Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 40

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 40
Í apríl byrjun voru þemadagar í Reykholtsskóla. Þemað að þessu sinni var „Fjölmenning og friður.“ Í skólanum eru um 100 nemendur frá 15 þjóðum og lögðum við áherslu á að fræðast um þessar þjóðir. Þjóðirnar eru Bretland, Danmörk, Finnland, Indónesía, Ísland, Kanada, Palestína, Pólland, Rúmenía, Sviss, Svíþjóð, Taíland, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland. Við erum stolt af fjölmenningu okkar og leggjum ríka áherslu á virðingu í skólanum. Við lærum svo mikið af hvort öðru því við erum svo fjölbreyttur hópur. Helstu verkefni þemavinnunnar voru landakort, fánar, tungumál, friðartákn, matur og menning. Í lokin vorum við með opið hús þar sem fjölskyldur og sveitungar upplifðu afraksturinn. Veggir skólans voru prýddir með fjölbreyttum upplýsingum um þjóðirnar og nokkur myndbönd voru í gangi sem sýndu afrakstur þemastarfsins. Foreldrar tóku þátt með því að mæta með mat til að smakka á frá sínu landi. Unglingarnir sáu einnig um að útbúa mat fyrir smakkið. Nokkrir klæddu sig upp í þjóðbúninga í tilefni dagsins. Þemadagarnir heppnuðust mjög vel og það var sérstaklega ánægjulegt að fá svo marga úr samfélaginu í heimsókn til okkar. Lára Bergljót Jónsdóttir, skólastjóri Reykholtsskóla. „Fjölmenning og friður“ -Þemadagar í Reykholtsskóla Nemendur á unglingastigi unnu með orð á ýmsum tungumálum. Nemendur á yngsta stigi unnu að gerð friðartákna. Systur ættaðar frá Palestínu. Kennarar í þjóðbúningum. Aðalheiður Helgadóttir í íslenskum þjóðbúningi og Arite Fricke í þýskum þjóðbúningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.