Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 33

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 33
Litli-Bergþór 33 Fyrir tímabilið 2021 var félagið tilnefnt Grasrótarfélag ársins hjá KSÍ. Verðlaunin voru okkur veitt fyrir ,,Frábært uppbyggingarstarf í knattspyrnu barna og unglinga”. Að fá þessi verðlaun eru gríðarlegur heiður og ákveðinn gæðastimpill á það starf sem við höfum verið að vinna. Við erum nefnilega í þessu af alvöru og erum fullir af eldmóði og metnaði til að gera þetta vel. Boðið var upp á sumaræfingar fyrir 8. - 3. flokk. Æft var á Flúðum, Reykholti, Árnesi, Brautarholti og á Borg. Félagið tók þátt í ýmsum hraðmótum fyrir 8. - 6. flokk og tefldi fram tveimur liðum á Íslandsmóti í 5. flokki. Lið 1 vann 4 leiki og tapaði 6. Stærsti sigurinn kom svo í síðasta leik sumarsins, 8-0 gegn Þrótti Vogum á Reykholtsvelli. Á N1 mótinu gekk afar vel. Eftir að hafa tapað öllum leikjunum árið áður sigruðum við 5 leiki af 8 þetta árið og enduðum í 6. sæti af 24 liðum í okkar deild. Sumarið 2022 fer vel af stað hjá yngri flokkum og aðsóknin góð. Æft verður í Reykholti, Flúðum, Árnesi, Borg, Brautarholti og einnig á Laugarvatni. Þjálfarar verða Gústaf Sæland, Sólmundur Magnús Sigurðarson og Matthías Jens Ármann. Við munum tefla fram liðum í 5. og 4. flokki á Íslandsmóti. Munum fara á N1-mótið á Akureyri, Orkumótið í Vestmannaeyjum og ýmis hraðmót fyrir yngstu börnin. Meistaraflokkurinn fer mjög vel af stað en þegar þetta er skrifað er liðið með fullt hús stiga eftir 3 leiki í 4. deild. Í Mjólkurbikarnum komumst við í fyrsta sinn í 2. umferð eftir 8-5 sigur á Kríu Seltjarnarnesi. Þá mættum við Reyni Sandgerði á Selfossvelli en þeir spila í 2. deild. Liðið skilaði hetjulegri frammistöðu og virtist ekki síðra liðið á vellinum, staðan í leikslok 0-0. Í framlengingu var orkan þó á þrotum og sigruðu Reynismenn á endanum 0-4. Þjálfari liðsins í ár er Liam Killa og markmiðið er sett á efstu 2 sætin í riðlinum sem myndu ekki bara koma okkur í úrslitakeppni heldur einnig tryggja áframhaldandi veru í 4. deild en á næsta ári verður hún 10 liða deild og lægri lið enda þá í nýrri 5. deild eða utan deilda. Það er því allt undir í ár og við þurfum á ykkar stuðning að halda sem aldrei fyrr! ÁFRAM ÍBU Sólmundur Magnús Sigurðarson, formaður aðaldeildar ÍBU. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, Gústaf Sæland og Sólmundur Magnús Sigurðarson. Hvað eru rafíþróttir? Í rafíþróttum er æft og keppt í tölvuleikjum. Það hafa verið stofnaðar rafíþróttadeildir innan ungmennafélaganna undanfarið og þar er lögð rík áhersla á að iðka tölvuleiki eins og aðrar íþróttir, þ.e. lögð áhersla á þjálfun, markmið og keppni. Þetta er bæði einstaklings- og hópíþrótt og þeir sem iðka hana gera það til að ná árangri og það krefst aga. Æfingatímar eru afmarkaðir og strangar reglur. Ekki spurning um að liggja í tölvuleikjum stjórnlaust dag og nótt til að „skemmta sér“! Keppt verður í fyrsta skipti í rafíþróttum á Unglingalandsmóti UMFÍ, sem haldið verður á Selfossi um verslunarmannahelgina 29.-31. júlí nk. Rafíþróttadeildin Biskupar var stofnuð við Reykholtsskóla á síðasta ári. Þeir sem áhuga hafa geta farið inn á heimasíðu RÍSÍ, Rafíþróttasamtaka Íslands, og aflað sér frekari upplýsinga um rafíþróttir. GS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.