Litli Bergþór - 01.06.2022, Síða 40

Litli Bergþór - 01.06.2022, Síða 40
Í apríl byrjun voru þemadagar í Reykholtsskóla. Þemað að þessu sinni var „Fjölmenning og friður.“ Í skólanum eru um 100 nemendur frá 15 þjóðum og lögðum við áherslu á að fræðast um þessar þjóðir. Þjóðirnar eru Bretland, Danmörk, Finnland, Indónesía, Ísland, Kanada, Palestína, Pólland, Rúmenía, Sviss, Svíþjóð, Taíland, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland. Við erum stolt af fjölmenningu okkar og leggjum ríka áherslu á virðingu í skólanum. Við lærum svo mikið af hvort öðru því við erum svo fjölbreyttur hópur. Helstu verkefni þemavinnunnar voru landakort, fánar, tungumál, friðartákn, matur og menning. Í lokin vorum við með opið hús þar sem fjölskyldur og sveitungar upplifðu afraksturinn. Veggir skólans voru prýddir með fjölbreyttum upplýsingum um þjóðirnar og nokkur myndbönd voru í gangi sem sýndu afrakstur þemastarfsins. Foreldrar tóku þátt með því að mæta með mat til að smakka á frá sínu landi. Unglingarnir sáu einnig um að útbúa mat fyrir smakkið. Nokkrir klæddu sig upp í þjóðbúninga í tilefni dagsins. Þemadagarnir heppnuðust mjög vel og það var sérstaklega ánægjulegt að fá svo marga úr samfélaginu í heimsókn til okkar. Lára Bergljót Jónsdóttir, skólastjóri Reykholtsskóla. „Fjölmenning og friður“ -Þemadagar í Reykholtsskóla Nemendur á unglingastigi unnu með orð á ýmsum tungumálum. Nemendur á yngsta stigi unnu að gerð friðartákna. Systur ættaðar frá Palestínu. Kennarar í þjóðbúningum. Aðalheiður Helgadóttir í íslenskum þjóðbúningi og Arite Fricke í þýskum þjóðbúningi.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.