Litli Bergþór - 01.06.2022, Side 60
60 Litli-Bergþór
Í tengslum við vinnu mína við að taka saman
upplýsingar um það hvernig síminn hélt
innreið sína í Laugarás og breytti til muna
aðstæðum héraðslæknisins og sjúklinga,
ákvað ég að hafa samband við þau Garðar
Hannesson og Steinunni Þórarinsdóttur
(Stennu). Þau störfuðu í Aratungu frá því
símstöð var flutt þangað haustið 1961 og allt
til ársins 1975, þegar farið var að hilla undir
sjálfvirkt símkerfi. Garðar var húsvörður og
símstöðvarstjóri. Þau hjón sinntu þessum
störfum í sameiningu, þó svo Garðar hafi
formlega gegnt þessum hlutverkum.
„Þannig var þetta bara þá“, segir Stenna.
Hvað um það, ég var boðinn velkominn og
ég skellti mér í heimsókn í byrjun mars.
Leiðin að Aratungu
Fyrst er rétt að gera örlitla grein fyrir viðmælendum mínum, en þau hafa búið í Hveragerði frá því að þau fluttu úr
Tungunum. Steinunn, eða Stenna (1940) er elst sex barna hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur (1916-2014) og
Þórarins Þorfinnssonar (1911-1984) á Spóastöðum. Garðar
(1935) er yngstur níu barna þeirra Jóhönnu Bernharðsdóttur
(1896-1970) og Hannesar Andréssonar (1892-1972) á
Eyrarbakka.
Það má kannski segja að örlög Garðars og Stennu hafi byrjað
að spinna vef sinn árið 1946, þegar Hannes, faðir Garðars hóf
störf hjá Rafveitum ríkisins. Það leiddi síðan til þess að Garðar
fékk þar einnig starf í fyllingu tímans. Á sjötta áratugnum var
unnið að því að leggja rafmagn í Biskupstungur, en þá var
Hannes verkstjóri og sonurinn Garðar einn línumannanna.
Hópurinn var í fæði í Skálholti, þar sem Stenna var ráðskona
í mötuneyti fyrir þá sem unnu við byggingu dómkirkjunnar.
„Það voru ekki bara Daði og Ragnheiður sem kynntust
í Skálholti“, segir Garðar. „Steinunn hélt bara að þetta
væri einhver karl frá Eyrarbakka og við litum ekki hvort
á annað, einusinni. Svo benti Maja (María Eiríksdóttir í
Skálholti) henni á að þetta væri nú sonur verkstjórans.
„Það getur ekki verið, hann kallar hann alltaf Hannes!“,
varð Steinunni á orði. „Taktu bara eftir því,“ sagði Maja
þá, „alveg sama göngulagið!“ Það hefði verið útilokað að
einn í svona hóp hefði kallað „pabbi, pabbi“ svo ég kallaði
hann bara Hannes eins og hinir.“
Engu líkt
Í heimsókn hjá Steinunni Þórarinsdóttur
og Garðari Hannessyni Fyrri hluti
Garðar og Stenna á heimili sínu í Hveragerði í mars 2022. Mynd pms.
Myndin var tekin á brún Vaðlaheiðar 1953, Akureyri í baksýn.
Hannes Hannesson bróðir Garðars og Guðjón Pálsson.
Þarna var verið að leggja línu frá Laxárvirkjun til Akureyrar.
Rafveitumenn kölluðu símamenn símatitti, enda staurarnir
miklu lægri. Mynd frá Garðari og Stennu.