Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 48

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 48
48 Litli-Bergþór oft í einum hóp, sem færði menn og hesta saman fyrir verkefnin framundan. Eftir að fyrsti náttstaður var færður inn í Svartárbotna raskaðist sú tilhögun og nú aka menn sér og hestum sínum til fjalls, sumir alla leið, aðrir hluta af leiðinni. Guðrún S. Magnúsdóttir lýsir ágætlega fjall- ferðum eins og þær eru í dag í grein sinni í Litla-Bergþóri 2018 (11). Sjá einnig grein Drífu Kristjánsdóttur um fjallferð árið 1994 (12). Önnur leit var ávallt kölluð eftirsafn. Eftirsafnsmenn, 9 að tölu, fóru fram til 1991 í aðra leit oftast daginn eftir réttirnar. Leituðu þeir að mestu sama svæði og í fyrstu leit og voru 7 daga, jafn lengi og fyrstasafnsmenn. Þriðja leit - oftast kölluð eftirleit - var farin nálægt veturnóttum (helst fyrir 20. október). Fóru jafnan fjórir til fimm menn í þá leit þegar veðurútlit var gott og leituðu enn sama svæði og í fyrri leitum. Leituðu þá helst þar sem fjár var von og voru í viku. Sjá grein Ingvars Ingvarssonar frá 1963 (13). Árið 1991 var leitartilhögun eftirsafns og eftirleitar breytt, þeim steypt saman og leitir styttar í 3-4 daga yfir helgi. Oft hefur verið farið síðustu helgi í september. Var það gert til að spara mannafla og minnka kostnað. Á fjallskilaseðli heitir það nú Eftirsafn innan Hvítár og Eftirsafn á framafrétt. Í munni heimamanna heitir leitin innan Hvítár (5 menn) þó enn eftirleit og fara þeir á fimmtudegi, en eftirsafnsmenn (7 menn) fara á framafréttinn á föstudegi og allir koma til baka á sunnudegi. Farið er á hestum og fjórhjólum og fé sem finnst er sótt á bílum inn á afrétt, sem sparar mikinn tíma í rekstur. Drónar hafa einnig verið notaðir til leita. Þó að ekki sé farið í eftirleit lengur um veturnætur eru fjárbændur duglegir að aka inn á hálendið fram eftir hausti, til að svipast um ef þá vantar kindur af fjalli. Og ef fréttist af kindum á afréttinum, frá ferðamönnum eða rjúpnaveiðimönnum, er farið af stað með kerru og hund, jafnvel fjórhjól og kindurnar sóttar. Brekknasmalamennskur. Hlíðamenn leita svæðið vestan Fars, árinnar sem rennur úr Hagavatni, og fara í Buðlungabrekkur, kallað að fara í Brekkurnar. Er það tveggja daga leit og var áður gist í sæluhúsi FÍ við Einifell, en í seinni tíð í orlofshúsum í landi Úthlíðar í Mosaskarði. Seinni daginn er einnig smalað Bjarnarfell, Sandfell, Kálfársporðar og suður Úthlíðarhraun. Safnið var, þar til um 1992, réttað í Hlíðarétt við Dalsmynni, en er nú rekið heim í Úthlíð og Austurhlíð eftir að réttin fór undir veginn. Aðstaða fyrir fjallmenn er nú orðin mjög góð á afréttinum, velbúin sæluhús hafa risið í Fremstaveri, (endurbyggt 1994), í Árbúðum (byggt 1992) og í Gíslaskála (stækkaður 2004 þegar nýtt hús var byggt við skála frá 1978, sem fluttur var inn í Svartárbotna.) Í skála FÍ við Einifell gista enn þrír menn eina nótt í fyrstu leit. Góð hesthús hafa verið byggð við skálana í Fremstaveri, Árbúðum og Gíslaskála. Hinsvegar er ekki lengur gist í bragganum við Sandá („Hótel Sandbúðum“), né í húsum Ferðafélags Íslands í Hvítárnesi, Hveravöllum og Þjófadölum. Nú eru hestar gjarnan fluttir á kerrum inn í Gíslaskála eða eitthvað áleiðis í upphafi ferðar, eins eru fjallmenn fluttir í bílum frá Hveravöllum í Gíslaskála til gistingar og til baka, meðan hestarnir eru geymdir á Hveravöllum. Fjallskilagjöldum, þ.e. kostnaði við smalamennskur og réttir, var fram yfir 1970 jafnað niður á bændur af hreppsnefndinni og var mikið verk. Svo þurfti að handskrifa fjallskilaseðilinn í sexriti. Að frumkvæði Þorfinns Þórarinssonar á Spóastöðum var sett á laggirnar sérstök fjallskilanefnd, sem síðan þá hefur séð um útreikninga og álagningu fjallskila. Þau eru nú greidd af sauðfjárbændum eingöngu og er ákveðin upphæð á hverja kind, (nú kr 650,-). Kaup fjallmanna er svo dregið frá upphæðinni. Þeir sauðfjárbændur sem ekki nota afréttinn fá afslátt af fjallskilum, sem er nú 33,33%. (Aflagt var árið 2010 að greiða hluta af fasteignamati jarða í fjallskilasjóð.) Smali með tvo til reiðar. Fjallmenn í Gíslaskála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.