Litli Bergþór - 01.06.2022, Qupperneq 10

Litli Bergþór - 01.06.2022, Qupperneq 10
10 Litli-Bergþór Ég heiti Ingimar Ari Jensson og ólst upp í Laugarási til 15 ára aldurs. Sonur Matthildar Róbertsdóttur, hjúkrunarfræðings og Jens Péturs Jóhannssonar rafvirkja. Eftir Reykholtsskóla var ferðinni heitið í borg óttans til að nema við Kvennaskólann. Þar komst ég í kynni við krakka sem höfðu verið skiptinemar erlendis og þar kviknaði ferða- og útlandaþráin fyrst. Ég kom heim í sveitina eina helgina með bækling sem útlistaði hversu spennandi og skemmtilegt það væri að eyða einu ári í útlöndum sem skiptinemi. Ég minntist á það frekar feimnislega við foreldrana og hugsaði ekkert um það frekar. Þeim gamla leiddist eitthvað þennan dag, sá fram á heilt ár af date nights með gömlu og tók því umsóknareyðublaðið, skellti því í ritvélina og fyllti hana út með tveimur vísifingrum! Þegar kom að því að velja lönd var kerfið einfalt, Spánn var númer eitt og næstu fjögur voru lönd í suður- og mið-Ameríku þar sem spænska var móðurmálið. Svo fór að umsóknin var samþykkt og Venezuela varð mitt heimaland í tæpt ár. Heilt ár af salsa, sól, síðu hári og sósíalískri byltingu (rétt eftir áramótin 1998/99 tók Hugo Chavez við sem forseti eftir spennandi kosningar). Ég mæli eindregið með því við alla krakka að fara sem skiptinemar í eitt ár. Þið sjáið ekki eftir því! Þegar heim var komið hélt lífið áfram í borg óttans, útskrifaðist sem stúdent árið 2001 (einu ári seinna en upphaflega var stefnt að, vegna skiptinemaársins). Eftir það var ákveðið að fara í byggingaverkfræði í HÍ, að ég hélt út af tilviljun einni þar sem ég var alls ekki viss hvað ég vildi læra. Þetta var „rangur misskilningur‟, þar sem Sísa, ensku- og íslenskukennari, benti mér á nokkrum árum seinna að ég hefði skrifað einmitt verkfræðingur þegar hún bað 10. bekkinn í Reykholtsskóla að skrifa niður það sem við vildum verða þegar við yrðum stór. Ingimar Ari Jensson Útskrift úr BSc. námi í verkfræði fór fram vorið 2004, við tóku tvö ár á Austurlandinu fagra og síðsumars 2006 var aftur haldið í víking. Nú til vesturstrandar Bandaríkja Norður - Ameríku, nánar tiltekið til Seattle borgar, til að klára meistaragráðu í burðarþolsverkfræði. Heimavöllur Microsoft, Starbucks, Boeing og Grunge tók vel á móti ykkar manni og í rúmlega eitt ár nam hann eins og vindurinn (og um vindinn, reyndar) ásamt því að ferðaðist um Bandaríkin þver og endilöng. Að búa í Bandaríkjunum sem nemi er frábært! Seinni part ársins 2007, þegar ég var búinn að skila lokaverkefni, kom ég heim. Ég rétt náði að gæða mér á einu dýrindis gull risotto og kaupa mér íbúð áður en Ísland var blessað. Áður en ég kom heim hafði ég fengið vinnu hjá fyrirtæki sem í dag heitir Verkís en hét þá VST verkfræðistofa. Það átti eftir að reynast mikið happaskref fyrir mig, og vonandi þau líka. Árið 2015 kom upp verkefni í Noregi sem mér bauðst að vera partur af. Verkefnið var að hanna stækkun við álver á vesturströnd Noregs, nánar tiltekið í Karmøy, og vorum við nokkrir frá Verkís sem vorum leigðir inn til að vinna að því. Vinnufyrirkomulag var þannig að unnið var í 3 vikur í Noregi og í eina viku heima á Íslandi. Þetta fyrirkomulag var við lýði í u.þ.b. eitt og hálft ár. Þegar leið að lokum verkefnisins ákvað ég í samráði við minn betri helming að prófa að flytja varanlega til Noregs. Verkís var með skrifstofu í Oslo og hafði ég spurst fyrir um vinnu þar. Gekk það nokkuð greiðlega fyrir sig. Minn betri helmingur heitir Lucia Herrera og kemur frá Kólumbíu en bjó í Bandaríkjunum á þessum tíma. Við kynntumst niðri í miðbæ Reykjavíkur í einni af minni menningarferðum þangað. Þetta var árið 2011. Þegar kom að því ákveða framtíð sambandsins þurfti að ákveða hvar ætti að búa. Þar sem ég var ekki til í Trump og hennar suðræna húð var ekki til í lægð á lægð ofan, varð Noregur fyrir valinu. Til þess að VIÐ gætum flutt til Noregs þurfti konan að sækja um landvistarleyfi í gegnum mig, þ.e. ég þurfti að ábyrgjast Ingimar Ari með foreldrunum Matthildi og Jens Pétri. Feðgarnir saman jólin 1997, f.v. Róbert Einar, Jóhann Pétur, Jens Pétur og Ingimar Ari.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.