Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 11
Litli-Bergþór 11 að sjá fyrir henni. Umsóknarferlið hófst eins fljótt og auðið var. Nú voru góð ráð dýr. Umsóknarferlið gat tekið upp undir 6 mánuði og konan komin 2 mánuði á leið með tvíbura. Við urðum að vona umsóknin yrði samþykkt sem fyrst svo Lucia fengi leyfi til að fljúga! Haraldur konungur bænheyrði okkur (hefur líklega séð millumerkið sem ég sendi út í kosmósið #komasvoHaraldur) og við vorum sameinuð í Osló í janúar 2017. Í apríl komu svo tvö heilbrigð börn í heiminn. Lífið í Noregi er nokkuð gott. Fyrir Íslending frá suðvestur horninu er það að búa í Osló eins og að búa innandyra. Nánast enginn vindur og ef það rignir fer hún beint niður. Það er nokkuð gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs, við höfum kosið að eiga ekki bíl og nota almenningssamgöngur. Það er hægt í Osló. Mýtan um að Norðmenn séu „sparsamir“ er sönn að einhverju leyti. Stundum finnst mér eins og þeir myndu frekar kaupa hjól fyrir eina milljón heldur en Teslu fyrir eina og hálfa. Á meðan myndu Íslendingar kaupa Teslu á 3, hjólið á tvær og geyma svo hjólið í geymslunni Norðmenn eru ekki mikið að abbast upp á mann svona óumbeðnir en tvisvar sinnum hafa menn og konur komið til mín og klappað mér á öxlina. Seinna skiptið var daginn eftir að Ísland vann England á EM 2016. Ég augljóslega ekki í mínu besta formi, en fólk sýndi því allan skilning í heiminum með góðu klappi á öxlina og hamingjuóskum. Fyrra skiptið var daginn eftir að þátturinn um Panamaskjölin var frumsýndur. Það var ekki eins mikil gleði í því axlarklappi. Eftir að tvíburarnir voru komnir inn á leikskóla hófst Lucia handa við að leita að vinnu. Það kom í ljós að það getur reynst snúið með Herrera sem eftirnafn, lítið sem ekkert bakland og norsku ekki í hæsta gæðaflokki. Umsókn eftir umsókn og oftast ekki svo mikið sem svar, hvað þá viðtal eða tilboð. Þá var brugðið á það ráð að breyta eftirnafninu úr Herrera í Jensson í starfsferilsskránni. Það er eflaust tilviljun en þá fór eitthvað að lifna yfir Norðmanninum og fyrr en varði voru tvö tilboð á borðinu, í Stavanger og Kristiansand. Kristiansand varð fyrir valinu og flutti fjölskyldan suður á bóginn haustið 2019. Kristiansand er „borg“ með um 112 þúsund íbúa í suður Noregi. Hún er þekkt sem sumarborg og menn viðurkenna það miskunarlaust hér í biblíubeltinu (eins og suðrið hér er kallað) að bærinn sé soldið „sorglegur“ á veturnar! Þrátt fyrir sorglegheit á veturnar var það okkur til happs að flytjast hingað haustið 2019. Í byrjun árs 2020 byrjaði kórónaveiran sína yfirreið yfir heiminn og í Osló voru menn innilokaðir heima hjá sér í næstum ár á meðan við gátum farið á skrifstofuna eftir 6 vikur heima. Yfirleitt var mun minna um smit hérna í suðrinu og skrifstofur og leikskólar yfirleitt opin. Stærsti gallinn við Kristiansand er sá að það tekur eina auka flugferð í hvert skipti sem við ferðumst heim til Íslands (já, ég segi ennþá heim) eða til Bandaríkjanna að heimsækja tengdafjölskylduna. En þrátt fyrir allt er gott að búa í Noregi, sérstaklega fyrir barnafjölskyldur. Hér líkar okkur að vera og ef allt gengur eftir munum við vera hér um ókomna tíð. Fjölskyldan unir sér vel í Noregi. Ingimar Ari, Lucia betri helmingurinn, Santiago Matthías og Katla Aurora. Norskur ferðamáti í skólann á veturnar. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig þessi suðræna húð hefði höndlað lægð á lægð ofan! Það er nóg af leikvöllum í Noregi sem er vel við haldið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.