Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 56

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 56
56 Litli-Bergþór Á einum fyrsta góðviðrisdegi vorsins í lok mars er blaðamaður Litla-Bergþórs mættur til þeirra Erlendar Óla og Ingibjargar konu hans, í glæsilegt nýbyggt hús þeirra undir brekkunni vestan við Vatnsleysu. Þau fluttu nýlega heim í sveitina alkomin, en höfðu þó árum saman eytt flestum lausum stundum í sumarbústaðnum, sem stendur á sömu lóð, rétt vestan við nýja húsið. Í huga okkar sem leið eigum um þjóðveginn var það merki um að jólin væru að nálgast þegar ljósadýrðin birtist á fallega skreyttum bústað þeirra hjóna í desember. Og hér, eins og annarsstaðar á Vatnsleysutorfunni, er snyrtimennskan í hávegum höfð. Ingibjörg er Snæfellingur í báðar ættir en Erlendur Óli er borinn og barnfæddur Tungnamaður, sonur þeirra Sigurðar Erlendssonar og Jónu Ólafsdóttur á Vatnsleysu. Ég byrja á að forvitnast aðeins nánar um ættir þeirra beggja og uppruna. Óli: Langafi minn í föðurætt var Björn Bjarnarson, hreppstjóri á Brekku. Það var sagt um hann að hann hafi verið fróðleiksfús, félagslyndur, glaður í bragði og söngmaður mikill. Ég hef það líka eftir gömlum Hlíðamönnum að honum hafi þótt gott í staupinu. Þegar hann reið með Hlíðum og menn sáu að kápan flaksaði frá, var Björn líklega kenndur, en væri kápan aðhneppt var hann vísast allsgáður og í embættiserindum! Kona hans hét Jóhanna Jónsdóttir. Þau áttu ekki börn saman, en Björn eignaðist tvö börn með vinnukonum á heimilinu, sem þau Jóhanna ólu upp sem sín börn, Erlend og Þóru. Erlendur afi minn fæddist sem sagt á Brekku 1899, (d. 1978) og var móðir hans Guðrún Erlendsdóttir frá Arnarholti. Þóra hálfsystir hans var fædd þar 1916 (d. 2013) og hét hennar móðir Guðrún Jónsdóttir, ættuð frá Múla. Menn gerðu nú ýmislegt í þá daga til að koma erfðaefninu áfram! Þau Björn og Jóhanna tóku einnig að sér önnur börn, m.a. Guðmund Jónsson frá Laug, bróður Kristbergs, sem kom að Brekku 5 ára og ólst þar upp. Þegar afi og amma hófu búskap á Vatnsleysu árið 1927, flutti Guðmundur með þeim þangað og seinna bjó hann lengi einn á Kjaransstöðum. Það var því alltaf mikið og gott samband milli hans og Vatnsleysufólksins. Þegar gestir komu til hans að Kjaransstöðum var boðið upp á svart kaffi og þar á ég mínar fyrstu minningar um kaffidrykkju sem barn. Þegar við Ingibjörg kynntumst og ég fór að ferðast til Reykjavíkur, var Þóra afasystir jafnan búin að kaupa sætabrauð, sem hún sendi með okkur austur til Guðmundar. Það var ekki á mörgum bæjum öðrum en á Kjaransstöðum, sem boðið var upp á fínt bakarísbakkelsi með kaffinu! Þau Þóra og Karl Magnússon maður hennar frá Klausturhólum bjuggu í Reykjavík, en hann starfaði áður lengi sem rútubílstjóri hjá Óla Ket. Amma mín, Kristín Sigurðardóttir fæddist á Vatnsleysu 1899, systir Þorsteins á Vatnsleysu (f. 1893), sem þekktur var á sinni tíð, en bæði dóu þau systkinin 1974. Foreldrar þeirra voru Sigurður Erlendsson ættaður úr Gnúpverjahreppi og Sigríður Þorsteinsdóttir frá Reykjum á Skeiðum, af svokallaðri Reykjaætt, en þau fluttu að Vatnsleysu seinnipart 19. aldar. Þau áttu, auk Þorsteins og Kristínar, dæturnar Ingigerði og Elínu, en Elín bjó stutt á Drumboddsstöðum, síðan í Tungu og flutti svo á Selfoss með manni sínum Sveini Hjörleifssyni. Við vorum hvort sem er alltaf í sveitinni Viðtal við hjónin Erlend Óla Sigurðsson og Ingibjörgu Óskarsdóttur á Vatnsleysu Erlendur Óli, Sigurður og Ingibjörg á góðri stund í sumarbústaðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.