Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 57

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 57
Litli-Bergþór 57 Erlendur og Kristín giftu sig 1922 og bjuggu fyrst á Brekku. Sama dag giftu sig Þorsteinn bróðir hennar og Ágústa Jónsdóttir og hófu búskap á Vatnsleysu, en sagt var að Kristín hefði sett það skilyrði að vildi Erlendur eiga sig myndi hann flytja að Vatnsleysu. Árið 1927 fluttu þau allavega þangað og tóku til ábúðar vesturhluta jarðarinnar á móti Þorsteini og Ágústu, sem bjuggu á austurhlutanum og áttu fjölskyldurnar þar langt og gott sambýli, sem varir enn. Afi og amma eignuðust fimm börn og lifðu fjögur til fullorðinsára: Björn f. 1924, d. 2005, sem lengi var bóndi í Skálholti, Ingu Sigurlaugu (Sillu) f. 1926, d. 2012, húsfreyju í Reykjavík, Jóhönnu Ingveldi, f. 1927 sem dó á fyrsta ári, Sigurð föður minn f. 1930, bónda og hreppstjóra á Vatnsleysu og Magnús Gunnar f. 1932, d. 2013, lengi skrifstofumann hjá Pósti og síma. Á eystri bænum urðu börn Þorsteins og Ágústu níu talsins, öll á svipuðum aldri og pabbi og hans systkini, svo það var oft kátt á hjalla í þessum stóra frændsystkina hópi skilst mér. Það má segja að hreppstjóra embættið hafi gengið í ættir, því Erlendur afi varð hreppstjóri eftir Björn föður sinn á Brekku og faðir minn Sigurður Erlendsson svo hreppstjóri eftir hann. Varð hann sá síðasti sem gegndi því starfsheiti hér í Tungunum, áður en embættið var lagt niður um aldamótin síðustu. Mér er minnisstætt hvað afi var góður í hugarreikningi. Þegar hann þurfti að leggja saman talnabálka, renndi hann fingri niður dálkinn og skrifaði svo niðurstöðuna. Ég er hræddur um að það séu fáir nú til dags með svona þjálfun í hugarreikningi, þó margir séu talnaglöggir enn og muni ártöl og símanúmer. Í þá daga voru heldur ekki til aðrar reiknivélar en hausinn. Móðir mín Jóna Ólafsdóttir er fædd 1937, er ættuð af Suðurnesjum og uppalin í Keflavík. Foreldrar hennar voru Ólafur Bergsteinn Ólafsson f. 1911, d. 1976 og Guðlaug Einarsdóttir f. 1905, d. 1965. Systkini hennar voru Sólveig (sammæðra) f. 1926, d, 2018, Guðrún f. 1929, d. 2010, Bergþóra Hulda f. 1932, d. 1939, Lúlla María f. 1934, d. 2019, Ólafur Bergsteinn f. 1940, d. 2014 og Bergþóra Hulda f. 1942, d. 2020. Mamma var að uppvarta á Tryggvaskála þegar þau pabbi kynntust. Hann skrapp inn til að fá sér kaffibolla meðan verið var að gera við eitthvert tæki á verkstæði og þar með voru örlögin ráðin. Hún fór eftir það á húsmæðraskólann á Laugarvatni og þau faðir minn giftust í framhaldi af því. Ég kom svo í heiminn 1956. Síðan snérist líf hennar um húsmóðurstörf og barnauppeldi á stóru sveitaheimili. Það voru oft margir við eldhúsborðið, mikil vinna við þvott og þrif. Þegar við Ingibjörg byrjuðum að koma austur, fannst Ingibjörgu ómögulegt að bæta fleirum við eldhúsborðið hjá mömmu, svo ég bað foreldra mína um landskika undir sumarbústað, sem varð svo okkar sælureitur. Við erum fimm systkinin, en auk mín eru það Kristín (1958), Guðmundur (1962), Ásta Rut (1966) og Sylvía (1976) og erum við nú öll búsett hér í Tungunum. Eftir að börnin komust á legg vann mamma um tíma í mötuneyti sláturhússins í Laugarási með Maju í Skálholti og fleirum, en annars vann hún ekki utan heimilis. Auðvitað voru það viðbrigði fyrir hana þegar bærinn tæmdist, en sem betur fer eignuðust þau Sylvíu nokkuð seint og Halla og Bragi eignuðust líka Kristrúnu á svipuðum tíma, sem hleypti lífi í bæina. Foreldrar mínir hafa búið alla sína búskapartíð á Vatnsleysu og búa hér enn í sínu íbúðarhúsi og eru bara þokkalega ern þrátt fyrir háan aldur. Þau stunduðu áður blandaðan búskap með öllu sem því fylgir og eftir að Gummi tók við búinu hefur pabbi haldið áfram að létta undir, dytta að og snyrta. Þau tóku auðvitað þátt í félagssörfum sveitarinnar, eins og kórstarfi og leikfélagi og móðir mín starfaði í kvenfélaginu. Fyrir utan hreppsstjórastörfin var faðir minn einnig í hreppsnefnd um tíma og starfaði sem sláturhússtjóri í Laugarási síðustu 10 árin sem slátrað var þar, 1978- Landróverinn sómir sér vel fyrir framan nýja húsið. Sumarbústaðurinn í baksýn. ►
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.