Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 59

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 59
Litli-Bergþór 59 Fyrsta vinnan sem ég fékk hér í sveit eftir heimkomuna var á gámasvæði Bláskógabyggðar í maí 2021. Ég stoppaði samt stutt við þar, því það losnaði húsvarðarstaða í Aratungu sem ég sótti um og fékk og byrjaði þar strax 1. júní 2021. Það hefur verið í nógu að snúast síðan ég byrjaði sem húsvörður, því maðurinn sem átti að vera með mér sem útistarfsmaður veiktist, svo ég hef verið að stússast í útiverkunum líka. Við erum núna m.a. að gera upp eina af íbúðum hreppsins hér í Kistuholtinu auk þess að sinna allskonar viðgerðum og viðhaldsvinnu annarri. Ingibjörg: Ég byrjaði að vinna á Lofteiðum eftir að við byrjuðum að búa og vann svo hjá Búnaðarfélagi Íslands á Hótel Sögu í þrjú ár. Viðar Þorsteinsson frændi Óla var skrifstofustjóri þá. Síðan vann ég hjá Umferðaráði í tvö ár, hjá Gísla J. Johnsen í fjögur ár og hjá Íslenskum endurskoðendum í 11 ár. Auðvitað var ég líka heimavinnandi í mörg ár eftir að yngri sonur okkar fæddist. Eftir að Óskar fór að heiman lærði ég til bókara og hef því réttindi sem viðurkenndur bókari. Ég vann í fjarvinnu héðan fyrst eftir að við fluttum austur, en síðan losnaði starf á skrifstofu Bláskógabyggðar sem ég sótti um og nú vinn ég á skrifstofunni í Aratungu. Byrjaði að vinna þar í febrúar 2021 og finnst það algjör draumur að vinna þar svo nálægt heimilinu. Fjölskyldan Við eigum tvo syni, Sigurð Erlendsson sem fæddist 8. mars 1983, er rafvirki og giftur Guðrúnu Hörpu Kristinsdóttur. En Kristinn Kristinsson faðir hennar er bróðir Sveins Kristinssonar, manns Ástur Rutar á Þöll í Reykholti, systur Óla, svo fjölskylduböndin eru víða. Þau Sigurður og Guðrún eiga þrjá syni: Erlend Óla 13 ára, Kristinn Leo 10 ára og Patrek Sölva fjögurra ára. Sonarsynirnir elska það að vera í sveitinni og taka oft vinina með. Þá getur nú verið fjör. Yngri sonurinn, Óskar, fæddist 30. mars 1993 og er fjölfatlaður. Hann býr nú á sambýli í Reykjavík og líður vel þar. Hann er eðlilega ósköp feginn að vera laus við foreldrana dag og nótt, er glaður að koma í heimsókn en glaður að komast aftur heim eftir að hafa verið hér í nokkra daga. Hver eru helstu áhugamál ykkar fyrir utan vinnu og fjölskyldu? Ingibjörg: Samvera með ættingjum og vinum er skemmtilegust en ég fór á námskeið í silfursmíði og hef gert dálítið af því að smíða skartgripi og slíkt til gjafa. Ég hef gaman af því að hanna og smíða og við höfum útbúið lítið verkstæði hér í kjallaranum þar sem ég hef aðstöðu. Óli: Mín áhugamál snúast helst um gamla bíla og vélar. Ég var aldrei mikið fyrir skepnurnar og langaði ekki til að verða bóndi, en hafði gaman að heyönnum og vélum og gat gert við. Ég er m.a. búinn að gera upp gamlan Farmall cub traktor og á líka gamlan orginal Landrover sem er enn í góðu lagi. En svo hef ég auðvitað alltaf gaman af því að hitta fólk og vera í samskiptum við ættingja og vini. Að lokum vil ég bara árétta það að okkur líður afskaplega vel hér heima á Vatnsleysu í nýja húsinu okkar. Þegar ég sest niður með morgunkaffibollann minn sé ég yfir að að húsi foreldra minna frá borðinu og get fylgst með lífinu og morgunverkunum á Vatnsleysuhlaðinu. Það er ósköp notalegt. Blaðamaður Litla-Bergþórs þakkar þeim hjónum Erlendi Óla og Ingibjörgu kærlega fyrir spjallið og góðar veitingar og óskar þeim velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi hér á heimaslóð. Geirþrúður Sighvatsdóttir. Hér er fjölskyldan í 20 ára afmæli Óskars Óla, frá vinstri: Guðrún Harpa með Kristinn Leó, Ingibjörg, Sigurður, Erlendur Óli, Sigurður og Jóna Þuríður, Óskar Óli og Erlendur Óli yngri fyrir neðan. Hér eru barnabörnin á „kubbnum“, Erlendur Óli, Kristinn Leó og Patrekur Sölvi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.