Andvari - 01.01.2017, Side 15
14 GUNNAR F. GUÐMUNDSSON ANDVARI
ágætiseinkunn í íslensku, náttúrufræði og tæpri ágætiseinkunn í
sögu.14 Allt voru þetta greinar sem hann lagði stund á, með einum eða
öðrum hætti, síðar á ævinni. Um haustið lét Björn skrá sig til náms
við heimspekideild Háskóla Íslands, og sex árum síðar lauk hann
kennaraprófi í íslenskum fræðum. Lokaprófið var bæði munnlegt og
skriflegt og skiptist í málfræði, bókmenntasögu, Íslandssögu og rit-
gerð sem gaf tvöfalda einkunn. Í málfræði var viðfangsefnið fornger-
mönsk mál og aðaleinkenni þeirra, og í bókmenntasögu voru aust-
firsku skáldin á 17. öld tekin fyrir. Í sögu átti nemandinn að gera grein
fyrir breytingum á landsstjórninni 1770 og segja frá Landsnefndinni
fyrri, sem skipuð var sama ár, viðfangsefnum hennar og tillögum.
Þar var Björn í essinu sínu, enda einkunnin eftir því. Í ritgerðarefn-
inu var hann á kunnuglegum slóðum: Konungseignir í Rangárþingi
fyrir siðaskipti.15 Samhliða háskólanámi stundaði Björn kennslu, í ís-
lensku við Iðnskólann í Reykjavík 1942–1945 og íslensku og sögu við
Gagnfræðaskóla Reykvíkinga (síðar Gagnfræðaskóla Vesturbæjar)
með nokkrum hléum frá 1943 til 1967.16 Um skeið mun hann einn-
ig hafa tekið til sín nemendur í einkakennslu.17 Tæplega einu ári eftir
að Björn lauk háskólanámi sótti hann um lausa stöðu skjalavarðar
við Þjóðskjalasafn Íslands, einn tíu umsækjenda. Hlutskarpastur varð
séra Jón Guðnason, síðast sóknarprestur á Prestbakka í Hrútafirði.18
Björn var á þessum tíma kvæntur maður. Eiginkona hans var Guðrún
Guðmundsdóttir, fjölmenntuð kona og bakhjarlinn í lífi hans. Um fjöl-
skylduhagi Björns verður nánar rætt síðar, en óhætt er að fullyrða að
Guðrún hafi gert honum kleift að koma því öllu í verk sem hér verður
nú reynt að gera grein fyrir.
Sagnfræðingur
Efnisleg söguskoðun19
Veturinn 1948–1949 var Björn við framhaldsnám og rannsóknir í
Lundúnum með styrk frá bresku menningar- og menntastofnuninni
British Council. Meginmarkmið hans mun hafa verið að leita í skjala-
söfnum að heimildum sem á einhvern hátt tengdust sögu Íslands og fá
afrit af þeim til frekari rannsóknar. Í maí 1949 birtist í Þjóðviljanum
viðtal sem blaðamaðurinn Magnús Torfi Ólafsson („M.T.Ó.“) tók við