Litli Bergþór - 01.06.2022, Qupperneq 19

Litli Bergþór - 01.06.2022, Qupperneq 19
Litli-Bergþór 19 Höfundur þennan vetur – myndin tekin heima á Galtalæk. Mynd: Steinunn Hermannsdóttir. Stórar voru steypur Við mættum í vinnuna klukkan sjö á mánudagsmorgni. Það var í febrúar 1964 og ég nýlega orðinn sautján ára. Það var steypa – steypt platan yfir gærukjallarann og undir réttina í sláturhúsinu tilvonandi í Laugarási. Við höfðum unnið til klukkan tíu hvert kvöld vikurnar á undan, undir það síðasta allir í járnunum. Við takmarkað ljós í skammdegismyrkri, nokkrar svokallaðar sólir, tvær eða þrjár 150 kerta perur í vaskafati. Gekk brösuglega að byrja á steypunni en vorum komnir á fullan skrið þegar hallaði stuttum degi. Steyptum á tveimur vélum, báðar með spil þannig að möl og sement var sett í sliskju sem vélin gat svo hvolft í sig. Ég lenti í sementinu. Andskotinn. Vildi það síst. Öfundaði strákana á hjólbörunum. Steini á Húsatóftum á 40 hestafla Deutz mokaði mölinni í sliskjurnar. Ég bar að sementið í fanginu svona um 20 metra leið. Einn 50 kílóa poki í aðra vélina, einn og hálfur í hina. Grafa holu í malarbinginn í sliskjunni, sementið í holuna, moka yfir aftur, annars gusaðist sementið út um allt. Nóttin skall á, við fengum kvöldmat, hangikjöt, kaffi á miðnætti. Og svið klukkan þrjú. Slydduhríð um nóttina, drífan stóð inn í daufa ljóskeilu sólarinnar í vaskafatinu. Veröldin ekki þessa heims. Sementið blotnaði og buxurnar urðu glerharðar steypubuxur, fleiðruðu hörundið, ermarnar sömuleiðis. Ég fór aftur að öfunda strákana á hjólbörunum. En það birti og það varð dagur og það varð kvöld. Á mínútunni klukkan sjö um kvöldið setti ég sement í síðustu hræruna. Aftur og aftur heyri ég sagnfræðinga hnýta eitthvað í húsmæðraskólana – hafa á orði að þeir hafi verið stofnaðir og þeir reknir í því augnamiði einu að halda konum inni á heimilum. Og tefja framsókn kvenna inn á verksvið karlmanna – verið þannig dragbítur á þróun til jafnræðis kynjanna. Þetta er ekki rétt – heimurinn og bjargræðisvegir voru allir aðrir fyrir fimmtíu eða sjötíu árum en þeir eru nú. Húsmæðraskólarnir voru stórmerkar stofnanir. Úr húsmæðraskólunum útskrifuðust konur með menntun til að takast á við það verkefni að reka stofnun sem hét mannmargt heimili í sveit. ► Slíkt heimili var meðal annars framleiðslueining og úr húsmæðraskólunum komu matvælafræðingar sem kunnu á vinnslu mjólkur, meðferð og geymslu kjöts og búning þess til neyslu. Úr þeim skólum komu líka klæðskerar, líka konur fróðar um ullarvinnslu og prjónles, kunnu að koma mjólk í mat og ull í fat. Úr húsmæðraskólunum komu kunnáttukonur um meðferð og heilsu ungbarna og líka hjúkrun gamalla og lasburða sem áttu á þeim árum jafnan athvarf hjá afkomendum sínum til hinsta dags. Fyrir utan allt þetta fluttu húsmæðragengnar stúlkur Til varnar húsmæðraskólunum Þrjátíu og sex klukkutímar. Daginn eftir gerði tuttugu stiga frost og þá varð handagangur í öskjunni við að verja steypuna svo að allt okkar erfiði færi ekki til andskotans. En það er allt önnur saga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.