Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 42

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 42
42 Litli-Bergþór Á haustmánuðum 2021 hittust félagskonur í Kvenfélagi Biskupstungna í þeim tilgangi að vinna hver og ein sitt ÓSKASPJALD eða DRAUMASPJALD en það byggir á hugmynda- fræðinni „Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar“. Athygli er öflugt fyrirbæri og segja má að þangað sem þú beinir athygli þinni þangað leitar orkan þín og því er mjög mikilvægt að beina athygli sinni að því sem við viljum hafa og leggja áherslu á í lífi okkar. ÓSKASPJALD er samsafn af myndum og setningum sem fest eru á spjald og sett þar sem þú getur séð það á hverjum degi til að minna þig á þínan dýpstu langanir og er því myndræn framsetning af öllu því sem þig langar að verða, gera og hafa í lífi þínu. Óskaspjöldin geta líka hjálpað okkur að losna úr viðjum vana sem eru ekki að gera okkur gott. Annars má rekja óskaspjaldagerð allt aftur til hellisbúa, en einhverjir fornleifafræðingar hafa sett fram þá kenningu að hellamyndir hafi verið gerðar í þeim tilgangi að sjá fyrir sér væntanlegar veiðiferðir hellisbúans, ekki bara til að skreyta veggi hellisins! Til að gera óskaspjald þá þarf fullt af skemmtilegum og mismunandi tímaritum, skæri, lím, karton, penna og liti.... og líflegt ímyndunarafl! Einnig bjóða ýmis forrit/öpp upp á gerð ÓSKASPJALDA, sem síðan væri hægt að prenta út og hengja upp, auk þess sem hægt er að setja ÓSKASPJALDIÐ upp sem skjáhvílu á símann eða í tölvuna. Auk óskaspjaldagerðarinnar náðu konur í Kvenfélagi Biskupstungna að gera ýmislegt gagnlegt og skemmtilegt á árinu 2021 þrátt fyrir covid aðstæður. Í ljósi þess að erfidrykkjur eru okkar aðal fjárjöflunarleið og þær lögðust meira og minna niður á árinu, þá ákváðum við að fara í stefnumótunarvinnu í mars 2021. Ýmsar hugmyndir komu upp í þeirri vinnu sem verið er að skoða. Í þessari vinnu völdum við gildi félagsins en þau eru GLEÐI – SAMFÉLAGSÁBYRGÐ – SAMVINNA. Þar sem Covid lýkur væntanlega bráðlega munum við dusta rykið af stefnumótunarskjölunum og halda ótrauðar áfram í takt við tilgang okkar sem er að • stuðla að því að konur í sveitinni kynnist. • efla samvinnu um hvers konar menningar- og mannúðarmál. • veita fjárstyrki til ýmissa málefna. Í maímánuði fengum við Margréti Erlu Maack til að vera með dansnámskeið í Aratungu sem opið var öllum í sveitinni og tókst þessi viðburður alveg einstaklega vel. Vorfundurinn okkar var haldinn í Friðheimum að þessu sinni og fengum við leiðsögn Knúts Ármanns um nýju gróðurhúsin sem auka framleiðslugetu þeirra í tómötum verulega. Mjög athyglisvert er að sjá hvernig fjölskyldan í Friðheimum náði að nýta covid tímann í að byggja fyrirtækið enn frekar upp og snúa neikvæðu ástandi í jákvætt. Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar Fréttir af Kvenfélaginu Óskaspjaldagerð í Borgarholti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.