Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 46

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 46
46 Litli-Bergþór Guðmundssyni frá Bergsstöðum að um að árið 1880 hafi í fyrsta sinn verið farið með fráfærulömb inn yfir Hvítá, sem heimtust öll um haustið „væn eins og dilkar“. Eftir það varð algengara að bændur rækju lömb og seinna dilkær innyfir og þá var byrjað að gera þangað fjallskil að frumkvæði hreppsyfirvalda. Á fyrri hluta síðustu aldar, fyrir daga mæðiveikinnar, (sem kom til landsins 1933 og var útrýmt með niðurskurði 1951), var fyrstu leit inn yfir Hvítá að nokkru leyti skipt í tvennt: Gránunesleit (24 menn) og Seyðisárleit (7-10 menn). Í Sunnlenskum Byggðum bls 36 segir að þá komu fyrst 3-4 Húnvetningar í Gránunes og smöluðu með Tungnamönnum Kjölinn sunnanverðan. Einnig komu nokkrir Hreppamenn í Gránunes og var fé Húnvetninga og Hreppamanna dregið þar úr. Seyðisárleitarmenn (og einnig tveir Hreppamenn síðar) fylgdu svo Húnvetningum með sitt safn norður að Seyðisá og smöluðu í leiðinni norðanverðan Kjöl og Biskupstungur norður að Blöndu. Frá 1921 smöluðu þeir einnig Blöndutök og Svörtutungur ásamt Húnvetningum. (19) Tók þetta tvo daga. Við Seyðisá var fé Sunnlendinga svo dregið úr norðanfénu og það rekið í striklotu suður Kjöl og í „gömlu“ Tungnaréttir á rúmlega tveimur dögum. Voru komnir þar um miðjan dag á réttadaginn. - Þar hefur verið haldið vel á spöðum og hlýtur fé að hafa verið léttrækara í þá daga en það er nú! - Gránuness leitarmenn smöluðu aðra hluta afréttarins og komu með það fé til byggða fyrir réttadag. Fyrir fjárskiptin 1951-1952 fór hver fjallmaður með sitt trúss, þ.e. mat og hlífðarföt á trússhestum og menn bjuggu í tjöldum eða litlum torfkofum. Það gat því oft orðið kalt og slarksamt á fjalli. Ferðafélagsskálarnir í Hvítárnesi, (byggður 1930), á Hveravöllum (1937), í Þjófadölum (1939) og við Einifell (1942) bættu aðstöðu fjallmanna mikið. Seyðisárleit lagðist af 1936, eins og Tómas Tómasson í Helludal segir frá í grein sinni „Síðasta fjallferðin að Seyðisá 1936“ (5) og Einar Gíslason í grein sinni „Æviminningar úr fjallferðum“ 1917-1936 (16). Til þess að verjast mæðiveikinni og eins garnaveiki sem upp kom í Hreppnum um svipað leyti, voru settir verðir á afréttinn sumarið eftir, sem áttu að varna fé að fara á milli landshluta. Tómas var einn varðanna á Kili sumarið 1937 og var þetta „þrotlaus rekstur sitt á hvað“ segir hann. Þau ár sem varðmenn voru á Kili, 1937-1955, höfðu sunnanmenn tjaldbúðir norðan Hveravalla, vestan við ána Þegjanda nálægt ármótum Seyðisár. Við Blöndu voru einnig verðir úr Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. Auk Tómasar sinntu fjárvörslu á Kili m.a. þeir Sveinn Kristjánsson á Bergsstöðum, seinna Drumboddsstöðum, Húnbogi Hafliðason frá Hjálmsstöðum, Helgi Indriðason í Ásatúni, seinna Laugarási og fleiri. Teitur Eyjólfsson frá Eyvindartungu var yfirmaður varðmanna sem framkvæmdastjóri Sauðfjárveikivarna (5), (9), (10), (20). Varðmenn höfðu litlar fréttir úr byggð, því kom það Tómasi á óvart þegar hann einn dag var að reka fé í suður frá Blöndukvíslum snemma í ágúst, að hann sá tvo vörubíla silast norður melana norður af Fjórðungsöldu. Óvanaleg sýn á þessum slóðum. Þar reyndist vera girðingaflokkur á vegum yfirvalda á ferð, sem átti að setja upp girðingu á hluta varðlínunnar á Kili, frá Blöndu, yfir Biskupstungur fyrir norðan Dúfunefsfell og vestur yfir Djöflasand í Langjökul. Girðingarefnið var flutt inneftir á vörubílum, en vegavinnuflokkurinn sem átti að ryðja braut inn til Hveravalla var aðeins kominn suður undir Fjórðungsöldu, svo Tómas var fenginn til að aðstoða bílstjórana við að finna heppilega leið fyrir vörubílana að girðingarstæðinu. Varð slóð þeirra að hluta til grunnur að þeim Kjalvegi sem enn liggur að Hveravöllum. Við þessar aðgerðir allar lagðist sundurdráttur fjár í Gránunesi og við Seyðisá af og árið 1940 var smalatilhögun breytt, þannig að fjallmenn fóru allir, 30 að tölu, inn að Hveravöllum og smöluðu þaðan suður frá girðingunni (19). En ekki tókst að verjast mæðiveikinni og var allt fé skorið niður eftir fjallferð haustið 1951 og nýtt fé tekið 1952 og 1953. (14) Árin fyrir niðurskurð var sauðfjárveikivarnar- girðingin endurnýjuð, flutt suður fyrir Dúfunefsfell og girt áfram suðaustur með Blöndu, í Blöndujökul í Hofsjökli. Eftir aldamótin 2000 var svo vesturendi girðingarinnar lengdur vegna þess að Langjökull hefur hopað, og girt yfir Hundadalina vestan Þjófadalafjalla. Nær girðingin því enn milli jökla á Kili. Árið 1935 var sett brú á Hvítá við Hvítárvatn. Fyrir þann tíma þurfti að sundleggja féð yfir Hvítá, og var það rekið í ána á ferjustaðnum skammt ofan við Áð í Gránunesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.