Andvari - 01.01.2017, Side 21
20 GUNNAR F. GUÐMUNDSSON ANDVARI
þegar sýnt með rannsóknum og skrifum að mikils má af honum vænta við
könnun og ritun Íslandssögu.35
Guðmundur Arason fær í heild góða umsögn hjá höfundi. Hann hafi
að vísu verið þrákelkinn og ofsafenginn og lítill leiðtogi en fær lof
fyrir að sjá rangsleitnina, eymdina og yfirganginn í þjóðfélaginu og
rísa upp gegn höfðingjavaldinu sem traðki á rétti lítilmagnans.36 Björn
vildi engan veginn taka undir með þeim fræðimönnum sem héldu því
fram að Guðmundur hefði stuðlað að falli þjóðveldisins þar eð hann
hefði vísað deilumálum sínum undir úrskurð erlendra valdstjórnar-
manna. Um það efni var hann ekki sammála kennara sínum, Jóni
Jóhannessyni. Guðmundur hefði átt nokkurn þátt í því að veikja völd
íslenskra stórhöfðingja, en það væri ekki hið sama og að stuðla að
íhlutun Noregskonunga á Íslandi.37
Fyrsta bók Björns Þorsteinssonar kom út árið 1953 og nefndist
Íslenzka þjóðveldið. Hún þótti að ýmsu leyti nýstárleg á þeim tíma.
Strax í byrjun verksins vekur athygli hvað saga Íslands á þjóðveldis-
öld er sett inn í víðan ramma og slóðin rakin langt aftur – til upphafs
sköpunarverksins, hvorki meira né minna. Fyrst er minnst á himin-
hnöttinn okkar, þegar hann var enn glóandi eldkúla, þróun lífs á jarð-
arkringlunni og veðurfarið í árdögum og síðan sagt frá því hvernig
landið okkar varð til á öndverðu þess tímabils jarðsögunnar sem nefn-
ist nýöld. Að þessum jarðfræðilega inngangi loknum tekur við forsaga
mannsins og saga fyrstu mannabyggða á Norðurlöndum. Smám saman
þrengist hringurinn, uns komið er að því að írskir munkar finna Ísland
og fyrstu landnámsmennirnir setjast þar að. Annað einkenni þessarar
yfirlitssögu er það að hversdagsháttum og almannahag er gefið meira
rými en venja var en persónusögu settar skorður. Einn af kennurum
Björns, Sigurður Nordal, hafði áður farið líkt að í bók sinni Íslenzk
menning (1942), en sá var meginmunur að þar er athyglinni öðru frem-
ur beint að menningarsögu Íslands og reynt að draga fram einkenni og
sameiginlega sérstöðu landsmanna á þjóðveldisöld. Lágstéttir eru þar
fremur látnar mæta afgangi. Annar kennari Björns, Jón Jóhannesson,
fór svipaða leið og hann þremur árum síðar í bók sinni Íslendinga saga
(1956). Innanlandsátök, samskipti landsmanna við Noregskonung, at-
vinnuhættir, menning og trú er þar í fyrirrúmi, þó að einstakar per-
sónur fái þar sinn sess eins og hjá Birni. Jón Jóhannesson mun þó ekki
hafa farið í smiðju til nemanda síns heldur hefur því verið öfugt farið,