Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 66

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 66
Frá árinu 2018 hefur leikskólinn Álfaborg verið í sambandi við háskólann Artevelde í Gent í Belgíu og á hverju ári hafa komið nemar frá háskólanum í vettvangsnám í Álfaborg. Það var svo síðasta vetrardag sem starfsfólk leikskólans Álfaborgar lagði af stað í námsferð til Gent. Við flugum til Amsterdam og lentum þar í sól og blíðu þar sem rúta beið eftir okkur og keyrði okkur á áfangastað. Gent er höfuðborg héraðsins Austur-Flæmingjalands, með 263.703 íbúa. Markmið námsferðarinnar var fyrst og fremst að heimsækja leikskóla og fá innsýn í leikskólastarfið sem fer fram í þessu fjölmenningarsamfélagi. Árið 2019 notuðu börnin í Gent 162 mismunandi tungumál. Leikskólinn Álfaborg hefur verið með hátt hlutfall af börnum af erlendum uppruna í nokkur ár og því erum við alltaf að reyna að bæta og uppfæra stefnuna okkar. Af þeim sökum er lærdómsríkt að kynnast starfi leikskóla eins og þeirra í Gent Annað markmið var að efla samstarf okkar við háskólann og kynnast því námi og starfi sem þar fer fram. Námsferðin var einnig hugsuð sem hópefli fyrir starfsmannahópinn og efla þannig góðan starfsanda á sameiginlegum grundvelli. Fimmtudagurinn og föstudagurinn voru vel skipulagðir frá morgni til kvölds. Háskólinn hafði skipulagt heimsóknir í þrjá leikskóla fyrir starfsfólk Álfaborgar og auk þess bauð háskólinn upp á kynningu á starfi sínu og fræðslu um kennaranám í Belgíu. Einnig fengum við fræðslu um hvernig skólar starfa í Belgíu. Við heimsóttum skóla skammt frá háskólanum sem heitir Dokata og er fyrir tveggja- og hálfs árs til tólf ára börn. Við skólann starfa 68 starfsmenn og sinna 410 nemendum af 21 þjóðerni og þar eru töluð 33 tungumál. Við byrjuðum á því að fá fræðslu um skólann sem leggur áherslu á samskipti, gagnrýna hugsun og félagsfærni. Við skoðuðum skólann og litum inn í kennslustofur og sáum hvernig kennslan fór fram. Á öðrum degi byrjuðum við daginn á að skoða ungbarnaleikskólann Tierlantuin. Tierlantuin er stað- settur í þéttsetnu hverfi í Rabot. Þar búa mörg þjóðerni saman og eru fjölskyldusamsetningar af öllu tagi, allt frá viðkvæmum, brotnum fjölskyldum, til stórra og fátækra. Tierlantuin er þriggja deilda leikskóli með pláss fyrir 53 börn á aldrinum þriggja mánaða til tveggja og hálfs árs og starfa tveir starfsmenn á hverri deild. Engrar menntunar er krafist til að starfa á ungbarnaleikskólum. Þau börn sem voru farin að ganga voru úti að leika sér en gátu líka gengið á milli deilda að vild. Þarna var fallegt útisvæði með ýmsum heimatilbúnum leiktækjum. Mikil áhersla er lögð á foreldrasamstarfið og þeir foreldrar sem eru nýir fá, ásamt börnunum, aðlögunartíma á dagvistinni. Kennararnir í dagvistinni sýna svefn,- matar- og huggunarvenjum barnanna skilning og virðingu. Síðan lá leið okkar til Sint-Salvator og Klim sem er skóli fyrir börn frá tveggja og hálfs árs til tólf ára. Í skólanum eru u.þ.b. 600 börn og eru töluð um 30 tungumál, mikil áhersla er lögð á fjölmenningu, tungumálakennslu og samstarf við foreldra. Kennarinn sinnir bæði kennslu, barnavernd og aðstoðar foreldra við ýmis mál. Það var mjög áhugavert að fara í þessar skóla- heimsóknir og lærdómsríkt að fá að fylgjast svona Námsferð til Gent í Belgíu Hádegismatur í háskólanum með starfsfólki: Á borði lengra frá Eyrún Ósk Egilsdóttir, Lucie Jírová, Sigríður Ósk Beck Víkingsdóttir, Gréta Gísladóttir og Lovísa Tinna Magnúsdóttir, Á borði nær Guðbjörg Gunnarsdóttir, Bieki Vonobnal, Philip O’neill, Erla Jóhannsdóttir, Lieselot Michele Maria Simoen og starfsmaður háskólans. 66 Litli-Bergþór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.