Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 25
Litli-Bergþór 25 Fréttir af veðri frá desember 2021 til maí 2022. Nokkrir öfgar einkenndu veðurfarið síðasta hálfa árið. Desember mátti þó heita góður, skiptust á frost og hláka fyrstu daga mánaðarins með tilheyrandi hálku á heimreiðum, síðan nokkuð hlýtt fram að jólum. Yfir jóladagana var bjart og falleg veður með vægu frosti, en á gamlársdag þykknaði upp með austan hvassviðri. Snjólaust var svo gamlársbrennur voru bannaðar. Nokkrir sinubrunar urðu samt vegna skotelda. Nýársdagur heilsaði svo með rokhvelli, 20-25 m/sek, jörð var alauð og allt skraufaþurrt. Gaf það tóninn fyrir það sem koma skyldi, því síðan gekk hver óveðurslægðin eftir aðra yfir landið næstu tvo mánuðina. Þorrinn byrjaði með gulum og appelsínugulum veðurviðvörunum og lokun fjallvega og Góan byrjaði á rauðum. Flesta daga sveiflaðist hitinn, allt frá 10 stiga frosti og upp fyrir frostmarkið og til skiptis éljagangur, slagveðursrigning, slydda, aftur éljagangur, skafbylur. Stöku meinlaus dagur á milli, töluverð snjóalög. Febrúar heilsaði með frosti og síðan áframhaldandi umhleypingum, sem fóru versnandi. Hiti sveiflaðist áfram um frostmarkið. Endalaus lægðakeðja með roki eða ofsaveðri um og yfir 30 m/sek, með fárra daga millibili, sérstaklega seinnipart mánaðarins. Versta veðrið sennilega 21. febrúar þegar spáð var 34 m/sek suðaustan fárviðri, (mælir í Myrkholti sýndi 50 m/sek í hviðum), með tilheyrandi tjóni á gróðurhúsum. Veðrið var oft verst um nætur og illa gekk að halda fjallvegum opnum. Hellisheiði oft ófær dögum saman og það komu dagar þegar allir vegir urðu ófærir til og frá höfuðborgarsvæðinu. Skurðir fullir af snjó. Í mars brá til betri tíðar fyrri part mánaðarins með þægilegu vetrarveðri, hiti um frostmark, talsverður snjór. Engin ofviðri fyrr en um miðjan mánuð. Þá gengu nokkrar djúpar lægðir yfir landið með tilheyrandi ofsaveðri og blindbyljum. Síðan kom vorið, hiti yfir frostmark og lóan kom 20. mars. Apríl og maí voru yfirleitt góðviðrasamir. Næturhiti var um og yfir frostmarki flesta daga og eftir miðjan maí allt að 10°C hiti að næturlagi. Á daginn var hlýtt í sólinni, dásemdar vorveður og gott gróðrarveður, enda komin góð beit á tún strax fyrstu vikuna í maí. Áframhaldandi gróðrarveður og góðviðri fram í júní. Tjón á gróðurhúsum. Gróðurhús í Jarðarberjalandi í Reykholti lögðust saman í rokinu 21. febrúar og gjör- eyðilögðust. Eins varð tjón á gróðurhúsum Kvistabæjar og á Sólveigarstöðum og víðar varð minniháttar tjón á gróðurhúsum, þar sem brotnuðu nokkrar rúður. Í einni hviðunni brotnaði grenitré við íbúðarhús Þórarins og Hildar á Spóastöðum og munaði litlu að það lenti á húsinu og í Laugarási héldu tré áfram að leggjast á hliðina. Víða urðu foktjón á Suðurlandi, t.d. sprakk loftborna íþróttahúsið Hamarinn í Hveragerði í óveðrinu 21. febrúar. Hvað segirðu til? Fréttir úr Tungunum frá janúar til maí 2022 Brrr.. mér var kalt í Bláfelli í vetur. Eyðilögð jarðarberjauppskera og gróðurhús í Jarðarberjalandi 21. febrúar 2022.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.