Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 15

Andvari - 01.01.2017, Page 15
14 GUNNAR F. GUÐMUNDSSON ANDVARI ágætiseinkunn í íslensku, náttúrufræði og tæpri ágætiseinkunn í sögu.14 Allt voru þetta greinar sem hann lagði stund á, með einum eða öðrum hætti, síðar á ævinni. Um haustið lét Björn skrá sig til náms við heimspekideild Háskóla Íslands, og sex árum síðar lauk hann kennaraprófi í íslenskum fræðum. Lokaprófið var bæði munnlegt og skriflegt og skiptist í málfræði, bókmenntasögu, Íslandssögu og rit- gerð sem gaf tvöfalda einkunn. Í málfræði var viðfangsefnið fornger- mönsk mál og aðaleinkenni þeirra, og í bókmenntasögu voru aust- firsku skáldin á 17. öld tekin fyrir. Í sögu átti nemandinn að gera grein fyrir breytingum á landsstjórninni 1770 og segja frá Landsnefndinni fyrri, sem skipuð var sama ár, viðfangsefnum hennar og tillögum. Þar var Björn í essinu sínu, enda einkunnin eftir því. Í ritgerðarefn- inu var hann á kunnuglegum slóðum: Konungseignir í Rangárþingi fyrir siðaskipti.15 Samhliða háskólanámi stundaði Björn kennslu, í ís- lensku við Iðnskólann í Reykjavík 1942–1945 og íslensku og sögu við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga (síðar Gagnfræðaskóla Vesturbæjar) með nokkrum hléum frá 1943 til 1967.16 Um skeið mun hann einn- ig hafa tekið til sín nemendur í einkakennslu.17 Tæplega einu ári eftir að Björn lauk háskólanámi sótti hann um lausa stöðu skjalavarðar við Þjóðskjalasafn Íslands, einn tíu umsækjenda. Hlutskarpastur varð séra Jón Guðnason, síðast sóknarprestur á Prestbakka í Hrútafirði.18 Björn var á þessum tíma kvæntur maður. Eiginkona hans var Guðrún Guðmundsdóttir, fjölmenntuð kona og bakhjarlinn í lífi hans. Um fjöl- skylduhagi Björns verður nánar rætt síðar, en óhætt er að fullyrða að Guðrún hafi gert honum kleift að koma því öllu í verk sem hér verður nú reynt að gera grein fyrir. Sagnfræðingur Efnisleg söguskoðun19 Veturinn 1948–1949 var Björn við framhaldsnám og rannsóknir í Lundúnum með styrk frá bresku menningar- og menntastofnuninni British Council. Meginmarkmið hans mun hafa verið að leita í skjala- söfnum að heimildum sem á einhvern hátt tengdust sögu Íslands og fá afrit af þeim til frekari rannsóknar. Í maí 1949 birtist í Þjóðviljanum viðtal sem blaðamaðurinn Magnús Torfi Ólafsson („M.T.Ó.“) tók við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.