðstoðarmaður þeirra með trússið . Árið
2012, þegar ráðskonur og smalar veðurtepptust á
Hveravöllum í óveðri og hinir smalarnir í Gíslaskála,
var Runólfur Einarsson trúss eitt haust. Síðan 2013
og til dagsins í dag (2021) hefur „naglinn“ Egill
Guðjónsson verið trúss hjá þeim Guðnýju Rósu og
Camillu.
Trússhestar.
Ekki leiðinlegt að vera á fjalli með þessum. Matráðskonurnar góðu
Camilla og Guðný Rósa ásamt Lofti fjallkóngi voruð heiðruð með tertu
á fjallmannakvöldi við Faxa árið 2015 í tilefni þess að þær voru búnar
að næra fjallmenn í 20 ár og Loftur búinn að vera fjallkóngur í 10 ár.