Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 12
12 Litli-Bergþór
Félag eldri borgara í Biskupstungum hélt upp
á 30 ára afmæli félagsins í Aratungu 7. maí
síðastliðinn. Brynja okkar Eyþórsdóttir sá um
matinn af sinni alkunnu snilld og stórsöngvarinn
og grínistinn Stefán Helgi Stefánsson sá um að
skemmta okkur ógleymanlega. Var vel mætt og
fóru allir saddir og glaðir heim.
Stofnfundur félagsins var 11. maí
1992 og voru stofnfélagar 25 talsins.
Af stofnfélögum er einn ennþá virkur í
félaginu, en það er Sigurður Erlendsson á
Vatnsleysu.
Fyrsti formaðurinn var Jónína Jónsdótt-
ir, Lindarbrekku. Sigurður Þorsteinsson,
Heiði, tók við af henni og gegndi því
embætti í 17 ár. Fríður Pétursdóttir tók við
af honum, síðan Guðni Lýðsson og núna
er Elín Siggeirsdóttir formaður.
Núverandi stjórn skipa
Elín Siggeirsdóttir formaður,
Geirþrúður Sighvatsdóttir, gjaldkeri,
Bjarni Kristinsson ritari,
Ólafur Þór Jónasson og
Gunnar Sverrisson varamenn.
Allt frá stofnun hefur félagsstarfið verið öflugt
og gefandi. Að jafnaði hittast um 18 manns
í Bergholti vikulega frá lokum september og
fram í maí. Undanfarin 3 ár hefur kórónaveiran
þó sett strik í reikninginn, hennar vegna urðu
samverustundir okkar færri en ella 2019, 2020
og 2021. Reglulegar samverustundir byrjuðu loks
aftur síðastliðið haust og héldust fram að jólum
þegar Covid-19 fór aftur á kreik. En frá og með
febrúar síðastliðnum höfum við hist reglulega á
hverjum fimmtudegi.
Eitt er það allavega sem Covid-19
hefur kennt okkur en það er
hve mikilvægt það er að hitta
fólk og eiga samskipti hvert við
annað. Það kom svo greinilega
í ljós þegar við fórum að hittast
aftur hversu mjög við söknuðum
þessara samverustunda.
Félagsmönnum hefur verið boðið
upp á eitt og annað áhugavert
nú í vor og má þar t.d. nefna
að Heilsueflandi samfélag og
Heilsugæslan í Laugarási héldu
kynningu á þjónustu við aldraða
og kaffisamsæti fyrir eldri borgara
úr umdæmi Laugaráslæknishéraðs í Skálholti í
vor. Þá héldu nemendur 10. bekkjar grunnskólans
í Reykholti skemmtilega kynningu á þeim 15
Á myndinni má sjá þá Gunnar á Tjörn og Óla Jónasar æfa Elvistakta með Stefáni Helga
Stefánssyni á 30 ára afmælishátíð FEBB. Örn Erlendsson tekur upp dansinn.
FEBB
- Félag eldri borgara
í Biskupstungum
Erna Kjartansdóttir, Guðni Lýðsson, Ólafur Jónasson, Matthildur Róbertsdóttir,
Sigríður J. Sigurfinnsdóttir og Elín Siggeirsdóttir formaður hlusta á Knút í
Friðheimum segja frá starfseminni þar.