Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 27

Andvari - 01.01.2017, Page 27
26 GUNNAR F. GUÐMUNDSSON ANDVARI tíð mjög áhugasamur um fornleifafræði, einkum þar sem minjar fund- ust um forna verslunarstaði, enda tengdust þeir öðru helsta rannsókn- arsviði hans, eins og síðar verður vikið að. Oft var hann ekki í rónni fyrr en hann hafði sjálfur kannað aðstæður.51 Í þeim kennslubókum og yfirlitsritum sem hann samdi síðar á ævinni um sögu Íslands er stað- háttum og fornleifum jafnan gerð verðug skil. Björn Þorsteinsson lét aldrei hneppa sig til langframa í fjötra ákveð- innar hugmyndafræði. Hugur hans leitaði víða fanga, og hann gat ýmist verið strangfræðilegur eða leiftrandi fjörugur, þegar hann fjallaði um sögulegt efni. Persónusaga á ef til vill ekki upp á pallborðið hjá þeim sem vilja fylgja leiðarstjörnu sögulegrar efnishyggju, og Björn setti henni ströng skilyrði til þess að hún yrði tekin gild sem sagnfræði. Það væri ekki vænlegt að fylgja leiðum persónusögunnar til að leita skýr- inga á veigamiklum vandamálum eða þröngva atburðum upp á ákveðin nöfn í anda persónudýrkunar. Björn virðist hafa verið þeirrar skoðunar að ævisaga sem fræðirit hafi því aðeins átt rétt á sér að hún fjallaði um manninn sem einstakling, bæði í sálfræðilegum skilningi og félagsleg- um, í víxlverkan manns og samfélags, auk þess sem rækileg rannsókn á ævi fólks af sem flestum stéttum gæti aukið skilning okkar á aldarfari fyrri kynslóða.52 Í þessum anda skrifaði hann bók um ævi Marcellusar Skálholtsbiskups, „furðulegs ævintýramanns“, sem að sögn höfundar var afsprengi alls konar þjóðfélagsafla á því mikla grósku- og breyt- ingaskeiði sem fimmtánda öldin var á Vesturlöndum.53 En ekki hvað síst hefur það laðað Björn að ævintýramanninum Marcellusi biskupi að hann hafði alla tíð mætur á mönnum sem fóru ekki alltaf alfaraleið, voru djarfir, nýjungagjarnir og frumlegir í hugsun og verki, hvort sem í því fámenna liði voru bannfærður biskup í Skálholti, hreindýrabóndi á Grænlandi eða einyrkinn afi hans á Grímstunguheiði.54 Ævintýri Marcellusar og yfirlitsritin tvö voru aðeins hliðargreinar í fræðistarfi Björns. Í bókinni Íslenzka skattlandið má sjá þess glögg merki að hann fer nokkuð hratt yfir efnið í síðustu köflunum. Það kom ekki til af góðu. Frumrannsóknir skorti tilfinnanlega í sögu síðmiðalda hér á landi. Í því efni voru þetta hinar „myrku miðaldir“. Rannsóknir Björns og skjalaleit í Lundúnum veturinn 1948–1949 höfðu leitt hann inn á slóðir enskra sæfara sem sigldu hingað til lands á 15. öld og opnað honum betri sýn inn í veröld þessa tímabils í sögu Íslands. Á næstu árum notaði hann hverja lausa stund til að vinna úr þessum heimildum. Síðmiðaldir urðu sérsvið hans.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.