Litli Bergþór - 01.06.2022, Qupperneq 29
Georg Franzson, f. 2. janúar 1930, sem lengi
bjó á Syðri-Reykjum, í Laugarási og síðustu árin
í Grænumörk á Selfossi, lést þann 10. desember
2021. Útförin fór fram frá Skálholtsdómkirkju
20. des. 2021.
Svetla Ganeva Yotova, f. 1963, sem lengi vann
á Geysi hjá Má og Sigríði, lést þann 3. jan. 2022.
Hún var jarðsett í Haukadal.
Egill Óli Helgason, f. 3. apríl 1996, fæddur og
uppalinn í Laugarási, lést 11. mars 2022 eftir
erfið veikindi af völdum Covid. Útför hans fór
fram frá Skálholtsdómkirkju laugardaginn 26.
mars 2022.
Andlát
Sjúkranuddari í Íþróttamiðstöðina í Reykholti.
Harpa Sævarsdóttir mun bráðlega setja upp aðstöðu
í Íþróttamiðstöðinni og munu hún og Nils Guðjón
Guðjónsson, Bowen-tæknir, samnýta aðstöðu í kjall-
aranum. Sveitarfélagið vinnur nú að endurbótum
á aðstöðunni til að uppfylla þær kröfur sem
Heilbrigðiseftirlitið gerir til starfsleyfis sjúkranuddara
svo Harpa geti hafið starfsemi.
Bláskógaskokkið var haldið í 50 sinn þ. 12. júní sl. Hér er mynd af
þrem fræknum Tungnamönnum við upphaf fyrsta hlaupsins 1972, f.v.
Magnús Kristinsson Austurhlíð, Gunnar Sverrisson og Ólöf Sverrisdóttir
bæði frá Hrosshaga. Myndasmiður Gísli Sverrisson.
Verið velkomin á
veitingahúsið Hvönn
í Skálholti.
Opið alla daga frá kl. 10-16 og á kvöldin ef pantað er f��ir hópa.
Nánari upplýsingar veita Gunnhildur og Bjarki í síma 486 8870 / 845 5866 eða á netfangið
hotelskalholt@skalholt.is