Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 63

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 63
Litli-Bergþór 63 Aratunga var öfunduð af dansleikjaauglýsingunum, þær voru svo stuttar og hittu svo vel. „Aratunga, Aratunga, dansleikur laugardagskvöld, Aratunga.“ „Aratunga, Þorsteinn Guðmundsson laugardagskvöld, Aratunga.“ Það voru mjög margir steinhissa á vígsludeginum, þegar nafnið var afhjúpað. Það var eigendanefndin sem „þáði“ þetta nafn frá félögunum þrem. Garðar og Stenna telja að fyrstur til að nefna nafnið opinberlega hafi verið Helgi í Hjarðarlandi, sem þá var formaður byggingarnefndarinnar. Fyrsta stóra félagsheimilið í uppsveitunum var tekið í notkun 1958 á Flúðum. Aratunga fylgdi í kjölfarið og síðan félagsheimilin á Borg í Grímsnesi árið 1966 og í Árnesi í Gnúpverjahreppi árið 1970. Það kom sjaldan fyrir að rólegheit væru í húsinu fyrstu árin, en eftir að Borg og Árnes komu til, höfðu Aratungumenn frumkvæði að því, að helgunum var skipt á milli þeirra. Fyrst voru það bara Flúðir og Aratunga. „Og Flúðir urðu algerlega undir svona fyrstu sumrin.“ Yfir sumarmánuðina voru haldnir fjölmennir dansleikir í Aratungu. Garðar hefur það eftir Svavari Gests í endurminningum hans, að vitað væri til að það hefðu verið seldir 1032 miðar á dansleik hljómsveitarinnar í Aratungu. Þá var bara einstefnuakstur. „Þá var farið hringinn og út okkar megin“ segir Garðar. „Það kom sér vel, að það var gott veður.“ Þrátt fyrir að lögregla frá Selfossi væri á staðnum var engum fjöldatakmörkunum fylgt eftir. Það gat kastast í kekki á sveitaböllum og það kom fyrir að það þurfti að „kæla“ einstaklinga sem ekki tókst að hafa stjórn á sér. Til þessa var útbúinn klefi í kjallaranum þar sem þeim órólegustu var komið fyrir. „Við höfðum örugglega engan rétt á að setja menn í fangaklefann.“ Garðar hafði mikla samvisku af því þegar sveitungi var settur í klefann. „Honum leið ekki vel þar. Efast um að það hafi staðist lög. Það hefði þurft að hafa hjá þeim mann til að gæta þeirra í klefavistinni. Ef einhver hefði látist þarna inni hefði það getað orðið þungt fyrir húsið.“ Hitt og þetta Fyrsta vistin Stenna var 9 ára þegar hún fór fyrst í vist, en þá var að fjölga hjá hjónunum í Hveratúni, þeim Guðnýju og Skúla. Þarna var Sigrún að koma í heiminn árið 1949. Stenna var þá fengin til að gæta eldri systurinnar, Ástu, sem þá var að verða tveggja ára. Þá voru Skúli og Magnús, faðir hans, stundum á Sigurðarstöðum (Krosshól), en þar voru þeir með einhverja ræktun. Stenna fékk það hlutverk að færa þeim kaffi þangað og henni fannst leiðin ansi löng. Það var henni mikið áfall þegar Ásta datt ofan í skurð, rétt hjá Hveratúni. „Það var alveg hræðilegt. Ég skammaðist mín mikið.“ Boddýbíllinn Árið 1952 var Stenna farin að sækjast í afþreyingu utan heimilis og þá kom sér vel, að Skúli í Hveratúni átti lítinn pallbíl og boddý á hann, sem hann notaði talsvert til að flytja fólk í sundlaugina í Reykholti eða á skemmtanir á Vatnsleysu. Þessi bíll var rauður að lit og boddýið grænt, í minningunni. Dansleikur í lok júlí, 1961. Mynd af timarit.is. Boddýbílar! - Ja þessi nútími. ►
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.