Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2017, Side 19

Andvari - 01.01.2017, Side 19
18 GUNNAR F. GUÐMUNDSSON ANDVARI inngangi að skima yfir sviðið í Norðvestur-Evrópu og minnast á landa- fundina miklu í lok 15. aldar og á öndverðri 16. öld sem hafi haft áhrif á þróun iðnaðar og þjóðaviðskipta og leitt til „mikilvægrar þróunar, upplausnar lénsskipulags miðaldanna og eflingar þjóðríkja“.29 Að öðru leyti virðist höfundurinn rekja upphaf siðaskiptanna á Íslandi helst til þess að íslenska miðaldakirkjan hafi undir lokin gerst „ærið haust- þung“ og ekki megnað að ala upp helga menn. Hann segir siðskipta- öldina hafa verið öðrum fremur „öld stórbrotinna manna og stórkost- legra atburða“, þeirra stórbrotnastur hafi verið Jón biskup Arason og stórkostlegasti atburðurinn aftaka hans og sona hans. Í þessum anda er síðan greinin samin, og enda þótt hún sé tempruð af fræðilegri yfir- vegun, lýkur henni með því að sigurkrans er lagður að höfði hetjunnar: Þar sem barizt er til þrautar um manngildi, trú og hugsjónir einstaklingsins, varðar lítt um kappsamlega framgöngu liðsmanns. …Hversu sem vizka og veraldargengi bregðast, er manninum veitt, sé hann fullkomlega trúr sjálfum sér, að vinna sigur, sem öllum óförum hnekkir, en til þess sigurs verður hann að berjast einn. Slíkan sigur vann Jón Arason og synir hans í Skálholti 7. nóv. 1550. Þess vegna er þeirra enn minnzt, að liðnum fjórum öldum.30 Björn Þorsteinsson reynir að forðast mærðarfullan málflutning um einstaka menn en getur samt ekki leynt aðdáun sinni á Jóni Arasyni. Að því leyti á hann samleið með kennara sínum. En Jón var ekki sigurvegari einvörðungu vegna þess að hann var trúr sjálfum sér og hugsjónum sínum heldur fyrir þá sök að málstaður hans bar sigur úr býtum, þótt á annan veg yrði en hann ætlaði. Og það var göfugur mál- staður gegn erlendu valdi: Kaþólska trúin, sem Jón bar einkum fyrir brjósti, átti sér ekki viðreisnar von hér á landi, en þjóðin sjálf átti eftir að rísa upp og vinna sigur á konungs- valdinu. Í þeim átökum var barátta Jóns Arasonar og sona hans ómetanleg.31 Jóni Arasyni var sérstakur sómi sýndur í tímariti sósíalista, Rétti, og var eitt hefti ársins 1950 (3. h.) helgað honum að stórum hluta. Hann var hetja vegna þess að hann barðist gegn framsali landsins í hendur útlendra ráðamanna. Það var málstaður sem átti erindi í stjórnmála- átökum þess tíma, þegar deilt var hatrammlega um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Björn Þorsteinsson var einn þeirra sem áttu efni í hefti þessu, áð- urnefnda grein, „Stórveldastríð og stéttabarátta siðskiptatímans“. Þar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.