Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Síða 16

Andvari - 01.01.2017, Síða 16
ANDVARI BJÖRN ÞORSTEINSSON 15 ungan íslenskan fræðimann, Björn Þorsteinsson cand.mag., sem þá var sagður dveljast í London við rannsóknir á sögu Íslands (stúdents- mynd af Birni fylgir greininni). Á undan viðtalinu er langur pólitískur inngangur þar sem byrjað er á því að veitast að Bandaríkjamönnum fyrir að hafa „með samningsrofum, ósvífnum kröfum og loks lævís- legri beitingu hérlendra leppa innlimað Ísland í herstöðvakerfi sitt“. Síðan segir: „Skikkja heimsdrottnunarstefnunnar, sem nú skrýðir Sám frænda, hvíldi til skamms tíma á herðum Jóns bola hins brezka.“ Fullyrðingu þessa byggir höfundurinn á skjali sem hinn ungi fræði- maður hafi rekist á um vorið í þjóðskjalasafni Breta og fjallaði um möguleika breskra stjórnvalda á fyrsta þriðjungi 19. aldar til að kaupa Ísland af Dönum í skiptum fyrir Labrador og eins margar Bahamaeyjar og með þurfti (skjalið er dagsett 10. desember 1831). Sjálfur er Björn ekki með neinar pólitískar yfirlýsingar heldur lætur nægja að greina frá því sem hann hafði fyrir stafni og hvetja til þess að íslenskum handritum í safninu yrði betur sinnt en verið hafði. Mikilvægast væri að láta ljósmynda þessi handrit í samráði við Landsbókasafnið svo að þau yrðu aðgengileg íslenskum fræðimönnum.20 Sumarið eftir dvölina í Lundúnum var Björn í hópi 35 manna sem fengu úthlutað vísinda- og fræðimannastyrkjum frá Menntamálaráði Íslands. Hann var einn þeirra sem hlutu hæsta styrkinn, 1000 kr.21 Björn lét snemma að sér kveða á ritvellinum, fyrst með ritdómum í Samtíðinni, en fljótlega eftir heimkomuna frá Englandi tóku að birt- ast eftir hann fræðigreinar í blöðum og tímaritum, hinar fyrstu árið 1950. Tvær þeirra fjölluðu um Jón biskup Arason og siðaskiptin, að gefnu tilefni því að þá voru liðin fjögur hundruð ár frá því að biskup- inn og synir hans tveir voru teknir af lífi og brautin rudd fyrir nýjum sið. Þriðju greinina um skylt efni ritaði hann í Rétt, sem var tíma- rit um þjóðfélagsmál á vinstri væng stjórnmálanna, og nefndist hún „Stórveldastríð og stéttabarátta siðskiptatímans“.22 Ekki er síður for- vitnilegt að á þessu sama ári gerði hann grein fyrir hlutverki sagnfræð- innar og þeirri aðferðafræði sem hann taldi að sagnfræðingar ættu að tileinka sér. Í ritdómi um bókina Saga Íslendinga, 7. bindi, sem einn af kennurum hans í Háskólanum, Þorkell Jóhannesson, samdi, lýsir hann skoðun sinni: Það er að ýmsu leyti ábyrgðarhluti að vera sagnfræðingur, af því að sagan er lifandi viðfangsefni og getur verið hættulegt áróðurstæki, ef hún er misnotuð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.