Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 25

Andvari - 01.01.2017, Page 25
24 GUNNAR F. GUÐMUNDSSON ANDVARI kristnar þjóðir verða að skerast í leikinn. Norður-Atlantshafsflotinn verður að frelsa Íslendinga frá eilífum helvítiskvölum, guðlaus og gjörspillt stjórnar- völd eru að steypa þessari friðelskandi smáþjóð í eilífa glötun að undirlagi Seldsjúka og Múhameðs. Þjóðviljinn myndi hins vegar birta heilsíðufyrirsagnir um nauðsyn þess, að kúgaðar stéttir allra landa sameinist gegn kúgurum sínum, Íslendingar verða að taka höndum saman við bændaalþýðu Noregs, gera byltingu og steypa af stóli Erlingi skakka og stráknum Magnúsi, hinum saurugu leppum hins sví- virðilega imperialista Friðriks Barbarossa og Valdimars Knútssonar. Íslenzkir stórburgeisar í Odda og Haukadal búnir til svikráða við íslenzkan málstað. Íslenzkri alþýðu er lífsnauðsyn að fjölmenna til alþingis og krefjast þess, að arðræningjarnir skili aftur ránsfengnum, bændur fái aftur jarðirnar, sem klaustur, kirkja og auðjöfrar hafa rænt.45 Ólíklegt er að Björn Þorsteinsson hafi numið marxíska þjóðfélags- greiningu hjá kennurum sínum í Háskóla Íslands. Þau fræði komu ann- ars staðar frá. Í eftirmála bókarinnar Íslenzka þjóðveldið nefnir hann helstu heimildarmenn sína og þau rit sem hann studdist við. Þar koma fyrir nöfn fræðimanna sem kunnir voru fyrir það að fjalla um við- fangsefni sín út frá sjónarhóli sögulegrar efnishyggju. Þeirra á meðal eru norsku sagnfræðingarnir Edvard Bull (1881–1932), sem mun hafa verið yfirlýstur marxisti, og Andreas Holmsen (1906–1989). Hvað sem líður pólitískum skoðunum þessara manna, voru þeir báðir virtir og viðurkenndir fræðimenn, og ekkert nema eðlilegt að til þeirra væri vitnað. Á lista yfir helstu heimildir eru einnig rit eftir umdeildari menn eins og Friedrich Engels (Uppruni fjölskyldunnar, einkaeignarinnar og ríkisins. Reykjavík 1951) og W.I. Lenin (Ríki og bylting. Reykjavík 1938). Tvo menn til viðbótar ber sérstaklega að nefna. Annar þeirra var Einar Olgeirsson, alþingismaður og leiðtogi sósíalista. Veturinn 1951–1952 flutti hann fyrirlestra um elsta skeið íslenskrar sögu í skóla Sósíalistaflokksins að Þórsgötu 1 í Reykjavík. Fyrirlestrarnir voru gefnir út á bók undir heitinu Ættasamfélag og ríkisvald í þjóðveldi Íslendinga (Reykjavík 1954). Um áratug síðar rifjaði Björn þennan atburð upp, sagði Einar jafnan hafa talað fyrir troðfullum sal og að meðal áheyrenda hefðu verið nær allir nemendur háskólans í íslensk- um fræðum án tillits til stjórnmálaskoðana. Síðan bætir hann því við að Einar sé einn af fáum vísindamönnum sem Íslendingar hafi átt í þjóðfélagsfræði og sögu og að hann hafi „lagt drjúgan skerf til hinnar vísindalegu félagshyggju og söguskoðunar sósíalista.“46
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.