Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 16
Gullkorn Jónatans Hermannssonar Jónatan Hermannsson. Reynistaðarmenn Reynistaðarmenn eru ekki lagðir af stað norður. Árið er 1780 og komið fram í fyrstu viku vetrar. Þeir eru enn með fénaðinn – 200 fjár, 16 hross og að minnsta kosti einn hund – annað hvort í Skálholti eða neðan til í Hreppnum. Ástæða ferðarinnar er fjárkláðinn og niðurskurðurinn – sauðlaust er í Skagafirði og nú vantar þar flest – bæði mjólkurmat og ull í tóskap. Stóreignamaðurinn, Halldór Bjarnason á Reynistað, sendi sína menn suður yfir Kjöl í sumar til að kaupa fé – þeir reiddu með sér mikinn sjóð í silfri, bæði slegnum peningum og kvensilfri. Fjárkaupin gengu ekki eins og ætlað var – búið að skera í vestursýslum og ekki fé að hafa fyrr en austur í Skaftafellssýslu. Bíða þar eftir fjallferð og smalamennskum og tína féð saman í réttum. Reka það út í Árnessýslu – ekki nærri því eins margt og til var ætlast – í rauninni skelfilega fátt. Þeir eru fimm förunautar. Þar eru bræðurnir Bjarni og Einar Halldórssynir á Reynistað – átján sá eldri og ellefu ára hinn – jafnvel ekki svo gamlir ef taka á Íslendingabók bókstaflega. Aðrir voru ráðsmaðurinn og leiðtoginn Jón Austmann, Sigurður á Daufá, kallaður röskleikamaður, og Guðmundur Daðason, prestssonur úr Mýrdal, ráðinn með þeim norður. Þeir bræða með sér, hvað gera skuli. Það mun kosta sitt að kaupa fénu haga og fóður í vetur og mönnunum fæði. Hins vegar nóg af heyjum fyrir norðan. Og guð má vita, hvenær hægt verður að reka norður í vor – eða sumar. Ættum við að hleypa til í vetur og reka þá unglömb norður? Eitt er enn. Bjarni er skólapiltur á Hólum. Honum þykir hart að sleppa úr ári og vonast eftir því að fá að taka veturinn í Skálholti. En Bjarni Jónsson, skólameistari, tekur málaleitan hans illa, gerir lítið úr skólanum á Hólum – og Bjarna reyndar líka, að sögn. Enginn kostur á því að fá millibekkjapróf á Hólum metin til eininga. Líklega í fyrsta skipti en ljóslega ekki síðasta, sem námsmat milli skóla veldur sárindum. Þeir bræða með sér hvað gera skuli. Þeir hljóta að hafa fréttir af því að enn sé autt á fjalli. Enginn legði af stað með rekstur allt að hálfsmánaðarferð í fyrirsjáanlegri hagleysu. Þeir taka ákvörðun á morgun eða hinn. Þeir hafa vissulega ekki langtímaveðurspá – en ég þyrfti ekki langtímaspá til að vita að þetta er hættuspil. 2 Stofn fjárhópsins var skaftfellskur og það fé hefur allt til vorra tíma verið þekkt að hugrekki og þoli, þaulvant útigangi og harðræði. Svo lýsir Húnvetningurinn Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum fé því sem Reynistaðarmenn lögðu af stað með norður Kjöl í vetrarbyrjun 1780 – og lýsingin er í grein í Sunnudagsblaði Tímans frá því í september 1966. Af þessum stofni var féð sem hann afi minn rak austan Fjallabaksleið haustið 1899 og alla leið út í Tungur. Af rekstrinum sem lagði af stað frá Tungufelli lifðu veturinn að minnsta kosti 29 kindur af um það bil 200 – tvö hross af sextán og einn hundur. Þeir hafa ætlað hina fornu leið um Kjalveg – upp með Svartá og úr Svartárbotnum varðaða leið um Kjalhraun að Hveravöllum. Augljóst er að ferðin hlýtur að hafa gengið hægt – þennan tíma hausts er tæpast sauðljóst nema tíu tíma á sólarhring. Á þeim tíma þarf féð að fylla sig ef um jörð er að ræða – því verður ekki rekið marga klukkutíma á dag. Varla hafa þeir verið komnir í Kjalhraun fyrr en á þriðja – eða líklega heldur fjórða – degi þótt svo allt hafi gengið áfallalítið. Þar hefur þessi litli rekstur einfaldlega strandað – ef til vill stórhríð og myrkur, ef til vill ófærð. Hvað sem ræður er féð hætt að ganga og ekkert að gera annað en halda því saman og bæla það – örþreyttir 16 Litli-Bergþór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.