Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 35

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 35
Það var gott og gaman að byrja árið kröftulega með ballinu á Selfossi og við vorum öll til í að taka þennan vetur tvöfaldan eftir vægast sagt erfitt félagslegt ár. En svo fór sem fór og líkt og áður sagði þá dró vissulega úr stemningunni þegar á leið og ljóst var að lítið yrði um viðburði. Við gerðum samt mjög gott úr því sem við höfðum og skemmtum okkur vel á okkar opnu kvöldum. Okkar stærsta kvöld var söngvakeppniskvöldið okkar. Það var í sjálfu sér ekki mikil keppni í ár þar sem aðeins eitt atriði tók þátt og var því nokkuð öruggt að það lag kæmist áfram. Þrátt fyrir að atriðið væri aðeins eitt átti það svo sannarlega skilið að fá sama umfang líkt og ef um mörg atriði væri að ræða. Zetor bauð öllum nemendum í 7. bekk í Reykholtsskóla, Bláskógaskóla á Laugarvatni og Kerhólsskóla á söngvakeppnina. Við vorum svo heppin að fá til okkar systurnar Freyju og Oddnýju Benónýsdætur sem komu og sungu fyrir gestina, en þær hafa unnið í ýmsum söngvakeppnum og m.a. tekið þátt á USSS og komust áfram þar á SamFestinginn. Þær hafa einnig sungið á Blítt & létt í Menntaskólanum að Laugarvatni og unnið þá keppni oftar en einu sinni. Þær sögðu frá sinni reynslu og svöruðu spurningum úr salnum. Hallbjörn Valgeir Rúnarsson (Halli Valli) var okkar hægri hönd í söngvakeppnisferlinu öllu og sá m.a. um tæknimál, sviðsmál og aðstoðaði söngvarana. Hann hefur áður komið okkur til aðstoðar og það er frábært að vera með einstakling sem hefur mikinn áhuga og reynslu á viðburði sem þessum og er reiðubúinn að aðstoða okkur. Halli Valli hefur víða komið við, hann starfar sem verkefnastjóri í málefnum fatlaðra hjá Árnesþingi í dag en hann var verkefna- stjóri frístundastarfs fatlaðra ungmenna í Hinu Húsinu í Reykjavík og fór þá til Írlands með Töri Þöll sem tók þátt í Eurosong (sem er nokkurskonar Eurovision fyrir fólk með fötlun). Einnig var hann í hljómsveitinni Ælu sem var virk á árunum 2003-2015. Espiflöt, Efsti- Dalur og Fontana gáfu keppendum blóm og gjafabréf. Það hefði þó engin keppni né viðburður sem þessi verið í ár ef ekki væri fyrir okkar flottu drengi, þá Ragnar Hjaltason, Ágúst Örn Jónsson, Jakob Mána Ásgeirsson og Kjartan Helgason í Reykholt Goons sem mættu óhræddir á sviðið með frumsamið lag og texta. Ragnar og Kjartan sömdu textann, Ágúst samdi lagið og Jakob samdi danssporin. Þeirra framlag fór svo áfram í USSS (sem er eins og áður sagði Undankeppni Söngkeppni Suðurlands) sem var sýnt í beinu streymi frá Youtube rás í ár. Því miður komust þeir ekki áfram í þeirri keppni en þeir segja að við megum gera ráð fyrir að heyra meira frá þeim í framtíðinni. Það styttist í sumarið, sólin fer hækkandi, daginn er farið að lengja, vorilmurinn leynir sér ekki. Félagsmiðstöðvarstarfið er enn í fullum gangi og við erum tilbúin að fara að færa okkur út úr húsi. Í mars fórum við loksins öll saman með rútu á ball á Selfossi, þar sem Stuðlabandið og Séra Bjössi héldu uppi skemmtuninni. Núna í apríl snýst flest allt um SamFestinginn og páskafrí. SamFestingurinn er á vegum Samfés og verður haldinn í Hafnarfirði í ár. Þar koma fram Stuðlabandið, Páll Óskar, Steindi og Auddi og fleiri frábærir listamenn á föstudagskvöldinu. Á laugardeginum er söngvakeppnin þar sem öll þau lög sem komust áfram í sínum félagsmiðstöðum eða sínum undankeppnum, taka þátt. Það er því óhætt að segja að þrátt fyrir sögulega tíma og lokanir að þá hefur Zetor haft það gott og gaman í vetur. Við höldum áfram með okkar opnu kvöld í heimabyggð og hver veit hvað maímánuður býður uppá. Með kærri kveðju og þakklæti fyrir góðan vetur, Ragnheiður Hilmars. Litli-Bergþór 35 Höddi, Ingvar og Gása láta fara vel um sig í sófanum. Strákarnir í Reykholt Goons: Ragnar, Jakob, Kjartan, Ágúst og Daníel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.