Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2017, Side 13

Andvari - 01.01.2017, Side 13
12 GUNNAR F. GUÐMUNDSSON ANDVARI Í Selsundi þótti Þorsteini gott að búa. Túnið eggslétt út frá bænum, „fjögur hundruð hesta síðbreiða“, sumarblíða mikil og veturnir mildir og góðir. Björn Þorsteinsson kvaðst einnig hafa átt þaðan góðar minn- ingar.7 Þessi sælutími stóð yfir í rúman áratug, allt þar til ógnvaldur- inn mikli, Hekla, braut af sér allar viðjar í lok mars 1947 og hrakti bóndann með allt sitt búalið af jörð sinni. Ári síðar settist Þorsteinn og fjölskylda hans að í Hafnarfirði.8 Hugur Björns stóð snemma til þess að ganga menntaveginn, en sú leið var ekki öllum greiðfær. Á þessum tíma voru aðeins tveir mennta- skólar í landinu, í Reykjavík og á Akureyri þar sem fullgildur mennta- skóli hafði verið stofnaður árið 1930. Hins vegar eimdi enn eftir af þeim gamla sið að lærðir menn, einkum prestar, tækju til sín námfúsa sveitapilta, og veittu þeim leiðsögn til stúdentsprófs. Prestsheimilin voru að þessu leyti mörg hver mikil menntasetur.9 Eitt þeirra var Fellsmúli á Landi, um eina dagleið á göngu (20–25 km) norðvestan frá Selsundi. Í góða tvo áratugi var þar rekinn nokkurs konar mennta- skóli undir stjórn þeirra feðga, séra Ófeigs Vigfússonar prófasts og Ragnars Ófeigssonar, sem jafnframt var aðstoðarprestur föður síns. Séra Ragnar var hámenntaður maður, því að auk guðfræðiprófs frá Háskóla Íslands hafði hann verið um tíma við nám í málvísindum og trúarbragðasögu við háskólann í Kaupmannahöfn. Í minningargrein um séra Ófeig lýsir Björn menningarheimilinu á Fellsmúla á þessa leið: Fellsmúli er allþekkt fræðasetur hér á landi, en fæstir munu vita, hvers konar mannúðar- og menningarstarf feðgarnir á Fellsmúla hafa innt af hendi. Tala þeirra nemenda, sem dvalist hafa á Fellsmúla og notið hafa tilsagnar prest- anna, mun komin talsvert á annað hundrað. – Margt af því fólki, sem þar hefur stundað nám, hefur verið svo efnum búið, að æðri skólar landsins hafa verið því lokaðir. En skólastjórinn á Fellsmúla var yfirleitt ekki frekur í fjárkröfum. Flestir nemendur hans hafa sloppið með það eitt að greiða fæði og húsnæði og sumir fengið gjaldfrest á þeirri kvöð. Skólinn á Fellsmúla hefur þó eigi verið styrktur af ríkinu á nokkurn hátt, og kennslan þar hefur eigi verið veitt með hangandi hendi. Menn hafa stundað þar nám í allskonar bóklegum fræðum og nokkrir hafa numið þar allan lærdóm sinn undir stúdentspróf og staðist það með góðum vitnisburði. Fjölhæfari kennarar eru trauðla til hér á landi en þeir, sem kenndu á Fellsmúla.10 Björn Þorsteinsson var einn þeirra ungu manna sem sátu við fót- skör þessara meistara og áttu athvarf hjá þeim hjónum, séra Ófeigi og Ólafíu Ólafsdóttur. Hann fer fögrum orðum um prófastsfrúna, segir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.