Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 21

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 21
20 GUNNAR F. GUÐMUNDSSON ANDVARI þegar sýnt með rannsóknum og skrifum að mikils má af honum vænta við könnun og ritun Íslandssögu.35 Guðmundur Arason fær í heild góða umsögn hjá höfundi. Hann hafi að vísu verið þrákelkinn og ofsafenginn og lítill leiðtogi en fær lof fyrir að sjá rangsleitnina, eymdina og yfirganginn í þjóðfélaginu og rísa upp gegn höfðingjavaldinu sem traðki á rétti lítilmagnans.36 Björn vildi engan veginn taka undir með þeim fræðimönnum sem héldu því fram að Guðmundur hefði stuðlað að falli þjóðveldisins þar eð hann hefði vísað deilumálum sínum undir úrskurð erlendra valdstjórnar- manna. Um það efni var hann ekki sammála kennara sínum, Jóni Jóhannessyni. Guðmundur hefði átt nokkurn þátt í því að veikja völd íslenskra stórhöfðingja, en það væri ekki hið sama og að stuðla að íhlutun Noregskonunga á Íslandi.37 Fyrsta bók Björns Þorsteinssonar kom út árið 1953 og nefndist Íslenzka þjóðveldið. Hún þótti að ýmsu leyti nýstárleg á þeim tíma. Strax í byrjun verksins vekur athygli hvað saga Íslands á þjóðveldis- öld er sett inn í víðan ramma og slóðin rakin langt aftur – til upphafs sköpunarverksins, hvorki meira né minna. Fyrst er minnst á himin- hnöttinn okkar, þegar hann var enn glóandi eldkúla, þróun lífs á jarð- arkringlunni og veðurfarið í árdögum og síðan sagt frá því hvernig landið okkar varð til á öndverðu þess tímabils jarðsögunnar sem nefn- ist nýöld. Að þessum jarðfræðilega inngangi loknum tekur við forsaga mannsins og saga fyrstu mannabyggða á Norðurlöndum. Smám saman þrengist hringurinn, uns komið er að því að írskir munkar finna Ísland og fyrstu landnámsmennirnir setjast þar að. Annað einkenni þessarar yfirlitssögu er það að hversdagsháttum og almannahag er gefið meira rými en venja var en persónusögu settar skorður. Einn af kennurum Björns, Sigurður Nordal, hafði áður farið líkt að í bók sinni Íslenzk menning (1942), en sá var meginmunur að þar er athyglinni öðru frem- ur beint að menningarsögu Íslands og reynt að draga fram einkenni og sameiginlega sérstöðu landsmanna á þjóðveldisöld. Lágstéttir eru þar fremur látnar mæta afgangi. Annar kennari Björns, Jón Jóhannesson, fór svipaða leið og hann þremur árum síðar í bók sinni Íslendinga saga (1956). Innanlandsátök, samskipti landsmanna við Noregskonung, at- vinnuhættir, menning og trú er þar í fyrirrúmi, þó að einstakar per- sónur fái þar sinn sess eins og hjá Birni. Jón Jóhannesson mun þó ekki hafa farið í smiðju til nemanda síns heldur hefur því verið öfugt farið,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.